Í tilkynningu segir að helstu verkefni Guðmundar verði að leiða markaðsmál Kerecis á alþjóðavettvangi auk vörustjórnunar og innleiðinga á nýjum vörum.
Guðmundur hefur starfað undanfarin tvö ár sem forstöðumaður sölu- og markaðsmála hjá VÍS og lengst af sem forstöðumaður og framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Icelandair.
„Guðmundur er með BS-gráðu í viðskiptafræði og BA-gráðu alþjóðasamskiptum frá Pennsylvania State University ásamt diplómu frá University of Leipzig í Þýskalandi.
Kerecis er brautryðjandi í framleiðslu á lækningavörum úr þorskroði og fitusýrum sem verja líkamsvefi og græða. Vörur fyrirtækisins eru framleiddar á Ísafirði, vöruþróun fer fram í Reykjavík og sölu- og markaðsstarf á Washington D.C. svæðinu í Bandaríkjunum og í Sviss,“ segir í tilkynningunni.