Eigum við öll rétt til mennsku? Heiða Ingimarsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 19:01 Mig setur hljóðan þessa dagana. Ég er einfaldlega þannig gerð að ég sé fólk sem manneskjur. Þess vegna verð ég svo leið þegar ég les umræðu sem snýst um „okkur“ og „þau“. Umræðu sem felur í sér gagnrýni á menningu, trúarbrögð og siði annarra, því þau búa handan landamæranna. Ég verð líka alveg ofboðslega leið þegar fólk stígur fram fullum fetum og er tilbúið að verðleggja líf annarra. Ég þekki fólk frá öllum heimsálfum þessarar blessuðu jarðar. Ég er svo heppin að hafa fengið að skyggnast inn í þeirra menningu. Ég er þakklát og heppin að hafa fæðst í Keflavík Ég er þakklát. Ég er þakklát því árið 1984 fæddist ég á Íslandi. Ég mætti alsnakin, hágrenjandi og nauðasköllótt á fæðingardeildina á heilsugæslu Keflavíkur. Ég bað ekkert um að fæðast þar. Ég fékk ekki að velja kyn mitt, að hvaða kyni ég heillaðist, hvernig ég væri á litinn eða hvaða trú væri prangað inn á mig. Þetta bara gerðist eins og það gerðist. Þarna var ég mætt. Ég hefði alveg eins getað fæðst í Afganistan. Jafn nakin, grenjað eins hátt og haft jafnlítið hár en strax átt minni möguleika á jörðinni sem við þó deilum. Þar hefði ég þurft að búa við það að mega gera ráð fyrir að vera neydd í hjónaband fyrir aldur fram með einstakling sem er líklegur til að beita mig og jafnvel fjölskyldu mína ofbeldi. Ég hefði getað lifað við það að ofbeldi, ofsóknir, ótti og morð væru hluti af daglegu lífi mínu. Hvaða rétt á ég á því að lifa öruggu lífi, með þak yfir höfuð með þeim manni sem ég elska og valdi mér sem maka? Af hverju eru börnin mín í þeirri stöðu að geta valið sér sína leið í lífinu og geta notið þess að vera í núinu? Svarið er einfalt. Við fæddumst á Íslandi. Við vorum heppin. Við erum ekkert betri en fólk sem fæðist inn í neyð. Einstaklingar sem lifa við stríðsástand eru ekki þar því þeir óskuðu þess eða af því að þeir eiga það skilið. Þeir bara fæddust í röngu landi. Ímyndum okkur hryllinginn Ég á það til að gera hugaræfingu. Æfingu sem mér finnst erfið og sársaukafull því ég vil helst ekki leyfa huganum að fara þangað. Æfingin snýst um að sjá fyrir mér hið öfuga. Ég fæðist þar sem ríkir upplausn og hryðjuverk eru daglegt brauð. Að ég eigi það á hættu að barn mitt sé numið á brott frá mér til að giftast hrotta sem ég veit að mun ekki reynast því vel. Að dætur mínar eigi ekki möguleika á menntun og að sonur minn verði alinn upp af skæruliðum sem munu afmá allt manneskjulegt úr honum. Að maðurinn minn verði beittur hryllilegu ofbeldi og jafnvel myrtur ef við göngumst ekki við þessu. Fyrir framan mig og fyrir framan börnin okkar. Í þessum aðstæðum er ég viss um að ég myndi þrá hjálp frá öðrum. Bara einhverjum sem gæti aðstoðað. Komið mér og mínum í skjól. Hjálp frá einhverjum sem fékk það hlutskipti að fæðast við frið og allsnægtir og sér að í grunninn erum við öll manneskjur, misheppin með fæðingarstað. Verum manneskjuleg, hvert við annað Það væri eflaust sárt að heyra að ég fengi ekki séns því ég fæddist í landi þar sem eru önnur trúarbrögð eða af því að það væri ekki hægt að græða nægan pening á mér. Það væri grátlegt ef líf mitt og minna væri hunsað af því að ég væri ekki „við“ heldur „þau“. Hættum að skipta fólki upp. Verum bara fólk og verum manneskjuleg hvert við annað. Við búum í mismunandi löndum, eigum öll okkar merkilegu menningu, ólíku trúarbrögð og svo framvegis en erum samt sem áður bara manneskjur samansett úr sömu líffærum og eigum okkar drauma, þrár og ástvini. Það er siðferðisleg skylda okkar að hjálpa öðru fólki í neyð! Ríkisstjórnin VERÐUR að bregðast við og taka á móti fólki sem sætir ofsóknum frá Afganistan! Við megum ekki líta undan eða standa hjá þegar verið er að ráðast á aðrar manneskjur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Afganistan Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mig setur hljóðan þessa dagana. Ég er einfaldlega þannig gerð að ég sé fólk sem manneskjur. Þess vegna verð ég svo leið þegar ég les umræðu sem snýst um „okkur“ og „þau“. Umræðu sem felur í sér gagnrýni á menningu, trúarbrögð og siði annarra, því þau búa handan landamæranna. Ég verð líka alveg ofboðslega leið þegar fólk stígur fram fullum fetum og er tilbúið að verðleggja líf annarra. Ég þekki fólk frá öllum heimsálfum þessarar blessuðu jarðar. Ég er svo heppin að hafa fengið að skyggnast inn í þeirra menningu. Ég er þakklát og heppin að hafa fæðst í Keflavík Ég er þakklát. Ég er þakklát því árið 1984 fæddist ég á Íslandi. Ég mætti alsnakin, hágrenjandi og nauðasköllótt á fæðingardeildina á heilsugæslu Keflavíkur. Ég bað ekkert um að fæðast þar. Ég fékk ekki að velja kyn mitt, að hvaða kyni ég heillaðist, hvernig ég væri á litinn eða hvaða trú væri prangað inn á mig. Þetta bara gerðist eins og það gerðist. Þarna var ég mætt. Ég hefði alveg eins getað fæðst í Afganistan. Jafn nakin, grenjað eins hátt og haft jafnlítið hár en strax átt minni möguleika á jörðinni sem við þó deilum. Þar hefði ég þurft að búa við það að mega gera ráð fyrir að vera neydd í hjónaband fyrir aldur fram með einstakling sem er líklegur til að beita mig og jafnvel fjölskyldu mína ofbeldi. Ég hefði getað lifað við það að ofbeldi, ofsóknir, ótti og morð væru hluti af daglegu lífi mínu. Hvaða rétt á ég á því að lifa öruggu lífi, með þak yfir höfuð með þeim manni sem ég elska og valdi mér sem maka? Af hverju eru börnin mín í þeirri stöðu að geta valið sér sína leið í lífinu og geta notið þess að vera í núinu? Svarið er einfalt. Við fæddumst á Íslandi. Við vorum heppin. Við erum ekkert betri en fólk sem fæðist inn í neyð. Einstaklingar sem lifa við stríðsástand eru ekki þar því þeir óskuðu þess eða af því að þeir eiga það skilið. Þeir bara fæddust í röngu landi. Ímyndum okkur hryllinginn Ég á það til að gera hugaræfingu. Æfingu sem mér finnst erfið og sársaukafull því ég vil helst ekki leyfa huganum að fara þangað. Æfingin snýst um að sjá fyrir mér hið öfuga. Ég fæðist þar sem ríkir upplausn og hryðjuverk eru daglegt brauð. Að ég eigi það á hættu að barn mitt sé numið á brott frá mér til að giftast hrotta sem ég veit að mun ekki reynast því vel. Að dætur mínar eigi ekki möguleika á menntun og að sonur minn verði alinn upp af skæruliðum sem munu afmá allt manneskjulegt úr honum. Að maðurinn minn verði beittur hryllilegu ofbeldi og jafnvel myrtur ef við göngumst ekki við þessu. Fyrir framan mig og fyrir framan börnin okkar. Í þessum aðstæðum er ég viss um að ég myndi þrá hjálp frá öðrum. Bara einhverjum sem gæti aðstoðað. Komið mér og mínum í skjól. Hjálp frá einhverjum sem fékk það hlutskipti að fæðast við frið og allsnægtir og sér að í grunninn erum við öll manneskjur, misheppin með fæðingarstað. Verum manneskjuleg, hvert við annað Það væri eflaust sárt að heyra að ég fengi ekki séns því ég fæddist í landi þar sem eru önnur trúarbrögð eða af því að það væri ekki hægt að græða nægan pening á mér. Það væri grátlegt ef líf mitt og minna væri hunsað af því að ég væri ekki „við“ heldur „þau“. Hættum að skipta fólki upp. Verum bara fólk og verum manneskjuleg hvert við annað. Við búum í mismunandi löndum, eigum öll okkar merkilegu menningu, ólíku trúarbrögð og svo framvegis en erum samt sem áður bara manneskjur samansett úr sömu líffærum og eigum okkar drauma, þrár og ástvini. Það er siðferðisleg skylda okkar að hjálpa öðru fólki í neyð! Ríkisstjórnin VERÐUR að bregðast við og taka á móti fólki sem sætir ofsóknum frá Afganistan! Við megum ekki líta undan eða standa hjá þegar verið er að ráðast á aðrar manneskjur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar