Þetta staðfestir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við fréttastofu. Fólkið hafði verið fast í Afganistan, en Talibanar hafa nú tekið völdin víðast hvar í landinu, meðal annars í höfuðborginni Kabúl.
Fólkið komst þó til Islamabad, höfuðborgar Pakistan, þaðan sem því var flogið á vegum danskra stjórnvalda til Kaupmannahafnar í gær. Enn eru tvær íslenskar fjölskyldur úti í Afganistan sem utanríkisráðuneytið er í sambandi við og vinnur að því að koma heim.
Fjölskyldurnar sem enn eru úti eru báðar annað hvort með íslenskan ríkisborgararétt að sögn Sveins eða með tengsl við Ísland.