Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Ferðamálaráðherra segir ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast í eðlilegt horf sem fyrst.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. Sýnt verður frá eldgosinu – sem á fimm mánaða afmæli í kvöldfréttum.

Mygla og rakaskemmdir herja nú á skólabyggingar í Fossvogi. Krakkar í leik- og grunnskólum á svæðinu verða flestir að sækja kennslu í húsnæðum annarra skóla og jafnvel íþróttafélaga á svæðinu. Skólaráð Fossvogsskóla hefur verið boðað á fund borgaryfirvalda nú síðdegis og farið verður yfir nýjustu vendingar málsins í beinni útsendingu í kvöldfréttum.

Þá hittum við svekktan hlaupara eftir að Reykjavíkurmaraþoni var aflýst og skoðum hænum í Vestmannaeyjum sem eiga frægar nöfnur. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×