Andri Fannar í danska stórveldið Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2021 09:21 Andri Fannar Baldursson með treyju FCK. fck.dk Landsliðsmaðurinn ungi Andri Fannar Baldursson er genginn í raðir danska stórliðsins FC Köbenhavn. Hann kemur til félagsins að láni frá Bologna á Ítalíu. Lánssamningurinn gildir til loka leiktíðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni, eða fram á næsta sumar, og FCK á svo rétt á að kaupa Andra í lok lánsdvalarinnar, kjósi félagið svo. Andri Fannar er 19 ára gamall knattspyrnumaður sem ólst upp hjá Breiðabliki en fór til Bologna í ársbyrjun 2019. Hann hefur komið við sögu í 15 leikjum í ítölsku A-deildinni. Andri Fannar lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir tæpu ári síðan og á alls að baki fjóra A-landsleiki eftir að hafa komið við sögu í öllum þremur vináttulandsleikjum Íslands fyrr í sumar. Hann á að baki 39 leiki fyrir yngri landslið Íslands. FCK hefur 13 sinnum orðið danskur meistari, síðast árið 2019, en liðið hafnaði í 3. sæti á síðustu leiktíð. Eftir sex umferðir í ár er liðið án taps í 2. sæti, stigi á eftir toppliði Midtjylland. „Það fer afar gott orðspor af FCK og þarna eru þegar ungir Íslendingar sem gæti reynst vel fyrir mig þegar ég kem nýr í félagið,“ segir Andri í viðtali á heimasíðu FCK. „Ég veit líka að Ragnar Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen, Rúrik Gíslason og fleiri Íslendingar hafa notið sín vel hjá félaginu og gert góða hluti. Ég hlakka mikið til að spila fyrir þetta stórveldi og legg allt í sölurnar til að grípa tækifærið. Ég hlakka mikið til að hitta liðsfélagana og starfsliðið,“ segir Andri Fannar. Ítalski boltinn Danski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Lánssamningurinn gildir til loka leiktíðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni, eða fram á næsta sumar, og FCK á svo rétt á að kaupa Andra í lok lánsdvalarinnar, kjósi félagið svo. Andri Fannar er 19 ára gamall knattspyrnumaður sem ólst upp hjá Breiðabliki en fór til Bologna í ársbyrjun 2019. Hann hefur komið við sögu í 15 leikjum í ítölsku A-deildinni. Andri Fannar lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir tæpu ári síðan og á alls að baki fjóra A-landsleiki eftir að hafa komið við sögu í öllum þremur vináttulandsleikjum Íslands fyrr í sumar. Hann á að baki 39 leiki fyrir yngri landslið Íslands. FCK hefur 13 sinnum orðið danskur meistari, síðast árið 2019, en liðið hafnaði í 3. sæti á síðustu leiktíð. Eftir sex umferðir í ár er liðið án taps í 2. sæti, stigi á eftir toppliði Midtjylland. „Það fer afar gott orðspor af FCK og þarna eru þegar ungir Íslendingar sem gæti reynst vel fyrir mig þegar ég kem nýr í félagið,“ segir Andri í viðtali á heimasíðu FCK. „Ég veit líka að Ragnar Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen, Rúrik Gíslason og fleiri Íslendingar hafa notið sín vel hjá félaginu og gert góða hluti. Ég hlakka mikið til að spila fyrir þetta stórveldi og legg allt í sölurnar til að grípa tækifærið. Ég hlakka mikið til að hitta liðsfélagana og starfsliðið,“ segir Andri Fannar.
Ítalski boltinn Danski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira