Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KA 2-0 | Blikar einu stigi frá toppnum Andri Már Eggertsson skrifar 21. ágúst 2021 21:08 Breiðablik vann mikivægan sigur gen KA í kvöld. Vísir/Hafliði Breiðablik og KA mættust í virkilega mikilvægum leik í toppslag Pepsi Max deildar karla í kvöld. Lokatölur 2-0 sigur Blika og Kópavogsstrákarnir eru nú aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals. Það var mikið undir á Kópavogsvelli þegar Arnar Grétarsson mætti með KA liðið á sinn gamla heimavöll. Breiðablik fór strax að spila boltanum hratt milli manna líkt og þeir eru þekktir fyrir. Blikar byrjuðu að herja að marki KA og fékk Árni Vill dauðafæri til að gera fyrsta mark leiksins en Mikkel Qvist bjargaði á línu. Rétt eftir að KA bjargaði á línu gerði Gísli Eyjólfsson fyrsta mark leiksins sem var af dýrari gerðinni. Gísli fékk hellings tíma á boltann, hann tók þá á rás og þrumaði boltanum í slánna og inn. Það átti sér stað afar umdeilt atvik þegar Alexander Helgi steig all hressilega á Ásgeir Sigurgeirsson sem féll í vítateig Blika. Leikurinn hélt áfram og enginn vítaspyrna dæmd. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari leiksins viðurkenndi eftir leik að eftir að hann sá atvikið aftur hefði verið um vítaspyrnu að ræða. Breiðablik fór því með 1-0 forskot þegar haldið var til hálfleiks. Gestirnir mættu með mikinn kraft inn í síðari hálfleikinn. Hallgrímur Mar fékk dauðafæri til að jafna leikinn en fór illa að ráði sínu. Blikar fengu fullt af tækifærum til að bæta við forskot sitt sem á endanum gerðist þegar Gísli Eyjólfsson vann boltann á síðasta þriðjungi og gaf á Viktor Karl sem gerði vel í að leggja boltann í hornið fram hjá Steinþóri Má sem átti góðan leik heilt yfir. Baráttu andinn datt úr gestunum þegar Viktor Karl gerði annað mark Blika og var því ljóst að níundi sigur Breiðabliks í röð á Kópavogsvelli væri í höfn. Af hverju vann Breiðablik Breiðablik skapaði sér fullt af færum í leiknum og var með hreinum ólíkindum að þeir hafi aðeins gert tvö mörk. Gestirnir voru klaufar í báðum mörkum Blika sem heimamenn nýttu sér og unnu á endanum 2-0 sigur. Hverjir stóðu upp úr? Gísli Eyjólfsson var maður leiksins í kvöld. Gísli var frábær í kvöld og var þetta besti leikur hans á tímabilinu að mati Óskars Hrafn. Viktor Karl Einarsson hefur átt frábært tímabil það sem af er og var leikur hans í kvöld einn af fjölmörgu góðu frammistöðum hans á tímabilinu. Hvað gekk illa? Gísli Eyjólfsson fékk allt of mikinn tíma á boltann sem hann nýtti sér með góðu skoti sem fór í slánna og inn. KA tapaði boltanum á ansi hættulegum stað á síðasta þriðjungi sem varð til þess að Viktor Karl skoraði. Hvað gerist næst? Liðin mætast strax aftur á miðvikudaginn kemur á Greifarvellinum fyrir norðan. Þetta er frestaður leikur frá því í sjöundu umferð. Leikurinn hefst klukkan 18:00. Arnar: Vilhjálmur Alvar snuðaði okkur um vítaspyrnu líka upp á Skaga Arnar Grétarsson, þjálfari KA, vildi sjá dómara leiksins dæma vítaspyrnu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson þjálfari KA var ansi svekktur með tap kvöldsins. „Við ætluðum að koma og sækja sigur. Við fengum færi til að skora í þessum leik, bæði í fyrri og seinni hálfleik en boltinn vildi ekki inn að þessu sinni," sagði Arnar í leiks lok Mörk Breiðabliks má að mörgu leyti skrifa á klaufaleg mistök KA sem Arnar var ansi svekktur með. „Í fyrsta markinu átti bakvörðurinn okkar að mæta Gísla sem fékk að hlaupa auðveldlega inn í teiginn með boltann." „Við gerðum klaufaleg mistök í öðru marki Breiðabliks þar sem Sebastian á þversendingu sem þeir refsa okkur fyrir." Alexander Helgi Sigurðarson steig ansi hraustlega á Ásgeir Sigurgeirsson inn í vítateig Blika og vildi Arnar Grétarsson fá vítaspyrnu. „Ég sá ekki atvikið en samkvæmt því sem ég hef heyrt átti þetta að vera klárt víti sem er sárt. Það var sambærilegt atvik gegn ÍA þar sem við áttum að fá víti en sami dómari flautaði ekki víti þar heldur," sagði Arnar Grétarsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik KA
