Innlent

Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla

Eiður Þór Árnason skrifar
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er gagnrýnin á framgang borgaryfirvalda.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er gagnrýnin á framgang borgaryfirvalda. Vísir/Vilhelm

Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um til­hög­un skóla­halds á næstu vik­um en kennsla á að hefjast næsta mánu­dag­.

Fyrirhugað var að kennsla barna í 2. til 4. bekk myndi fara fram í gámum á skólalóðinni þetta haustið vegna mygluvanda í skólahúsnæðinu. Gámarnir verða hins vegar ekki tilbúnir fyrr en eftir nokkrar vikur. 

Í staðinn vildi Reykja­víkur­borg að börnunum yrði kennt í að­stöðu sem í­þrótta­fé­lagið Víkingur bauð fram; annars vegar í sal í fé­lags­heimili þess, Ber­serkja­salnum, og hins vegar frammi á gangi í tengi­byggingu hússins. 2. bekkur átti að fá kennslu í Ber­serkja­salnum en 3. og 4. bekkur á ganginum.

Foreldrar barna við skólann hafa mótmælt þessari niðurstöðu og framgöngu borgarinnar í málefnum skólans. Einnig hefur fundist mygla í leikskólanum Kvistaborg.

Ekki börnunum boðlegt

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir óboðlegt hve langan tíma framkvæmdir á húsnæði Fossvogsskóla hafa tekið. Þetta er haft eftir henni í Morgunblaðinu í dag en Lilja er í hópi foreldra nemenda við skólann.

„Þetta vanda­mál var um­fangs­meira en menn héldu í fyrstu og frá­gang­ur­inn reynd­ist ekki vera eins og best verður á kosið og þess vegna hef­ur þetta tekið svona lang­an tíma,“ seg­ir hún.

„Það er þó börn­un­um ekki boðlegt því að tím­inn líður svo hratt og hver dag­ur skipt­ir máli.“

Þá seg­ir hún for­eldra ansi hrædda um að lausn­in á hús­næðis­vanda skól­ans sé ekki tíma­bund­in.

Kanna vilja foreldra

Reykja­víkur­borg sendi könnun á for­eldra í gær þar sem þeir voru boðnir eftirfarandi kostir í stöðunni:

  1. Að halda sig við stað­­setninguna í Foss­vogs­dalnum þar sem 2. til 4. bekk verður kennt í Víkings­heimilinu fyrstu vikurnar, 2. bekkur í svo­kölluðum Ber­­serkja­­sal en 3. til 4. bekk á ganginum.
  2. Að 2. bekk yrði kennt Ber­­serkja­­salnum á jarð­hæð Víkings­heimilisins og að 3. og 4. bekkur fari með rútu í Korpu­­skóla.
  3. Að skóla­­starf 2. til 4. bekkjar fari fram í nýju hús­­næði Hjálp­ræðis­hersins við Suður­lands­braut. Börnin myndu þá fara með rútu þangað og til baka frá Foss­vogs­­skóla.

For­eldrarnir hafa fram til há­degis í dag til að svara könnuninni.

Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda.

Lausnir væru í sjónmáli en sennilegt væri að Víkingsheimilið yrði notað í einhverri mynd, þótt aðrar lausnir hafi verið ræddar.

„Það sem ég myndi segja að væri kannski lélegast í þessu hjá okkur er að við höfum ekki haft nógu góðan innri verkferil til að taka á þessu,“ sagði Alexandra.


Tengdar fréttir

Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi

Kennari í þriðja bekk í Foss­vogs­skóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengi­byggingu Víkings­heimilisins. Hún kveðst þó meira en til­búin til að kenna í hús­næði Hjálp­ræðis­hersins, sem bauð Reykja­víkur­borg af­not af byggingunni undir skóla­starfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur.

For­eldrar fá þrjá val­­kosti frá borginni

Reykja­víkur­borg hefur gefið for­eldrum barna í 2. til 4. bekk í Foss­vogs­skóla þrjá val­mögu­leika í von um að leysa þann hús­næðis­vanda sem þar er kominn upp. For­eldrar lýstu í gær yfir ó­á­nægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengi­byggingu Víkings­heimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skóla­ársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráð­stöfun.

Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum

Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi.

For­eldrar Foss­vogs­skóla­barna harð­orðir: „Mál er að linni“

„Umrætt húsnæði er fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsir valið á húsnæðinu dómgreindarleysi skólayfirvalda á þörfum barna og starfsfólks í námi og starfi. Mál er að linni.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Foreldrafélagi Fossvogsskóla þar sem „neyðarástand í húsnæðismálum 2. til 4. bekkjar i Fossvogsskóla“ er til umræðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×