Minnst tuttugu hafa látist við flugvöllinn á síðastliðinni viku, meðal annars sjö sem létust í troðningi sem skapaðist í gær þegar þúsundir reyndu að troða sér inn á flugvöllinn.
Talibanar hafa verið með stjórn fyrir utan völlinn í dag og neytt fólk til að mynda skipulegar raðir inn um dyr flugvallarins. Samkvæmt frétt Reuters lést enginn þar í dag.
Talibanar notuðu meðal annars kylfur og byssusköft sín til að lemja á fólki fyrir utan völlinn í dag og hleyptu þá af skotum úr rifflum sínum upp í loft.
Bandaríkjamenn segjast hafa náð að koma mörgum borgurum sínum frá landinu í dag við þessar aðstæður, fleiri en í troðningnum í gær.