Innlent

For­eldrar fá þrjá val­­kosti frá borginni

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Foreldrar eru einstaklega ósáttir með hvernig borgin hefur haldið á málunum.
Foreldrar eru einstaklega ósáttir með hvernig borgin hefur haldið á málunum. vísir/egill

Reykja­víkur­borg hefur gefið for­eldrum barna í 2. til 4. bekk í Foss­vogs­skóla þrjá val­mögu­leika í von um að leysa þann hús­næðis­vanda sem þar er kominn upp. For­eldrar lýstu í gær yfir ó­á­nægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengi­byggingu Víkings­heimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skóla­ársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráð­stöfun.

Skóla­ráð fundaði með full­trúum Reykja­víkur­borgar í gær­kvöldi vegna málsins. Í kjöl­farið á­kvað borgin að leita beint til for­eldra og kanna vilja þeirra með könnun, þar sem boðið er upp á þrjá val­kosti í stöðunni. Þeir eru:

  1. Að halda sig við stað­setninguna í Foss­vogs­dalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkings­heimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svo­kölluðum Ber­serkja­sal en 3. til 4. bekk á ganginum.
  2. Að 2. bekk yrði kennt Ber­serkja­salnum á jarð­hæð Víkings­heimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpu­skóla.
  3. Að skóla­starf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju hús­næði Hjálp­ræðis­hersins við Suður­lands­braut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Foss­vogs­skóla.

For­eldrar hafa til há­degis á morgun að svara könnuninni og vonast borgin eftir góðri þátt­töku.

Vilja hjálpa hverfinu

Hjör­dís Kristins­dóttir, svæðisforingi Hjálp­ræðis­hersins, segir í sam­tali við Vísi að sam­tökin hafi ekki neinna hags­muna að gæta í málinu. Þau hafi að­eins séð um­fjöllun um vandann sem var kominn upp og boðið Reykja­víkur­borg að nýta að­stöðu sína.

Hjördís Kristinsdóttir er liðsforingi Hjálpræðishersins.Stöð 2/Sigurjón

„Við lítum bara á þetta sem ná­granna­greiða. Við erum hérna í sama póst­númeri og viljum bara hjálpa til í hverfinu eins og við getum,“ segir Hjör­dís.

„Okkur finnst þetta vera sam­fé­lags­leg á­byrgð. Það er fullt af börnum þarna sem hafa ekki hús­næði til að byrja í skólanum.“

Hún segir hús­næðið henta vel undir kennslu nokkurra ár­ganga. Hjálp­ræðis­herinn er enn með starf­semi í húsinu en hún segir að hún sé sjaldnast mikil á skóla­tíma. Ekkert mál væri að vinna sig í kring um það að kennt yrði í hús­næðinu á daginn.

Vísir ræddi við Alexöndru Briem, forseta borgarstjórnar og varaformann skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, um málið í gær:


Tengdar fréttir

Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum

Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi.

„Er öllum sama um börnin og kennarana í Foss­vogs­skóla?“

Er öllum sama um börnin og kennarana í Foss­vogs­skóla? Að þessu spyr for­eldri tveggja barna í ­skólanum sig í harð­yrtri færslu á Face­book þar sem hún gagn­rýnir fram­ferði Reykja­víkur­borgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hor­tug­heit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×