Í tilkynningu frá Icelandair segir að ákveðið hafi verið að fjölga flugferðum til Orlando yfir jólin og til Tenerife yfir páskanna vegna þess hve vinsælir þeir áfangastaðir eru á þeim tímum.
Flugið til Salzburg bætist svo við inn í leiðarkerfi Icelandair og verður flogið þangað einu sinni í viku, á laugardögum, frá 15. janúar til 5. mars.
Í tilkynningunni er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair:
„Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á vetrarferðum, hvort sem er í sólina eða skíðasvæðin. Því tókum við þá ákvörðun að auka tíðni bæði til Orlando og Tenerife og bæta Salzburg við í vetraráætlun. Nú stendur yfir vinna við að stilla vetraráætlun af og líklegt er að við munum sömuleiðis fækka flugferðum á einhverja áfangastaði.
Eins og við höfum áður lagt áherslu á er sveigjanleikinn mikill í leiðakerfinu okkar og við munum nýta hann til þess að stilla framboðið næstu mánuðina í takt við eftirspurn.“