„Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi“ Tryggvi Páll Tryggvason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. ágúst 2021 23:31 Zara Rutherford var með bros á vör er hún ræddi við fréttamenn skömmu eftir komuna til landsins. Vísir/Egill Hin nítján ára gamla Zara Rutherford, sem ætlar sér að verða yngsta kona sögunnar til þess að fljúga einsömul hringinn í kringum jörðina, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú síðdegis. Zara lagði af stað frá heimalandi sínu Belgíu í gær og snýr ekki þangað aftur fyrr en 4. nóvember næstkomandi, eða þremur mánuðum eftir brottför. Þá mun hún hafa heimsótt 52 lönd á ferð sinni í kringum jörðina. Eftir lendingu sagði hún að flugið yfir Íslandi hefði verið stórkostlegt. „Ég flaug yfir eldfjallið og það var magnað. Ég hafði stórfenglegt útsýni. Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi.“ Zara mun á leið sinni forðast það að lenda á stórum alþjóðaflugvöllum, ef frá er talinn JFK-flugvöllurinn í New York í Bandaríkjunum en hún miðar við að hver flugleggur sé ekki lengri en fimm til sex tímar. Hvernig tilfinning er það að vera yngsta konan sem flýgur ein umhverfis jörðina? „Ég er auðvitað ekki búinn að því enn. En það er sannarlega skrýtin tilfinning því að ég er að slá metið um býsna mörg ár. Kvennametið er þrjátíu ára og karlametið átján ára. Það munar tólf árum. Það er mjög mikið.“ Núverandi methafi kvennamegin er Bandaríkjamaðurinn Shaesta Waiz en hún var sem fyrr segir þrítug er hún flaug ein í kringum hnöttinn árið 2017. Karlamegin er það Bretinn Travis Ludlow sem var átján ára þegar hann kláraði hringflug sitt í síðasta mánuði. „Það gleður mig að ég skuli minnka það, eða reyna að minnka það“. Fylgjast má með ferðalagi Zöru hér. Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira
Zara lagði af stað frá heimalandi sínu Belgíu í gær og snýr ekki þangað aftur fyrr en 4. nóvember næstkomandi, eða þremur mánuðum eftir brottför. Þá mun hún hafa heimsótt 52 lönd á ferð sinni í kringum jörðina. Eftir lendingu sagði hún að flugið yfir Íslandi hefði verið stórkostlegt. „Ég flaug yfir eldfjallið og það var magnað. Ég hafði stórfenglegt útsýni. Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi.“ Zara mun á leið sinni forðast það að lenda á stórum alþjóðaflugvöllum, ef frá er talinn JFK-flugvöllurinn í New York í Bandaríkjunum en hún miðar við að hver flugleggur sé ekki lengri en fimm til sex tímar. Hvernig tilfinning er það að vera yngsta konan sem flýgur ein umhverfis jörðina? „Ég er auðvitað ekki búinn að því enn. En það er sannarlega skrýtin tilfinning því að ég er að slá metið um býsna mörg ár. Kvennametið er þrjátíu ára og karlametið átján ára. Það munar tólf árum. Það er mjög mikið.“ Núverandi methafi kvennamegin er Bandaríkjamaðurinn Shaesta Waiz en hún var sem fyrr segir þrítug er hún flaug ein í kringum hnöttinn árið 2017. Karlamegin er það Bretinn Travis Ludlow sem var átján ára þegar hann kláraði hringflug sitt í síðasta mánuði. „Það gleður mig að ég skuli minnka það, eða reyna að minnka það“. Fylgjast má með ferðalagi Zöru hér.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Sjá meira