Lífið

Kill Bill-stjarnan Sonny Chiba látin

Atli Ísleifsson skrifar
Sonny Chiba hóf feril sinn innan bardagalista á sjöunda áratug síðustu aldar.
Sonny Chiba hóf feril sinn innan bardagalista á sjöunda áratug síðustu aldar. Getty

Japanski leikarinn og bardagalistagoðsögnin Sonny Chiba er látin, 82 ára að aldri. Leikarinn lést af völdum Covid-19.

Sonny Chiba var þjóðþekktur í heimalandi sínu Japan, en var líklega þekktastur á Vesturlöndum fyrir að hafa farið með hlutverk járnsmiðsins sem smíðaði sverðið í kvikmyndinni Kill Bill í leikstjórn Quentins Tarantino.

Sonny Chiba í Kill Bill.

Leiklistarferill Chibas spannaði einhverja fimm áratugi. Hann birtist meðal annars í Street Fighter-þríleiksins á áttunda áratug síðustu aldar og í The Fast and The Furious: Tokyo Drift frá árinu 2006.

Umboðsmaður hans, Timothy Beal, sagði Chiba hafa verið „auðmjúkan, ástríkun og vingjarnlegan“ mann.

Mortal Kombat leikarinn Lewis Tan minnist Chiba á samfélagsmiðlum og segir Chiba hafa verið sannkallaða goðsögn í heimi hasarmynda og að hann hafi veitt mönnum mikinn innblástur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×