Hættir sem forstjóri Olís Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2021 10:01 Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. Vísir/Vilhelm Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Íslands ehf. (Olís), hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu og hafa hann og stjórn gengið frá samkomulagi þar að lútandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var á fjölmiðla um klukkan 10. Þar segir að Jón Ólafur muni starfa áfram sem framkvæmdastjóri þar til ráðið hafi verið í hans stað og verði stjórn og nýjum framkvæmdastjóra til ráðgjafar eftir því sem þörf verður á. Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að Jón Ólafur eigi að baki farsælan feril við störf fyrir Olíuverzlun Íslands eða allt frá árinu 1995. „Hann hóf störf sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Olís en tók við starfi forstjóra árið 2014. Það er óhætt að segja að Jón hafi haft afgerandi og góð áhrif á rekstur Olís á miklu uppbyggingar- og breytingarskeiði sem síðasti aldarfjórðungur spannar og verður hans saknað sem góðs félaga af vinum og samstarfsfólki hjá Olís og í samstæðu Haga. Fyrir hönd stjórnar Olís og Haga færi ég honum okkar bestu þakkir fyrir gott samstarf og mikilvægt framlag til félagsins. Um leið óska ég honum velfarnaðar á þessum tímamótum og í því sem hann mun taka sér fyrir hendur.“ Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Íslands, segir það hafa verið ögrandi og um leið skemmtilegt verkefni að fá að vera við stjórntaumana í svo rótgrónu og traustu fyrirtæki sem Olís sé. „Félagið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á þeim árum sem ég hef starfað hjá því og því borið gæfu til að vera í fararbroddi varðandi nýjungar og breytingar á eldsneytis- og þægindamarkaði. Framundan eru ögrandi en skemmtilegir tímar með áskorunum sem ég veit að félagið er tilbúið að mæta með samhentum hópi starfsmanna. Mér er efst í huga þakklæti til alls þess góða fólks sem ég hef starfað með og átt viðskipti við í gegnum árin hjá Olís,“ er haft eftir Jóni Ólafi. Bensín og olía Verslun Vistaskipti Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var á fjölmiðla um klukkan 10. Þar segir að Jón Ólafur muni starfa áfram sem framkvæmdastjóri þar til ráðið hafi verið í hans stað og verði stjórn og nýjum framkvæmdastjóra til ráðgjafar eftir því sem þörf verður á. Haft er eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að Jón Ólafur eigi að baki farsælan feril við störf fyrir Olíuverzlun Íslands eða allt frá árinu 1995. „Hann hóf störf sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Olís en tók við starfi forstjóra árið 2014. Það er óhætt að segja að Jón hafi haft afgerandi og góð áhrif á rekstur Olís á miklu uppbyggingar- og breytingarskeiði sem síðasti aldarfjórðungur spannar og verður hans saknað sem góðs félaga af vinum og samstarfsfólki hjá Olís og í samstæðu Haga. Fyrir hönd stjórnar Olís og Haga færi ég honum okkar bestu þakkir fyrir gott samstarf og mikilvægt framlag til félagsins. Um leið óska ég honum velfarnaðar á þessum tímamótum og í því sem hann mun taka sér fyrir hendur.“ Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Íslands, segir það hafa verið ögrandi og um leið skemmtilegt verkefni að fá að vera við stjórntaumana í svo rótgrónu og traustu fyrirtæki sem Olís sé. „Félagið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á þeim árum sem ég hef starfað hjá því og því borið gæfu til að vera í fararbroddi varðandi nýjungar og breytingar á eldsneytis- og þægindamarkaði. Framundan eru ögrandi en skemmtilegir tímar með áskorunum sem ég veit að félagið er tilbúið að mæta með samhentum hópi starfsmanna. Mér er efst í huga þakklæti til alls þess góða fólks sem ég hef starfað með og átt viðskipti við í gegnum árin hjá Olís,“ er haft eftir Jóni Ólafi.
Bensín og olía Verslun Vistaskipti Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira