Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. ágúst 2021 11:41 Katrín og Svandís segja að breytingar á sóttvarnareglum verði kynntar nánar síðar í dag. Vísir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum. Katrín sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að Þórólfur væri að leggja lokahönd á tillögur sínar sem yrðu væntanlega kynntar betur síðar í dag. Markmiðið sé að fækka þeim sem hugsanlega þurfi að fara í sóttkví, bæði í skólum og á vinnustöðum, með ívilnandi sjónarmið í huga. Ef smit greinist til dæmis í skólabekk verði farið yfir það hvaða nemendur þurfi að fara í sóttkví. Fjölskyldur þeirra þurfi ekki endilega að fara í sóttkví. Þetta eigi að skýra betur. Skiptir máli að skólarnir séu virkir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að það verði áfram þannig að innsti hringur í kringum sýktan einstakling fari í sóttkví. Næsti hringur þar fyrir utan fari í hraðpróf, annað hraðpróf fjórum dögum síðar og viðhafi smitgát á milli. „Við munum líka endurskoða það að fjölskyldur barna sem þurfa að fara í sóttkví þurfi allar að fara í sóttkví á sama tíma. Þetta verður svona til liðkunar í því að sóttkvíin hafi ekki eins mikil áhrif á gangverk samfélagsins.“ Markmið sé að hópurinn sem þurfi að fara í sóttkví verði ekki jafn stór og verið hefur. Um sé að ræða bæði ný tilmæli til fólks og breytingar á reglugerð sem stefnt er á að taki gildi áður en grunnskólarnir hefjast á mánudag. Klippa: Svandís um breyttar reglur á sóttkví „Þetta skiptir auðvitað máli bæði til að skólarnir geti verið virkir og bara samfélagið allt,“ segir Svandís. Sóttvarnalæknir hefur lagt áherslu á að sóttkví sé eitt helsta tækið til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Þetta er auðvitað aukin áhætta, það er alveg á hreinu en við verðum alltaf að vega og meta áhættuna annars vegar og ávinninginn hins vegar. Við teljum að þetta sé áhættunnar virði til að hafa lágmarks áhrif á gang samfélagsins,“ segir Svandís. Þurfum að færa okkur í að lifa með óværunni „Það liggur alveg fyrir að við erum á nýjum stað í þessum faraldri vegna bólusetninga. Það þýðir að við þurfum að færa okkur yfir í það umhverfi að við séum að lifa með veirunni. Það er það sem við höfum verið að gera og ástæðan fyrir að við höfum verið með tiltölulega rúmar aðgerðir og ekki harðar eins og fyrir bólusetningu,“ sagði Katrín jafnframt að loknum ríkisstjórnarfundi. „Þá horfum við í raun og veru á málið þannig að það þurfi ákveðna temprun til þess að heilbrigðiskerfið geti staðið undir álagi. Þá þurfum við styrkingu heilbrigðiskerfis en séum meira að færa okkur yfir í það umhverfi að lifa með þessari óværu.“ Ekki hægt að leggja línuna til langs tíma Katrín var spurð út í framtíðarsýn sóttvarnalæknis sem kom fram í minnisblaði sem birt var fyrr í vikunni. „Hann er að horfa til töluverðs langs tíma. Við sem stjórnvöld getum ekki lagt línuna til svo langs tíma.“ „Ég treysti mér ekki til að segja til um hver staða faraldursins verður eftir eitt eða tvör ár sem er kannski eitt af því sem hefur verið töluvert rætt, að framtíðarsýnin sé til töluverðs langs tíma,“ bætir Katrín við. „Sóttvarnalæknir er að tala fyrir ákveðnum temprandi aðgerðum sem ég lít svo á að sé ákveðin aðferð til að færa okkur nær eðlilegu samfélagi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Katrín sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að Þórólfur væri að leggja lokahönd á tillögur sínar sem yrðu væntanlega kynntar betur síðar í dag. Markmiðið sé að fækka þeim sem hugsanlega þurfi að fara í sóttkví, bæði í skólum og á vinnustöðum, með ívilnandi sjónarmið í huga. Ef smit greinist til dæmis í skólabekk verði farið yfir það hvaða nemendur þurfi að fara í sóttkví. Fjölskyldur þeirra þurfi ekki endilega að fara í sóttkví. Þetta eigi að skýra betur. Skiptir máli að skólarnir séu virkir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að það verði áfram þannig að innsti hringur í kringum sýktan einstakling fari í sóttkví. Næsti hringur þar fyrir utan fari í hraðpróf, annað hraðpróf fjórum dögum síðar og viðhafi smitgát á milli. „Við munum líka endurskoða það að fjölskyldur barna sem þurfa að fara í sóttkví þurfi allar að fara í sóttkví á sama tíma. Þetta verður svona til liðkunar í því að sóttkvíin hafi ekki eins mikil áhrif á gangverk samfélagsins.“ Markmið sé að hópurinn sem þurfi að fara í sóttkví verði ekki jafn stór og verið hefur. Um sé að ræða bæði ný tilmæli til fólks og breytingar á reglugerð sem stefnt er á að taki gildi áður en grunnskólarnir hefjast á mánudag. Klippa: Svandís um breyttar reglur á sóttkví „Þetta skiptir auðvitað máli bæði til að skólarnir geti verið virkir og bara samfélagið allt,“ segir Svandís. Sóttvarnalæknir hefur lagt áherslu á að sóttkví sé eitt helsta tækið til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Þetta er auðvitað aukin áhætta, það er alveg á hreinu en við verðum alltaf að vega og meta áhættuna annars vegar og ávinninginn hins vegar. Við teljum að þetta sé áhættunnar virði til að hafa lágmarks áhrif á gang samfélagsins,“ segir Svandís. Þurfum að færa okkur í að lifa með óværunni „Það liggur alveg fyrir að við erum á nýjum stað í þessum faraldri vegna bólusetninga. Það þýðir að við þurfum að færa okkur yfir í það umhverfi að við séum að lifa með veirunni. Það er það sem við höfum verið að gera og ástæðan fyrir að við höfum verið með tiltölulega rúmar aðgerðir og ekki harðar eins og fyrir bólusetningu,“ sagði Katrín jafnframt að loknum ríkisstjórnarfundi. „Þá horfum við í raun og veru á málið þannig að það þurfi ákveðna temprun til þess að heilbrigðiskerfið geti staðið undir álagi. Þá þurfum við styrkingu heilbrigðiskerfis en séum meira að færa okkur yfir í það umhverfi að lifa með þessari óværu.“ Ekki hægt að leggja línuna til langs tíma Katrín var spurð út í framtíðarsýn sóttvarnalæknis sem kom fram í minnisblaði sem birt var fyrr í vikunni. „Hann er að horfa til töluverðs langs tíma. Við sem stjórnvöld getum ekki lagt línuna til svo langs tíma.“ „Ég treysti mér ekki til að segja til um hver staða faraldursins verður eftir eitt eða tvör ár sem er kannski eitt af því sem hefur verið töluvert rætt, að framtíðarsýnin sé til töluverðs langs tíma,“ bætir Katrín við. „Sóttvarnalæknir er að tala fyrir ákveðnum temprandi aðgerðum sem ég lít svo á að sé ákveðin aðferð til að færa okkur nær eðlilegu samfélagi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53 Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26