Anna Nordqvist fann loks styrkinn sem hafði vantað svo lengi og sigraði Opna breska Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2021 08:30 Anna Nordqvist með bikarinn eftir að hafa unnið Opna breska meistaramótið í golfi. Warren Little/Getty Images Sænski kylfingurinn Anna Nordqvist vann sitt þriðja risamót er hún landaði sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi. Nordqvist hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár og því var sigurinn einkar kærkominn. Sigurinn var mjög naumur enda mótið æsispennandi frá upphafi til enda. Þær Nordqvist og Nanna Koerstz Madsen frá Danmörku voru jafnar á níu höggum undir pari fyrir síðasta hringinn á Carnoustie-vellinum í Skotlandi. Spennan hélt áfram allt fram á lokaholu mótsins þar sem Madsen lék á tveimur höggum yfir pari á meðan Nordqvist spilaði á pari og tryggði sér sigurinn. Það var stutt í næstu kylfingu, Madelene Sagström frá Svíþjóð og Georgiu Hall frá Englandi, en þær hirtu 2. sætið af Madsen sem féll alla leið niður í 5. sæti. BREAKING: Anna Nordqvist wins the AIG Women's Open and it's her first win since the Evian Championship nearly four years ago — Sky Sports News (@SkySportsNews) August 22, 2021 Nordqvist hrósaði hins vegar sigri en hún lék mótið samtals á 11 höggum undir pari. Þetta er fyrsta risamótið sem Nordqvist vinnur síðan hún landaði sigri á Evian-meistaramótinu árið 2017. Þar áður vann hún LPGA-risamótið árið 2009. Í sigurræðu sinni viðurkenndi hin 34 ára gamla Nordqvist að undanfarin ár hafa tekið sinn toll andlega þar sem hún hefur hríðfallið niður heimslistann. „Erfiðasti hlutinn var að missa bæði líkamlegt og andlegt úthald. Það tók mig rúmlega þrjú ár að jafna mg á því og á síðasta ári – meðan Covid var sem verst – þá náði ég loksins að setjast niður heima, slaka á og átta mig á hlutunum,“ sagði Nordqvist í sigurræðu sinni. „Það var frábært að fá aðeins meiri tíma heima fyrir, þurfa ekki að ferðast hingað og þangað. Ég hefði þurft á þessu fríi að halda fyrir tveimur árum síðan. Ég var alltaf að reyna ýta mér áfram en fann ekki þennan auka gír sem ég hefði áður fyrr. Þegar hlutirnir urðu erfiðir gat ég venjulega komist í gegnum þá en svo allt í einu gat ég það ekki lengur.“ Nordqvist virðist þó hafa fundið þennan aukagír á nýjan leik þökk sé góðu baklandi og þá sagði hún að flutningar til Arizona hefðu hjálpað sér mikið. Lucky number three.Anna Nordqvist becomes a 3x major champion at the 2021 AIG Women s Open pic.twitter.com/hPsWJBoAM9— LPGA (@LPGA) August 22, 2021 „Ég elska að búa þar, fæ mikinn stuðning og svo er ég gift núna. Held að ég sé almennt mun glaðari utan vallar í dag en ég var áður. Það er gott jafnvægi í þessu,“ sagði Anna Nordqvist, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, að lokum. Golf Tengdar fréttir Norðurlandabarátta fyrir lokahringinn á Opna breska Hin sænska Anna Nordqvist lék besta hring mótsins á Opna breska meistaramótinu í golfi á Carnoustie-vellinum í Skotlandi í gær. Hún deilir forystunni með hinni dönsku Nönnu Koertz Madsen á afar jöfnu móti. Lokahringurinn fer fram í dag. 22. ágúst 2021 09:01 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sigurinn var mjög naumur enda mótið æsispennandi frá upphafi til enda. Þær Nordqvist og Nanna Koerstz Madsen frá Danmörku voru jafnar á níu höggum undir pari fyrir síðasta hringinn á Carnoustie-vellinum í Skotlandi. Spennan hélt áfram allt fram á lokaholu mótsins þar sem Madsen lék á tveimur höggum yfir pari á meðan Nordqvist spilaði á pari og tryggði sér sigurinn. Það var stutt í næstu kylfingu, Madelene Sagström frá Svíþjóð og Georgiu Hall frá Englandi, en þær hirtu 2. sætið af Madsen sem féll alla leið niður í 5. sæti. BREAKING: Anna Nordqvist wins the AIG Women's Open and it's her first win since the Evian Championship nearly four years ago — Sky Sports News (@SkySportsNews) August 22, 2021 Nordqvist hrósaði hins vegar sigri en hún lék mótið samtals á 11 höggum undir pari. Þetta er fyrsta risamótið sem Nordqvist vinnur síðan hún landaði sigri á Evian-meistaramótinu árið 2017. Þar áður vann hún LPGA-risamótið árið 2009. Í sigurræðu sinni viðurkenndi hin 34 ára gamla Nordqvist að undanfarin ár hafa tekið sinn toll andlega þar sem hún hefur hríðfallið niður heimslistann. „Erfiðasti hlutinn var að missa bæði líkamlegt og andlegt úthald. Það tók mig rúmlega þrjú ár að jafna mg á því og á síðasta ári – meðan Covid var sem verst – þá náði ég loksins að setjast niður heima, slaka á og átta mig á hlutunum,“ sagði Nordqvist í sigurræðu sinni. „Það var frábært að fá aðeins meiri tíma heima fyrir, þurfa ekki að ferðast hingað og þangað. Ég hefði þurft á þessu fríi að halda fyrir tveimur árum síðan. Ég var alltaf að reyna ýta mér áfram en fann ekki þennan auka gír sem ég hefði áður fyrr. Þegar hlutirnir urðu erfiðir gat ég venjulega komist í gegnum þá en svo allt í einu gat ég það ekki lengur.“ Nordqvist virðist þó hafa fundið þennan aukagír á nýjan leik þökk sé góðu baklandi og þá sagði hún að flutningar til Arizona hefðu hjálpað sér mikið. Lucky number three.Anna Nordqvist becomes a 3x major champion at the 2021 AIG Women s Open pic.twitter.com/hPsWJBoAM9— LPGA (@LPGA) August 22, 2021 „Ég elska að búa þar, fæ mikinn stuðning og svo er ég gift núna. Held að ég sé almennt mun glaðari utan vallar í dag en ég var áður. Það er gott jafnvægi í þessu,“ sagði Anna Nordqvist, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, að lokum.
Golf Tengdar fréttir Norðurlandabarátta fyrir lokahringinn á Opna breska Hin sænska Anna Nordqvist lék besta hring mótsins á Opna breska meistaramótinu í golfi á Carnoustie-vellinum í Skotlandi í gær. Hún deilir forystunni með hinni dönsku Nönnu Koertz Madsen á afar jöfnu móti. Lokahringurinn fer fram í dag. 22. ágúst 2021 09:01 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norðurlandabarátta fyrir lokahringinn á Opna breska Hin sænska Anna Nordqvist lék besta hring mótsins á Opna breska meistaramótinu í golfi á Carnoustie-vellinum í Skotlandi í gær. Hún deilir forystunni með hinni dönsku Nönnu Koertz Madsen á afar jöfnu móti. Lokahringurinn fer fram í dag. 22. ágúst 2021 09:01