Breiðablik og KA mættust í virkilega mikilvægum leik í toppslag Pepsi Max deildar karla í kvöld. Lokatölur 2-0 sigur Blika og Kópavogsstrákarnir eru nú aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals. Það var mikið undir á Kópavogsvelli þegar Arnar Grétarsson mætti með KA liðið á sinn gamla heimavöll. Breiðablik fór strax að spila boltanum hratt milli manna líkt og þeir eru þekktir fyrir. Blikar byrjuðu að herja að marki KA og fékk Árni Vill dauðafæri til að gera fyrsta mark leiksins en Mikkel Qvist bjargaði á línu. Rétt eftir að KA bjargaði á línu gerði Gísli Eyjólfsson fyrsta mark leiksins sem var af dýrari gerðinni. Gísli fékk hellings tíma á boltann, hann tók þá á rás og þrumaði boltanum í slánna og inn. Það átti sér stað afar umdeilt atvik þegar Alexander Helgi steig all hressilega á Ásgeir Sigurgeirsson sem féll í vítateig Blika. Leikurinn hélt áfram og enginn vítaspyrna dæmd. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari leiksins viðurkenndi eftir leik að eftir að hann sá atvikið aftur hefði verið um vítaspyrnu að ræða. Breiðablik fór því með 1-0 forskot þegar haldið var til hálfleiks. Gestirnir mættu með mikinn kraft inn í síðari hálfleikinn. Hallgrímur Mar fékk dauðafæri til að jafna leikinn en fór illa að ráði sínu. Blikar fengu fullt af tækifærum til að bæta við forskot sitt sem á endanum gerðist þegar Gísli Eyjólfsson vann boltann á síðasta þriðjungi og gaf á Viktor Karl sem gerði vel í að leggja boltann í hornið fram hjá Steinþóri Má sem átti góðan leik heilt yfir. Baráttu andinn datt úr gestunum þegar Viktor Karl gerði annað mark Blika og var því ljóst að níundi sigur Breiðabliks í röð á Kópavogsvelli væri í höfn. Af hverju vann Breiðablik Breiðablik skapaði sér fullt af færum í leiknum og var með hreinum ólíkindum að þeir hafi aðeins gert tvö mörk. Gestirnir voru klaufar í báðum mörkum Blika sem heimamenn nýttu sér og unnu á endanum 2-0 sigur. Hverjir stóðu upp úr? Gísli Eyjólfsson var maður leiksins í kvöld. Gísli var frábær í kvöld og var þetta besti leikur hans á tímabilinu að mati Óskars Hrafn. Viktor Karl Einarsson hefur átt frábært tímabil það sem af er og var leikur hans í kvöld einn af fjölmörgu góðu frammistöðum hans á tímabilinu. Hvað gekk illa? Gísli Eyjólfsson fékk allt of mikinn tíma á boltann sem hann nýtti sér með góðu skoti sem fór í slánna og inn. KA tapaði boltanum á ansi hættulegum stað á síðasta þriðjungi sem varð til þess að Viktor Karl skoraði. Hvað gerist næst? Liðin mætast strax aftur á miðvikudaginn kemur á Greifarvellinum fyrir norðan. Þetta er frestaður leikur frá því í sjöundu umferð. Leikurinn hefst klukkan 18:00. Arnar: Vilhjálmur Alvar snuðaði okkur um vítaspyrnu líka upp á Skaga Arnar Grétarsson, þjálfari KA, vildi sjá dómara leiksins dæma vítaspyrnu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson þjálfari KA var ansi svekktur með tap kvöldsins. „Við ætluðum að koma og sækja sigur. Við fengum færi til að skora í þessum leik, bæði í fyrri og seinni hálfleik en boltinn vildi ekki inn að þessu sinni," sagði Arnar í leiks lok Mörk Breiðabliks má að mörgu leyti skrifa á klaufaleg mistök KA sem Arnar var ansi svekktur með. „Í fyrsta markinu átti bakvörðurinn okkar að mæta Gísla sem fékk að hlaupa auðveldlega inn í teiginn með boltann." „Við gerðum klaufaleg mistök í öðru marki Breiðabliks þar sem Sebastian á þversendingu sem þeir refsa okkur fyrir." Alexander Helgi Sigurðarson steig ansi hraustlega á Ásgeir Sigurgeirsson inn í vítateig Blika og vildi Arnar Grétarsson fá vítaspyrnu. „Ég sá ekki atvikið en samkvæmt því sem ég hef heyrt átti þetta að vera klárt víti sem er sárt. Það var sambærilegt atvik gegn ÍA þar sem við áttum að fá víti en sami dómari flautaði ekki víti þar heldur," sagði Arnar Grétarsson að lokum.
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti