Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2021 14:26 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að huga þurfi að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. „Sjúkdómurinn er hvergi á undanhaldi í heiminum og þó að tök náist á faraldrinum á Íslandi þá munum við búa við stöðuga ógn um að veiran berist hingað til lands og valdi hér útbreiddri sýkingu,“ segir Þórólfur í minnisblaðinu sem er dagsett 11. ágúst en var loks afhent fréttastofu í dag. Í því nefnir sóttvarnalæknir fjölda aðgerða sem hann leggur til að gildi næstu mánuði hið minnsta. Kallar hann meðal annars eftir því að almenn fjöldatakmörk, sem gætu miðast við 200 manns, og eins metra nándarregla verði áfram í gildi. Grímuskylda verði áfram þar sem ekki er hægt að tryggja nándarmörk. Vill að stjórnvöld efli getu heilbrigðiskerfisins Þetta er hluti af þeim aðgerðum Þórólfur kallar á að verði við lýði þar til faraldurinn verður um garð genginn. Þó verði að gera ráð fyrir að tímabundið þurfi að grípa til hertra aðgerða í stuttan tíma ef upp koma óvænt atvik. Minnisblaðið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að tillögurnar séu innlegg í víðara samtal um takmarkanir en ekki hefðbundið minnisblað sem beri að samþykkja eða hafna. Í minnisblaði sínu leggur Þórólfur áherslu á að smitrakning, einangrun smitaðra og sóttkví útsettra verði beitt áfram og að stjórnvöld efli áfallaþol og getu heilbrigðiskerfisins til að annast Covid-sjúklinga án þess að það komi niður á annarri þjónustu. Stjórnvöld takmarki fjölda ferðamanna ef ekki er hægt að anna skimun Sóttvarnalæknir segir takmarkanir á landamærum sem fyrr vera mikilvægasta liðinn í sóttvörnum þjóðarinnar. Leggur hann meðal annars til í minnisblaði sínu að allir farþegar verði áfram krafðir um neikvætt Covid-próf bæði áður en þeir fara um borð og við komuna til landsins. Sömuleiðis verði allir farþegar, og þar á meðal börn, skimaðir við komuna til landsins. Tvöföld skimun og sóttkví gildi áfram fyrir þá sem geti ekki framvísað gildum vottorðum. „Ef ekki verður hægt að anna ofangreindum skimunum vegna fjölda ferðamanna þá legg ég til að leitað verði leiða til takmarka fjölda ferðamanna við þann fjölda sem okkar sóttvarnaráðstafanir ráða við,“ bætir Þórólfur við. Hann segir koma til greina að taka í notkun antigen hraðgreiningarpróf við landamæraskimun ef núverandi greiningageta við PCR-próf muni ekki duga. Vill leyfa stærri viðburði en að staðir loki klukkan 23 Sóttvarnalæknir segir að til greina komi að leyfa stærri viðburði gegn því að gestir framvísi nýlegu neikvæðu Covid-prófi. Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur hann jafnframt til að sund og líkamsræktarstöðvar verði opnar og íþróttastarfsemi leyfð með fjöldatakmörkunum. Þá verði veitingastaðir, skemmtistaðir og barir opnir til klukkan 23. Sóttvarnalæknir sér ekki fyrir sér að það verði neinar takmarkanir á skólastarfi næstu mánuði en vill að sérstaklega verði hugað að loftræstingu í skólum og á hjúkrunarheimilum. Heilbrigðisráðherra segir minnisblaðið framtíðarmúsík Svandís sat fyrir svörum um framtíð sóttvarnaaðgerða í Pallborðinu á Vísi í dag. Aðspurð um hvort 200 manna samkomubann verði raunin næstu misseri sagði hún að umrætt minnisblað væri bara eitt af þeim gögnum sem ríkisstjórnin horfi til. „Við erum ekki að taka til afstöðu til þess á þessum tímapunkti. Núna erum við með 200 manna samkomubann og næsta skref er að spyrja okkur hvernig við ætlum að ljúka þessari bylgju. Þessar tillögur Þórólfs snúast um það hvernig við ætlum að fara inn í lengri framtíð en ekki hvernig við ætlum að stemma stigu við akkúrat þessari bylgju sem við erum að glíma við í dag,“ sagði Svandís. „Þessar tillögur eru ekki til þess að afgreiða þær með samþykkt eða synjun akkúrat á þessum tímapunkti heldur miklu frekar til þess að þær séu partur af samtalinu.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi minnisblaðið í þættinum Pallborðið á Vísi í dag. Þáttinn má sjá að neðan. Tengd skjöl Minnisblad-framtíðarfyrirkomulag_innanlands_og_landamæri_11082021PDF459KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16. ágúst 2021 08:37 200 manna samkomubann framlengt um tvær vikur Heilbrigðisráðherra hyggst framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Verður því 200 manna samkomumann og eins metra regla í gildi til og með 27. ágúst. Núgildandi reglugerð átti að gilda til og með næsta föstudegi. 10. ágúst 2021 16:14 „Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum“ Fari svo að Landspítalinn lýsi yfir neyðarástandi vegna álags, yrði sóttvarnalæknir fljótur að skila inn tillögum að hertum sóttvarnaráðstöfunum innanlands og minnir á að fækkun smitaðra í samfélaginu taki minnst tvær vikur að skila sér með tilliti til álags á spítalann. 14. ágúst 2021 12:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
„Sjúkdómurinn er hvergi á undanhaldi í heiminum og þó að tök náist á faraldrinum á Íslandi þá munum við búa við stöðuga ógn um að veiran berist hingað til lands og valdi hér útbreiddri sýkingu,“ segir Þórólfur í minnisblaðinu sem er dagsett 11. ágúst en var loks afhent fréttastofu í dag. Í því nefnir sóttvarnalæknir fjölda aðgerða sem hann leggur til að gildi næstu mánuði hið minnsta. Kallar hann meðal annars eftir því að almenn fjöldatakmörk, sem gætu miðast við 200 manns, og eins metra nándarregla verði áfram í gildi. Grímuskylda verði áfram þar sem ekki er hægt að tryggja nándarmörk. Vill að stjórnvöld efli getu heilbrigðiskerfisins Þetta er hluti af þeim aðgerðum Þórólfur kallar á að verði við lýði þar til faraldurinn verður um garð genginn. Þó verði að gera ráð fyrir að tímabundið þurfi að grípa til hertra aðgerða í stuttan tíma ef upp koma óvænt atvik. Minnisblaðið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að tillögurnar séu innlegg í víðara samtal um takmarkanir en ekki hefðbundið minnisblað sem beri að samþykkja eða hafna. Í minnisblaði sínu leggur Þórólfur áherslu á að smitrakning, einangrun smitaðra og sóttkví útsettra verði beitt áfram og að stjórnvöld efli áfallaþol og getu heilbrigðiskerfisins til að annast Covid-sjúklinga án þess að það komi niður á annarri þjónustu. Stjórnvöld takmarki fjölda ferðamanna ef ekki er hægt að anna skimun Sóttvarnalæknir segir takmarkanir á landamærum sem fyrr vera mikilvægasta liðinn í sóttvörnum þjóðarinnar. Leggur hann meðal annars til í minnisblaði sínu að allir farþegar verði áfram krafðir um neikvætt Covid-próf bæði áður en þeir fara um borð og við komuna til landsins. Sömuleiðis verði allir farþegar, og þar á meðal börn, skimaðir við komuna til landsins. Tvöföld skimun og sóttkví gildi áfram fyrir þá sem geti ekki framvísað gildum vottorðum. „Ef ekki verður hægt að anna ofangreindum skimunum vegna fjölda ferðamanna þá legg ég til að leitað verði leiða til takmarka fjölda ferðamanna við þann fjölda sem okkar sóttvarnaráðstafanir ráða við,“ bætir Þórólfur við. Hann segir koma til greina að taka í notkun antigen hraðgreiningarpróf við landamæraskimun ef núverandi greiningageta við PCR-próf muni ekki duga. Vill leyfa stærri viðburði en að staðir loki klukkan 23 Sóttvarnalæknir segir að til greina komi að leyfa stærri viðburði gegn því að gestir framvísi nýlegu neikvæðu Covid-prófi. Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur hann jafnframt til að sund og líkamsræktarstöðvar verði opnar og íþróttastarfsemi leyfð með fjöldatakmörkunum. Þá verði veitingastaðir, skemmtistaðir og barir opnir til klukkan 23. Sóttvarnalæknir sér ekki fyrir sér að það verði neinar takmarkanir á skólastarfi næstu mánuði en vill að sérstaklega verði hugað að loftræstingu í skólum og á hjúkrunarheimilum. Heilbrigðisráðherra segir minnisblaðið framtíðarmúsík Svandís sat fyrir svörum um framtíð sóttvarnaaðgerða í Pallborðinu á Vísi í dag. Aðspurð um hvort 200 manna samkomubann verði raunin næstu misseri sagði hún að umrætt minnisblað væri bara eitt af þeim gögnum sem ríkisstjórnin horfi til. „Við erum ekki að taka til afstöðu til þess á þessum tímapunkti. Núna erum við með 200 manna samkomubann og næsta skref er að spyrja okkur hvernig við ætlum að ljúka þessari bylgju. Þessar tillögur Þórólfs snúast um það hvernig við ætlum að fara inn í lengri framtíð en ekki hvernig við ætlum að stemma stigu við akkúrat þessari bylgju sem við erum að glíma við í dag,“ sagði Svandís. „Þessar tillögur eru ekki til þess að afgreiða þær með samþykkt eða synjun akkúrat á þessum tímapunkti heldur miklu frekar til þess að þær séu partur af samtalinu.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi minnisblaðið í þættinum Pallborðið á Vísi í dag. Þáttinn má sjá að neðan. Tengd skjöl Minnisblad-framtíðarfyrirkomulag_innanlands_og_landamæri_11082021PDF459KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16. ágúst 2021 08:37 200 manna samkomubann framlengt um tvær vikur Heilbrigðisráðherra hyggst framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Verður því 200 manna samkomumann og eins metra regla í gildi til og með 27. ágúst. Núgildandi reglugerð átti að gilda til og með næsta föstudegi. 10. ágúst 2021 16:14 „Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum“ Fari svo að Landspítalinn lýsi yfir neyðarástandi vegna álags, yrði sóttvarnalæknir fljótur að skila inn tillögum að hertum sóttvarnaráðstöfunum innanlands og minnir á að fækkun smitaðra í samfélaginu taki minnst tvær vikur að skila sér með tilliti til álags á spítalann. 14. ágúst 2021 12:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Fjöldi spítalainnlagna aðaláhyggjuefnið „Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 16. ágúst 2021 08:37
200 manna samkomubann framlengt um tvær vikur Heilbrigðisráðherra hyggst framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Verður því 200 manna samkomumann og eins metra regla í gildi til og með 27. ágúst. Núgildandi reglugerð átti að gilda til og með næsta föstudegi. 10. ágúst 2021 16:14
„Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum“ Fari svo að Landspítalinn lýsi yfir neyðarástandi vegna álags, yrði sóttvarnalæknir fljótur að skila inn tillögum að hertum sóttvarnaráðstöfunum innanlands og minnir á að fækkun smitaðra í samfélaginu taki minnst tvær vikur að skila sér með tilliti til álags á spítalann. 14. ágúst 2021 12:24