Varar við höfuðböndum eftir að sex vikna barn kafnaði næstum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 16:51 Stúlkunni varð sem betur fer ekki meint af. Myndin er ótengd málinu. Getty Sex vikna gömul stúlka kafnaði næstum því á dögunum eftir að höfuðband rann niður af höfði hennar og fyrir vitin. Hjúkrunarfræðingur segir þetta ekki einsdæmi og varar sterklega við því að foreldrar noti slík bönd á ungbörn. „Foreldrarnir verða vör við það að hún er að kúgast og á erfitt með að anda. Þau hlaupa strax til hennar og sjá þá að hárbandið sem hún var með á höfðinu hafði runnið niður og var fyrir vitum hennar, nefi og munni, og barnið náði ekki að anda,“ segir Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur, sem sér um Facebook-síðuna Árvekni – slysavarnir barna. Að sögn Herdísar var stúlkan orðin blá áður en foreldrarnir náðu að fjarlægja hárbandið en þau tóku hana upp, settu á grúfu yfir handlegg og lagaðist þá litarhaft stúlkunnar. Hún var þó enn slöpp svo foreldrarnir fóru með hana á sjúkrahús og mat barnalæknir það svo að stúlkan hafi ekki hlotið mein af. Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur.Aðsend/Sebastian Storgaard Herdís segir þetta slys ekki einsdæmi. Atvik hafi komið upp í Bretlandi árið 2017 þar sem fjórtán mánaða gömul stúlka lést eftir að hafa kafnað á svona hárbandi. „Þetta er stórhættulegur fatnaður vegna þess að þetta er ekki fest með neinu. Lítil börn, sérstaklega ungbörn, ná ekki að taka þetta sjálf frá vitunum. Það er svo sem ekkert hættulegt við þessi bönd ef barnið er með þetta á meðan foreldrar eru með það í fanginu eða í næsta nágrenni. Vandamálið skapast þegar börn eru með þetta í barnabílstólnum, eru sett út í vagn eða eru með þetta sofandi í sínu rúmi,“ segir Herdís. Hún varar fólk við að láta börn sín hafa svona laus höfuðföt. „Þetta er ekki eins og húfa sem helst á höfðinu þó barnið snúist heldur rennur þetta niður,“ segir Herdís. „Það er þannig með öndun ungbarna, þau eru ofboðslega viðkvæm fyrstu mánuðina og mikil köfnunarhætta fyrsta árið þannig að þetta er hlutur sem margir gera sér ekki grein fyrir. Foreldrunum að sjálfsögðu var mjög brugðið við þetta. Þetta eru ósköp venjulegir foreldrar sem setja þetta á höfuðið á barninu sínu í staðin fyrir húfu.“ Herdís segir erfitt að gera fólki grein fyrir öllum þeim hættum sem stafi að börnum þeirra, sérstaklega þar sem höfuðböndin eru ákveðinn tískufatnaður þessa dagana. Annar tískuklæðnaður sem geti reynst hættulegur séu svokallaðar „benie“ húfur. Það eru húfur sem eru nokkuð stórar og hanga yfirleitt fram af hnakkanum. „Þessi klæðnaður varð til þess að barn í Svíþjóð dó næstum því. Það var með svona „benie“ var í barnabílstól og hreyfði sig þannig að húfan féll fram af því að hún er svo löng. Hún fór fyrir vit á barninu. Þau eru svo lítil og það þarf svo lítið til að eitthvað komi upp á,“ segir Herdís. Börn og uppeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Foreldrarnir verða vör við það að hún er að kúgast og á erfitt með að anda. Þau hlaupa strax til hennar og sjá þá að hárbandið sem hún var með á höfðinu hafði runnið niður og var fyrir vitum hennar, nefi og munni, og barnið náði ekki að anda,“ segir Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur, sem sér um Facebook-síðuna Árvekni – slysavarnir barna. Að sögn Herdísar var stúlkan orðin blá áður en foreldrarnir náðu að fjarlægja hárbandið en þau tóku hana upp, settu á grúfu yfir handlegg og lagaðist þá litarhaft stúlkunnar. Hún var þó enn slöpp svo foreldrarnir fóru með hana á sjúkrahús og mat barnalæknir það svo að stúlkan hafi ekki hlotið mein af. Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur.Aðsend/Sebastian Storgaard Herdís segir þetta slys ekki einsdæmi. Atvik hafi komið upp í Bretlandi árið 2017 þar sem fjórtán mánaða gömul stúlka lést eftir að hafa kafnað á svona hárbandi. „Þetta er stórhættulegur fatnaður vegna þess að þetta er ekki fest með neinu. Lítil börn, sérstaklega ungbörn, ná ekki að taka þetta sjálf frá vitunum. Það er svo sem ekkert hættulegt við þessi bönd ef barnið er með þetta á meðan foreldrar eru með það í fanginu eða í næsta nágrenni. Vandamálið skapast þegar börn eru með þetta í barnabílstólnum, eru sett út í vagn eða eru með þetta sofandi í sínu rúmi,“ segir Herdís. Hún varar fólk við að láta börn sín hafa svona laus höfuðföt. „Þetta er ekki eins og húfa sem helst á höfðinu þó barnið snúist heldur rennur þetta niður,“ segir Herdís. „Það er þannig með öndun ungbarna, þau eru ofboðslega viðkvæm fyrstu mánuðina og mikil köfnunarhætta fyrsta árið þannig að þetta er hlutur sem margir gera sér ekki grein fyrir. Foreldrunum að sjálfsögðu var mjög brugðið við þetta. Þetta eru ósköp venjulegir foreldrar sem setja þetta á höfuðið á barninu sínu í staðin fyrir húfu.“ Herdís segir erfitt að gera fólki grein fyrir öllum þeim hættum sem stafi að börnum þeirra, sérstaklega þar sem höfuðböndin eru ákveðinn tískufatnaður þessa dagana. Annar tískuklæðnaður sem geti reynst hættulegur séu svokallaðar „benie“ húfur. Það eru húfur sem eru nokkuð stórar og hanga yfirleitt fram af hnakkanum. „Þessi klæðnaður varð til þess að barn í Svíþjóð dó næstum því. Það var með svona „benie“ var í barnabílstól og hreyfði sig þannig að húfan féll fram af því að hún er svo löng. Hún fór fyrir vit á barninu. Þau eru svo lítil og það þarf svo lítið til að eitthvað komi upp á,“ segir Herdís.
Börn og uppeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira