Arnar Gunnlaugss.: Við vorum með 11 hetjur í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 22. ágúst 2021 21:33 Arnar Gunnlaugsson var stoltur af sínum mönnum í kvöld Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson var heldur betur ánægður með sína menn þegar þeir unnu Valsmenn í toppslag 18. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn en einnig hvernig liðið hans er að vaxa og dafna. „Fyrri hálfleikur var svakalegur. Þetta var einhver rosalegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð“, sagðir sigurreifur þjálfari Víkings í viðtali strax eftir leik. Hann laug engu til um það þegar hann sagði að þetta hafi verið rosalegur fyrri hálfleikur. Víkingur voru mikla betra liðið og komust í 2-0 forystu en leikurinn endaði 2-1 en Kaj Leo minnkaði muninn. Leikið var í 18. umferð Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu karla en með sigrinum jafnaði Víkingur Val að stigum á toppi deildarinnar og það stefnir í svakalegan endasprett. Arnar hélt svo áfram um leikinn: „Við keyrðum á þá og sköpuðum okkur færi og hefðum átt að skora fleiri mörk. En vitandi hvernig lið er þá vissum við að Valsmenn kæmu dýrvitlausir út í seinni hálfleikinn. Við vorum samt með ágætis stjórn á þessum leik en þeir hentu öllu á okkur og uppskáru mark. En fyrst og fremst var það geggjaður fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur hjá okkur.“ Arnar var spurður hvort hann teldi andleysi Valsmanna í fyrri hálfleik vera sökum þess hve Víkingur voru góðir í fyrri hálfleik. „Ég ætla að leyfa mér að vona það. Valsmenn hafa reynslu í svona stórleiki og það var klárlega ekkert vanmat hjá þeim en´við vorum vel stemmdir og maður finnur það. Fyrir leik, á æfingum fyrir leiki og þegar leikurinn er að byrja að menn séu vel stemmdir. Við höfum talað þroskamerki á þessu liði í allt sumar og töluðum um það fyrir leik að við erum búnir að vera með liðið í tvö ár og afhverju ættum við ekki að fara að taka skrefin fram á við. Mér fannst við sýna að við erum tilbúnir að fara lengra.“ Þetta var risasigur og var Arnar spurður að því hvort hann teldi að liðið hans væri að sýna að hans menn væru tilbúnir að fara alla leið. „Já mér finnst það. Það er erfitt að segja annað eftir svona frammistöðu. Þetta eru Íslandsmeistararnir og ég leyfi mér að efast um að Valsmenn hafi fengið svona, það er erfitt að finna eitthvað orð hérna, ég ætla ekki að nota kennslustund því það er erfitt að kenna liði eins og Val eitthvað í fótbolta. Þetta var bara svo góð frammistaða og ég er hrikalega stoltur af strákunum. Það er líka svo gaman að sjá stráka eins og Viktor Örlyg springa út í þann leikmann sem hann á að verða. Það er mikið búið að tala um hann og það er svo gaman að geta tekið þátt í því að hann verði að þessum leikmanni. Svo voru svo margir sem stóðu sig svo vel í kvöld. Sölvi í hægri bakverði, hvað rugl er það? [spurði hann og hló] Stundum fær maður svona hugdettu og það gengur upp.“ Arnar var að lokum spurður að því hver væri maður leiksins að hans mati. „Við vorum með 11 hetjur í kvöld en það er erfitt að taka það af honum Viktor þó að t.d. mér hafi fundist Sölvi vera frábær í hægri bakverði. Viktor fær það samt fyrir vinnsluna, markið og hugmyndaflugið sem hann hefur á boltanum. Stundum er það til trafala hjá honum en hann var frábær í kvöld.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var svakalegur. Þetta var einhver rosalegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð“, sagðir sigurreifur þjálfari Víkings í viðtali strax eftir leik. Hann laug engu til um það þegar hann sagði að þetta hafi verið rosalegur fyrri hálfleikur. Víkingur voru mikla betra liðið og komust í 2-0 forystu en leikurinn endaði 2-1 en Kaj Leo minnkaði muninn. Leikið var í 18. umferð Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu karla en með sigrinum jafnaði Víkingur Val að stigum á toppi deildarinnar og það stefnir í svakalegan endasprett. Arnar hélt svo áfram um leikinn: „Við keyrðum á þá og sköpuðum okkur færi og hefðum átt að skora fleiri mörk. En vitandi hvernig lið er þá vissum við að Valsmenn kæmu dýrvitlausir út í seinni hálfleikinn. Við vorum samt með ágætis stjórn á þessum leik en þeir hentu öllu á okkur og uppskáru mark. En fyrst og fremst var það geggjaður fyrri hálfleikur sem skóp þennan sigur hjá okkur.“ Arnar var spurður hvort hann teldi andleysi Valsmanna í fyrri hálfleik vera sökum þess hve Víkingur voru góðir í fyrri hálfleik. „Ég ætla að leyfa mér að vona það. Valsmenn hafa reynslu í svona stórleiki og það var klárlega ekkert vanmat hjá þeim en´við vorum vel stemmdir og maður finnur það. Fyrir leik, á æfingum fyrir leiki og þegar leikurinn er að byrja að menn séu vel stemmdir. Við höfum talað þroskamerki á þessu liði í allt sumar og töluðum um það fyrir leik að við erum búnir að vera með liðið í tvö ár og afhverju ættum við ekki að fara að taka skrefin fram á við. Mér fannst við sýna að við erum tilbúnir að fara lengra.“ Þetta var risasigur og var Arnar spurður að því hvort hann teldi að liðið hans væri að sýna að hans menn væru tilbúnir að fara alla leið. „Já mér finnst það. Það er erfitt að segja annað eftir svona frammistöðu. Þetta eru Íslandsmeistararnir og ég leyfi mér að efast um að Valsmenn hafi fengið svona, það er erfitt að finna eitthvað orð hérna, ég ætla ekki að nota kennslustund því það er erfitt að kenna liði eins og Val eitthvað í fótbolta. Þetta var bara svo góð frammistaða og ég er hrikalega stoltur af strákunum. Það er líka svo gaman að sjá stráka eins og Viktor Örlyg springa út í þann leikmann sem hann á að verða. Það er mikið búið að tala um hann og það er svo gaman að geta tekið þátt í því að hann verði að þessum leikmanni. Svo voru svo margir sem stóðu sig svo vel í kvöld. Sölvi í hægri bakverði, hvað rugl er það? [spurði hann og hló] Stundum fær maður svona hugdettu og það gengur upp.“ Arnar var að lokum spurður að því hver væri maður leiksins að hans mati. „Við vorum með 11 hetjur í kvöld en það er erfitt að taka það af honum Viktor þó að t.d. mér hafi fundist Sölvi vera frábær í hægri bakverði. Viktor fær það samt fyrir vinnsluna, markið og hugmyndaflugið sem hann hefur á boltanum. Stundum er það til trafala hjá honum en hann var frábær í kvöld.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjá meira