Sport

Már Gunnars skoraði á Pat­rek í pílu­kast­keppni blindra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er aldrei leiðinlegt í kringum þennan kappa. Már Gunnarsson er áfram í stuði í Japan.
Það er aldrei leiðinlegt í kringum þennan kappa. Már Gunnarsson er áfram í stuði í Japan. Instagram/@margunnarsson

Ólympíufarinn Már Gunnarsson heldur áfram að skemmta sér og öðrum með stórskemmtilegum innslögum sínum frá æfingabúðum íslenska hópsins sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra.

Már Gunnarsson með píluna í hendi.Instagram/@margunnarsson

Már hefur verið einn á ferð í myndböndum sínum hingað til en að þessu sinni var hann kominn með góðan félaga með sér eða Patrek Andrés Axelsson.

Már og Patrekur eiga það sameiginlegt að vera blindir en á meðan Már keppir í sundi á Ólympíumóti fatlaðra þá keppir Patrekur í spretthlaupi.

„Góðan daginn gott fólk. Nú hef ég efnt til hólmgöngu við hinn blinda aðilann í íslenska hópnum í pílukasti. Við skulum sjá hvernig karlinum gengur,“ sagði Már Gunnarsson í nýjasta innslagi sínu.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má síðan sjá kastseríu Más.

Íslensku keppendurnir á Ólympíumóti fatlaðra eru áfram við æfingar í Tama en svo mun íslenski hópurinn flytja sig inn í Paralympic-þorpið á morgun. Opnunarhátíðin fer fram þann 24. ágúst næstkomandi.

Már er á sínu fyrsta Ólympíumóti en hann mun keppa í 50 metra skriðsundi, 100 metra baksundi, 200 metra fjórsundi og 100 metra flugsundi á leikunum. Patrekur Andrés Axelsson keppir aftur á móti í 400 metra hlaupi 28. ágúst.

Klippa: Már Gunnars í pílukasti blindra í Japan

Tengdar fréttir

Már Gunnars í stofufangelsi í Japan

Það er passað upp á keppendur á Ólympíumóti fatlaðra og það er líka passað upp á það að þeir séu ekki þar sem þeir eiga ekki að vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×