Grátleg byrjun hjá Sveini Aroni í Íslendingaslag - tap hjá Norrköping Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 15:20 Sveinn Aron og félagar misstu niður tveggja marka forskot í uppbótartíma gegn Jóni Guðna og félögum. EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta leik fyrir Elfsborg gerði 2-2 jafntefli við Hammarby og Íslendingalið Norrköping tapaði fyrir Halmstad. Mörk Alexanders Bernhardsson og Jacob Ondrejka veittu Elfsborg 2-0 forystu í leik dagsins og þannig var staðan þegar Sveinn Aron kom inn af bekknum hjá liðinu í sínum fyrsta leik á 85. mínútu. Isländske Sveinn Aron Guðjohnsen, son till tidigare storstjärnan Eiður, hoppar in för Elfsborg! pic.twitter.com/ML7oK2nQbq— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Elfsborgarar virðast hins vegar hafa hrunið í kjölfarið. Aljosa Matko minnkaði muninn fyrir Hammarby á 91. mínútu og þá jafnaði Abdul Khalil af vítapunktinum á 95. mínútu. Elfsborg missti því tveggja marka forystu niður í uppbótartíma og varð að gera jafntefli sér að góðu. Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn fyrir lið Hammarby og fékk gult spjald á 66. mínútu. Hammarby, sem er stýrt af Milos Milojevic, fyrrum þjálfara Víkings, er með 24 stig í 5. sæti, sex stigum frá Elfsborg og AIK sem eru sætunum fyrir ofan. Elfsborg varð af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni, en liðið er þremur stigum á eftir toppliðum Djurgarden og Malmö. Khalili kvitterar! Hammarby hämtar upp 0-2 till 2-2 i matchens slutskede! pic.twitter.com/vUOvrXocex— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Tap hjá Norrköping Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason voru báðir í byrjunarliði Norrköping sem heimsótti Halmstad í dag. Halmstad byrjaði betur er Írakinn Amir Al-Ammari kom liðinu í forystu um miðjan fyrri hálfleik og 1-0 var staðan í hálfleik. Ísaki Bergmann var skipt af velli á 63. mínútu en Ganamaðurinn Sadat Karim tvöfaldaði forystu Halmstad skömmu síðar, á 70. mínútu. Samuel Adegbenro frá Nígeríu minnkaði muninn fyrir gestina sjö mínútum síðar en Ara Frey var skipt út af á 84. mínútu er Norrköping freistaði þess að jafna. 2-1! Adegbenro reducerar för IFK Norrköping. Se matchen på https://t.co/U8GJcAsMFu pic.twitter.com/rkdsdJSSwj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Það tókst ekki og Halmstad vann 2-1 sigur. Halmstad er í 8. sæti með 20 stig, en Norrköping er með 23 stig í 6. sæti, stigi á eftir Hammarby. Sænski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Mörk Alexanders Bernhardsson og Jacob Ondrejka veittu Elfsborg 2-0 forystu í leik dagsins og þannig var staðan þegar Sveinn Aron kom inn af bekknum hjá liðinu í sínum fyrsta leik á 85. mínútu. Isländske Sveinn Aron Guðjohnsen, son till tidigare storstjärnan Eiður, hoppar in för Elfsborg! pic.twitter.com/ML7oK2nQbq— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Elfsborgarar virðast hins vegar hafa hrunið í kjölfarið. Aljosa Matko minnkaði muninn fyrir Hammarby á 91. mínútu og þá jafnaði Abdul Khalil af vítapunktinum á 95. mínútu. Elfsborg missti því tveggja marka forystu niður í uppbótartíma og varð að gera jafntefli sér að góðu. Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn fyrir lið Hammarby og fékk gult spjald á 66. mínútu. Hammarby, sem er stýrt af Milos Milojevic, fyrrum þjálfara Víkings, er með 24 stig í 5. sæti, sex stigum frá Elfsborg og AIK sem eru sætunum fyrir ofan. Elfsborg varð af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni, en liðið er þremur stigum á eftir toppliðum Djurgarden og Malmö. Khalili kvitterar! Hammarby hämtar upp 0-2 till 2-2 i matchens slutskede! pic.twitter.com/vUOvrXocex— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Tap hjá Norrköping Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason voru báðir í byrjunarliði Norrköping sem heimsótti Halmstad í dag. Halmstad byrjaði betur er Írakinn Amir Al-Ammari kom liðinu í forystu um miðjan fyrri hálfleik og 1-0 var staðan í hálfleik. Ísaki Bergmann var skipt af velli á 63. mínútu en Ganamaðurinn Sadat Karim tvöfaldaði forystu Halmstad skömmu síðar, á 70. mínútu. Samuel Adegbenro frá Nígeríu minnkaði muninn fyrir gestina sjö mínútum síðar en Ara Frey var skipt út af á 84. mínútu er Norrköping freistaði þess að jafna. 2-1! Adegbenro reducerar för IFK Norrköping. Se matchen på https://t.co/U8GJcAsMFu pic.twitter.com/rkdsdJSSwj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Það tókst ekki og Halmstad vann 2-1 sigur. Halmstad er í 8. sæti með 20 stig, en Norrköping er með 23 stig í 6. sæti, stigi á eftir Hammarby.
Sænski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira