Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Selfoss 3-4 | Lovera með þrennu í markaveislu í Árbæ Andri Gíslason skrifar 18. ágúst 2021 22:15 Selfoss vann sterkan sigur í Árbæ í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Selfoss vann 4-3 sigur á Fylki er liðin mættust á Würth-vellinum í Árbæ í 15. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Selfoss fer upp að hlið Þróttar í þriðja sæti en Fylkir berst áfram fyrir lífi sínu í fallbaráttunni. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir einungis 5 mínútna leik var staðan orðin 1-0. Caity Heap átti þá flotta sendingu fyrir markið þar sem Brenna Lovera tók boltann niður með brjóstkassanum og lagði hann svo snyrtilega framhjá Tinnu Brá í marki Fylkis. 3 mínútum síðar var Brenna Lovera aftur á ferðinni. Caity Heap tók aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fylkis inn í teig þar sem Brenna mætti og skallaði boltann í hornið. Staðan orðin 2-0 og heimastúlkur í miklum vandræðum. Fylkir gafst þó ekki upp og vann sig hægt og rólega inn leikinn. Það skilaði sér í marki á 16.mínútu þegar Sæunn Björnsdóttir átti frábæra fyrirgjöf eftir stutta hornspyrnu beint á kollinn á Evu Rut sem stangaði boltann framhjá Benedicte í marki Selfoss. Fylkisstúlkur voru mun hættulegri fram að hálfleik og áttu meðal annars skot í þverslánna tvívegis. Rétt áður en flautað var til leikhlés fengu Selfyssingar hornspyrnu. Caity Heap tók hornspyrnu sem datt í miðjan teig, þar var Magdalena Anna fyrst að átta sig og kom boltanum yfir línuna. Staðan 1-3 í stórskemmtilegum fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur bauð upp á sömu skemmtun og eftir einungis 8 mínútur í þeim síðari voru Fylkisstúlkur búnar að minnka muninn. Þórhildur Þórhallsdóttir fékk þá boltann við miðjuna og spretti upp völlinn áður en hún hamraði boltann í bláhornið. Tæpum 10 mínútum síðar var komið að leikmanni dagsins. Susanna Joy sendi þá langa sendingu inn fyrir vörn Fylkis þar sem Brenna Lovera vinnur kapphlaupið, fer auðveldlega framhjá Tinnu Brá í markinu og setur boltann í autt markið. Staðan orðin 2-4 og Brenna komin með þrennu. Fylkisstúlkur reyndu allt hvað þær gátu og náðu þær að minnka muninn 5 mínútum fyrir leikslok. Þá kom sending fyrir markið og yfir Benedicte þar sem Sara Dögg Ásþórsdóttir mætti og hamraði boltanum í autt markið. Lengra komust heimastúlkur ekki og niðurstaðan 3-4 í stórskemmtilegum leik Af hverju vann Selfoss? Munurinn á liðunum hér í dag var svo sem ekki mikill en Selfoss kláraði sín færi mjög vel. Hverjir stóðu upp úr? Caity Heap og Brenna Lovera voru báðar stórkostlegar í dag. Brenna með þrjú mörk og Caity með 3 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Eins og Kjartan sagði í viðtali þá gekk Fylkisstúlkum illa að klára færin. Þær voru sofandi í byrjun og fengu tvö mörk á sig strax í byrjun leiks en miðað við færin sem þær fengu þá hefðu þær getað fengið fleiri stig en 0 úr þessum leik Hvað gerist næst? Selfoss mætir ÍBV á JÁVERK-vellinum í næstu umferð en Fylkisstúlkur heimsækja Stjörnuna í Garðabæ Óttar: Árangur þeirra kemur ekkert upp úr þurru Óttar Guðlaugsson, aðstoðarþjálfari Selfoss var að vonum sáttur með sigurinn á Fylki í kvöld. „Ég er ánægður með sigurinn, mjög sætur sigur og gaman að spila þennan leik. Ég held þetta hafi líka verið mjög skemmtilegur leikur fyrir þá sem komu hérna í kvöld þannig ég fagna þessu vel.“ Selfoss komst í 2-0 eftir einungis 10 mínútur en Fylkir komst vel inn í leikinn eftir það. „Ætli við höfum ekki haldið að verkið væri búið eftir að við skoruðum fyrstu tvö mörkin. Við slökuðum kannski full mikið á en sem betur fer náðum við að halda þetta út fram að hálfleik og bæta líka einu marki við fyrir leikhlé. Þetta var góð vakning fyrir síðari hálfleikinn og við spiluðum hann af miklum krafti að okkar mati.“ Caity Heap og Brenna Lovera sýndu frábæra takta í liði Selfoss í kvöld og var unun að fylgjast með samspili þeirra inni á vellinum. „Þær eru frábærar, svo má ekki gleyma Su (Susanna Joy Friedrichs) í bakverðinum hjá okkur sem lagði upp fjórða markið og var skila sínu hlutverki rosalega vel. Allir þeir útlendingar sem við höfum verið með í ár hafa verið til fyrirmyndar og staðið sig ógeðslega vel. Árangur þeirra kemur ekkert upp úr þurru, þær eru að leggja sig fram á hverjum einasta degi og æfa eins og atvinnumenn þannig við búumst bara við að þær skili góðri frammistöðu.“ Selfoss er í fínni stöðu í deildinni og er Óttar spenntur fyrir síðustu umferðunum. „Mér líst bara vel á það, hlakka til að fara í leikina og þetta verður bara skemmtilegt.“ Kjartan: Ég er hundfúll Kjartan Stefánsson er þjálfari Fylkis Kjartan Stefánsson, annar þjálfara Fylkis var svekktur eftir tapið gegn Selfoss fyrr í kvöld. „Ég er hundfúll með þetta tap. Ég er svekktur með föstu leikatriðin en að sama skapi gríðarlega ánægður með hvernig við svöruðum þessu. Það var lélegt af okkur að missa þetta svolítið í byrjun og ekki það sem við ætluðum að gera. En svarið við því var ánægjulegt og framlag stelpnanna var mjög gott.“ Fylkisstúlkur fengu fullt af færum og voru þær alltaf líklegar til að bæta við mörkum en það gekk ekki eftir í kvöld. „Við fengum færi til að klára leikinn en nýttum þau ekki vel. Við sköpuðum okkur helling sem hefur ekki verið með okkur í sumar. Ég var þó sérstaklega ánægður með viljann, baráttuna og karakterinn.“ Halldór Steinsson, liðsstjóri Fylkis fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik og hafði Kjartan þetta um það að segja. „Við vorum að pirra okkur yfir dómgæslunni og einn úr hópnum sparkaði í bolta sem var rúllandi fyrir utan og fékk rautt fyrir það.“ Fylkir er í 11.sæti deildarinnar og verða þær að bæta í ef þær ætla ekki að spila í Lengjudeildinni á næsta ári. „Við þurfum bara að halda áfram. Ég held að öll liðin sem eru í botnbaráttunni eru í svipuðum gír. Þetta er jafnt og það munar litlu og það sýndi sig í dag. Tvö skot vel sett á markið, þá værum við tala öðruvísi.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir UMF Selfoss
Selfoss vann 4-3 sigur á Fylki er liðin mættust á Würth-vellinum í Árbæ í 15. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Selfoss fer upp að hlið Þróttar í þriðja sæti en Fylkir berst áfram fyrir lífi sínu í fallbaráttunni. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir einungis 5 mínútna leik var staðan orðin 1-0. Caity Heap átti þá flotta sendingu fyrir markið þar sem Brenna Lovera tók boltann niður með brjóstkassanum og lagði hann svo snyrtilega framhjá Tinnu Brá í marki Fylkis. 3 mínútum síðar var Brenna Lovera aftur á ferðinni. Caity Heap tók aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fylkis inn í teig þar sem Brenna mætti og skallaði boltann í hornið. Staðan orðin 2-0 og heimastúlkur í miklum vandræðum. Fylkir gafst þó ekki upp og vann sig hægt og rólega inn leikinn. Það skilaði sér í marki á 16.mínútu þegar Sæunn Björnsdóttir átti frábæra fyrirgjöf eftir stutta hornspyrnu beint á kollinn á Evu Rut sem stangaði boltann framhjá Benedicte í marki Selfoss. Fylkisstúlkur voru mun hættulegri fram að hálfleik og áttu meðal annars skot í þverslánna tvívegis. Rétt áður en flautað var til leikhlés fengu Selfyssingar hornspyrnu. Caity Heap tók hornspyrnu sem datt í miðjan teig, þar var Magdalena Anna fyrst að átta sig og kom boltanum yfir línuna. Staðan 1-3 í stórskemmtilegum fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur bauð upp á sömu skemmtun og eftir einungis 8 mínútur í þeim síðari voru Fylkisstúlkur búnar að minnka muninn. Þórhildur Þórhallsdóttir fékk þá boltann við miðjuna og spretti upp völlinn áður en hún hamraði boltann í bláhornið. Tæpum 10 mínútum síðar var komið að leikmanni dagsins. Susanna Joy sendi þá langa sendingu inn fyrir vörn Fylkis þar sem Brenna Lovera vinnur kapphlaupið, fer auðveldlega framhjá Tinnu Brá í markinu og setur boltann í autt markið. Staðan orðin 2-4 og Brenna komin með þrennu. Fylkisstúlkur reyndu allt hvað þær gátu og náðu þær að minnka muninn 5 mínútum fyrir leikslok. Þá kom sending fyrir markið og yfir Benedicte þar sem Sara Dögg Ásþórsdóttir mætti og hamraði boltanum í autt markið. Lengra komust heimastúlkur ekki og niðurstaðan 3-4 í stórskemmtilegum leik Af hverju vann Selfoss? Munurinn á liðunum hér í dag var svo sem ekki mikill en Selfoss kláraði sín færi mjög vel. Hverjir stóðu upp úr? Caity Heap og Brenna Lovera voru báðar stórkostlegar í dag. Brenna með þrjú mörk og Caity með 3 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Eins og Kjartan sagði í viðtali þá gekk Fylkisstúlkum illa að klára færin. Þær voru sofandi í byrjun og fengu tvö mörk á sig strax í byrjun leiks en miðað við færin sem þær fengu þá hefðu þær getað fengið fleiri stig en 0 úr þessum leik Hvað gerist næst? Selfoss mætir ÍBV á JÁVERK-vellinum í næstu umferð en Fylkisstúlkur heimsækja Stjörnuna í Garðabæ Óttar: Árangur þeirra kemur ekkert upp úr þurru Óttar Guðlaugsson, aðstoðarþjálfari Selfoss var að vonum sáttur með sigurinn á Fylki í kvöld. „Ég er ánægður með sigurinn, mjög sætur sigur og gaman að spila þennan leik. Ég held þetta hafi líka verið mjög skemmtilegur leikur fyrir þá sem komu hérna í kvöld þannig ég fagna þessu vel.“ Selfoss komst í 2-0 eftir einungis 10 mínútur en Fylkir komst vel inn í leikinn eftir það. „Ætli við höfum ekki haldið að verkið væri búið eftir að við skoruðum fyrstu tvö mörkin. Við slökuðum kannski full mikið á en sem betur fer náðum við að halda þetta út fram að hálfleik og bæta líka einu marki við fyrir leikhlé. Þetta var góð vakning fyrir síðari hálfleikinn og við spiluðum hann af miklum krafti að okkar mati.“ Caity Heap og Brenna Lovera sýndu frábæra takta í liði Selfoss í kvöld og var unun að fylgjast með samspili þeirra inni á vellinum. „Þær eru frábærar, svo má ekki gleyma Su (Susanna Joy Friedrichs) í bakverðinum hjá okkur sem lagði upp fjórða markið og var skila sínu hlutverki rosalega vel. Allir þeir útlendingar sem við höfum verið með í ár hafa verið til fyrirmyndar og staðið sig ógeðslega vel. Árangur þeirra kemur ekkert upp úr þurru, þær eru að leggja sig fram á hverjum einasta degi og æfa eins og atvinnumenn þannig við búumst bara við að þær skili góðri frammistöðu.“ Selfoss er í fínni stöðu í deildinni og er Óttar spenntur fyrir síðustu umferðunum. „Mér líst bara vel á það, hlakka til að fara í leikina og þetta verður bara skemmtilegt.“ Kjartan: Ég er hundfúll Kjartan Stefánsson er þjálfari Fylkis Kjartan Stefánsson, annar þjálfara Fylkis var svekktur eftir tapið gegn Selfoss fyrr í kvöld. „Ég er hundfúll með þetta tap. Ég er svekktur með föstu leikatriðin en að sama skapi gríðarlega ánægður með hvernig við svöruðum þessu. Það var lélegt af okkur að missa þetta svolítið í byrjun og ekki það sem við ætluðum að gera. En svarið við því var ánægjulegt og framlag stelpnanna var mjög gott.“ Fylkisstúlkur fengu fullt af færum og voru þær alltaf líklegar til að bæta við mörkum en það gekk ekki eftir í kvöld. „Við fengum færi til að klára leikinn en nýttum þau ekki vel. Við sköpuðum okkur helling sem hefur ekki verið með okkur í sumar. Ég var þó sérstaklega ánægður með viljann, baráttuna og karakterinn.“ Halldór Steinsson, liðsstjóri Fylkis fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik og hafði Kjartan þetta um það að segja. „Við vorum að pirra okkur yfir dómgæslunni og einn úr hópnum sparkaði í bolta sem var rúllandi fyrir utan og fékk rautt fyrir það.“ Fylkir er í 11.sæti deildarinnar og verða þær að bæta í ef þær ætla ekki að spila í Lengjudeildinni á næsta ári. „Við þurfum bara að halda áfram. Ég held að öll liðin sem eru í botnbaráttunni eru í svipuðum gír. Þetta er jafnt og það munar litlu og það sýndi sig í dag. Tvö skot vel sett á markið, þá værum við tala öðruvísi.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti