Heilsa og heilbrigðisvarnir, út fyrir boxið Geir Sigurður Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 13:32 Nýlega sat ég vef-fund með sálfræðingi í einum af grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Á þennan kvöldfund mættu um 80 foreldrar. Sálfræðingurinn er einn okkar allra besti sérfræðingur í málefnum barna og unglinga. Hann spjallaði við okkur foreldra í 2 klukkustundir um reynsluheim barna sem eru að verða unglingar, hvernig þeim líður, hvernig þau bregðast við umhverfinu og hvað hann hefur lært í áratuga samskiptum við þennan aldurshóp. Þjónusta óháð efnahag Við fæðumst ekki fullkomnir foreldrar og flest viljum við gjarnan nýta þjónustu sérfræðinga við að fást við litlu eftirmyndir okkar. Það hefði tekið sálfræðinginn óbókaðan mánuð að veita öllum þessum 80 foreldrum fyrsta viðtal og ég leyfi mér að fullyrða að flestir foreldrarnir hefðu hvort sem er hikað lengi við að taka upp símann og panta viðtal fyrir 17 þúsund krónur klukkutímann. Þjónusta óháð búsetu Þetta örlitla dæmi sýnir líka hvernig hugkvæmni og tækni er notuð til að greiða aðgengi allra að þjónustu, óháð staðsetningu. Af hverju gerum við þetta ekki í ríkara mæli? Af hverju erum við ekki að nýta tæknina betur, til þess að tryggja öllum landsmönnum sem jafnast aðgengi? Við þurfum ekki lengur að hugsa alltaf um heilbrigðisþjónustu sem eitthvað sem gerist í lokuðu boxi milli læknis og sjúklings eftir að vandamál er komið upp. Forvarnir fyrirbyggja slökkvistarf Með þessu dæmi er ég alls ekki að draga úr mikilvægi sálfræði- og annarra geðmeðferða, og þaðan af síður mikilvægi þess að aðgengi að þeirri þjónustu sé aukið og fjármagnað. Ég er aðeins að benda á að oft er hægt að fara aðrar og hagkvæmari leiðir, án þess að það komi niður á þjónustunni. Þarna mótaði sálfræðingurinn, með stuðningi skólastjórnenda, þjónustu sína við samfélagið í það form sem hentaði notendum þjónustunnar best og skapaði um leið gríðarleg þjóðfélagsleg verðmæti. Hann færði forvarnirnar heim og hjálpaði til við að byggja upp andlega heilsu heima fyrir, þannig nærði hann moldina sem heilbrigðu sprotarnir okkar spretta úr. Forvarnir og forverk spara heilbrigðiskerfinu gríðarlegar upphæðir til langs tíma og við verðum að endurhugsa viðhorf okkar til heilbrigðisþjónustu. Við eigum að líta meira til heilsuvarna (sbr. brunavarnir) til að koma í veg fyrir að hættumerki verði að fullburða vandamáli sem okkar allra hæfasta, besta og dýrasta fólk þarf að sinna. Reynum að hugsa málin aðeins út fyrir boxið. Höfundur er viðskiptafræðingur og tölvunarfræðingur og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Börn og uppeldi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega sat ég vef-fund með sálfræðingi í einum af grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Á þennan kvöldfund mættu um 80 foreldrar. Sálfræðingurinn er einn okkar allra besti sérfræðingur í málefnum barna og unglinga. Hann spjallaði við okkur foreldra í 2 klukkustundir um reynsluheim barna sem eru að verða unglingar, hvernig þeim líður, hvernig þau bregðast við umhverfinu og hvað hann hefur lært í áratuga samskiptum við þennan aldurshóp. Þjónusta óháð efnahag Við fæðumst ekki fullkomnir foreldrar og flest viljum við gjarnan nýta þjónustu sérfræðinga við að fást við litlu eftirmyndir okkar. Það hefði tekið sálfræðinginn óbókaðan mánuð að veita öllum þessum 80 foreldrum fyrsta viðtal og ég leyfi mér að fullyrða að flestir foreldrarnir hefðu hvort sem er hikað lengi við að taka upp símann og panta viðtal fyrir 17 þúsund krónur klukkutímann. Þjónusta óháð búsetu Þetta örlitla dæmi sýnir líka hvernig hugkvæmni og tækni er notuð til að greiða aðgengi allra að þjónustu, óháð staðsetningu. Af hverju gerum við þetta ekki í ríkara mæli? Af hverju erum við ekki að nýta tæknina betur, til þess að tryggja öllum landsmönnum sem jafnast aðgengi? Við þurfum ekki lengur að hugsa alltaf um heilbrigðisþjónustu sem eitthvað sem gerist í lokuðu boxi milli læknis og sjúklings eftir að vandamál er komið upp. Forvarnir fyrirbyggja slökkvistarf Með þessu dæmi er ég alls ekki að draga úr mikilvægi sálfræði- og annarra geðmeðferða, og þaðan af síður mikilvægi þess að aðgengi að þeirri þjónustu sé aukið og fjármagnað. Ég er aðeins að benda á að oft er hægt að fara aðrar og hagkvæmari leiðir, án þess að það komi niður á þjónustunni. Þarna mótaði sálfræðingurinn, með stuðningi skólastjórnenda, þjónustu sína við samfélagið í það form sem hentaði notendum þjónustunnar best og skapaði um leið gríðarleg þjóðfélagsleg verðmæti. Hann færði forvarnirnar heim og hjálpaði til við að byggja upp andlega heilsu heima fyrir, þannig nærði hann moldina sem heilbrigðu sprotarnir okkar spretta úr. Forvarnir og forverk spara heilbrigðiskerfinu gríðarlegar upphæðir til langs tíma og við verðum að endurhugsa viðhorf okkar til heilbrigðisþjónustu. Við eigum að líta meira til heilsuvarna (sbr. brunavarnir) til að koma í veg fyrir að hættumerki verði að fullburða vandamáli sem okkar allra hæfasta, besta og dýrasta fólk þarf að sinna. Reynum að hugsa málin aðeins út fyrir boxið. Höfundur er viðskiptafræðingur og tölvunarfræðingur og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar