Þeir komu sér svo undan áður en lögregla kom á vettvang. Að sögn lögreglu hafði hún haft afskipti af öðrum mannanna stuttu áður, sökum ástands. Hann var handtekinn seinna um nóttina og gistir nú í fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í nótt eftir að hafa veist að manni með golfkylfu. Fíkniefni fundust á manninum, að sögn lögreglu og var hann vistaður í fangaklefa.