Læknar sögðu hann heppinn að vera á lífi en hann er mættur aftur í ensku deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 09:01 Raul Jimenez liggur í grasinu eftir atvikið en sem betur fer fór allt vel. EPA-EFE/John Walton Endurkoma framherja Úlfanna var ein af stóru fréttunum frá fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Raul Jimenez talaði um það að honum liði nú eins og leikmanni á ný eftir að hafa spilað sinn fyrsta úrvalsdeildarleik síðan í nóvember þegar hann höfuðkúpubrotnaði í leik á móti Arsenal. Raúl Jiménez: The doctors told me it was a miracle to still be there | interview by @Paul_Doyle https://t.co/89U2I8RmUt— Guardian sport (@guardian_sport) August 17, 2021 Jimenez spilaði allar níutíu mínúturnar þegar Wolves tapaði 1-0 á útivelli á móti Leicester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Breska ríkisútvarpið ræddi við kappann um endurkomuna. „Ég hélt alltaf að ég færi aftur að gera það sem ég elska þegar ég myndi ná mér. Ég velti því aldrei fyrir mér að leggja skóna á hilluna. Það var möguleiki en ég hafði alltaf trú á endurkomu,“ sagði Raul Jimenez í viðtalinu. Jimenez má alveg skalla boltann á æfingum sem og auðvitað í leikjum. Félagið heldur þó utan um það hversu oft hann skallar boltann. Doctors told Raul Jimenez he was lucky to be alive after his skull fracture.Now he's back playing football again pic.twitter.com/g87aeiLLeA— B/R Football (@brfootball) August 18, 2021 Jimenez man ekki eftir atvikinu en það síðasta sem hann man er að ganga frá fötunum sínum í búningsklefanum fyrir leikinn. Það næsta sem hann man er að vakna upp á sjúkrahúsinu. Þess vegna getur hann kannski horft aftur á atvikið frá því í nóvember í fyrra. Í raun var hann mjög heppinn að ekki fór verr. „Læknarnir sögðu við mig að það væri kraftaverk að ég væri hér enn,“ sagði Jimenez í viðtali við Guardian en höfuðkúpan brotnaði og það blæddi aðeins inn á heilann. „Blæðingin þrýsti á heilann og því varð ég að komast sem fyrst í aðgerð. Læknarnir gerðu vel,“ sagði Jimenez Læknarnir vöruðu hann við því eftir aðgerðina að svo gæti farið að hann spilaði ekki fótbolta aftur. „Læknarnir sögðu mér frá áhættunni. Af því að þeir eru læknar þá verða þeir að segja manni sannleikann og þú verður bara að sætta þig við hann. Höfuðkúpubrotið tók aðeins lengri tíma að græða en það er sannkallað kraftaverk að ég er farinn að spila fótbolta aftur,“ sagði Jimenez. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Raul Jimenez talaði um það að honum liði nú eins og leikmanni á ný eftir að hafa spilað sinn fyrsta úrvalsdeildarleik síðan í nóvember þegar hann höfuðkúpubrotnaði í leik á móti Arsenal. Raúl Jiménez: The doctors told me it was a miracle to still be there | interview by @Paul_Doyle https://t.co/89U2I8RmUt— Guardian sport (@guardian_sport) August 17, 2021 Jimenez spilaði allar níutíu mínúturnar þegar Wolves tapaði 1-0 á útivelli á móti Leicester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Breska ríkisútvarpið ræddi við kappann um endurkomuna. „Ég hélt alltaf að ég færi aftur að gera það sem ég elska þegar ég myndi ná mér. Ég velti því aldrei fyrir mér að leggja skóna á hilluna. Það var möguleiki en ég hafði alltaf trú á endurkomu,“ sagði Raul Jimenez í viðtalinu. Jimenez má alveg skalla boltann á æfingum sem og auðvitað í leikjum. Félagið heldur þó utan um það hversu oft hann skallar boltann. Doctors told Raul Jimenez he was lucky to be alive after his skull fracture.Now he's back playing football again pic.twitter.com/g87aeiLLeA— B/R Football (@brfootball) August 18, 2021 Jimenez man ekki eftir atvikinu en það síðasta sem hann man er að ganga frá fötunum sínum í búningsklefanum fyrir leikinn. Það næsta sem hann man er að vakna upp á sjúkrahúsinu. Þess vegna getur hann kannski horft aftur á atvikið frá því í nóvember í fyrra. Í raun var hann mjög heppinn að ekki fór verr. „Læknarnir sögðu við mig að það væri kraftaverk að ég væri hér enn,“ sagði Jimenez í viðtali við Guardian en höfuðkúpan brotnaði og það blæddi aðeins inn á heilann. „Blæðingin þrýsti á heilann og því varð ég að komast sem fyrst í aðgerð. Læknarnir gerðu vel,“ sagði Jimenez Læknarnir vöruðu hann við því eftir aðgerðina að svo gæti farið að hann spilaði ekki fótbolta aftur. „Læknarnir sögðu mér frá áhættunni. Af því að þeir eru læknar þá verða þeir að segja manni sannleikann og þú verður bara að sætta þig við hann. Höfuðkúpubrotið tók aðeins lengri tíma að græða en það er sannkallað kraftaverk að ég er farinn að spila fótbolta aftur,“ sagði Jimenez.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira