Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 18:35 Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Vísir/Egill Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. Líkt og fréttastofa hefur greint frá er lögreglurannsókn hafin á andláti 73 ára konu, Dönu Kristínar Jóhannsdóttur, sem talin er hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að tilefnislausu. Dana lést í október 2019 eftir ellefu vikur í lífslokameðferð. Í svartri og ítarlegri skýrslu landlæknis vegna málsins eru læknar HSS meðal annars sakaðir um mistök, vanrækslu, hirðuleysi og vanvirðingu – með alvarlegum og endurteknum hætti. Sé niðurstöðukafli sjúkdómsgreininga skoðaður segist landlæknir sammála mati sérfróðs umsagnaraðila og álítur að um faglega vanrækslu og mistök hafi verið að ræða í veitingu heilbrigðisþjónustu á HSS, þar sem alvarlegum, bráðum sjúkdómseinkennum hafi ýmist verið gefinn enginn eða ófullnægjandi gaumur. Læknar hafi látið hjá líða að grípa til viðeigandi rannsókna. Næringarskortur, legusár og ómeðhöndlaðar sýkingar Dætur Dönu sögðu í samtali við fréttastofu í síðustu viku að móðir þeirra hafi augljóslega glímt við mikinn næringarskort á meðan meðferðinni stóð. Landlæknir segist sammála því og lýsir því sem vanrækslu og hirðuleysi í næringarvandamálum, sem hafi mögulega átt mikilvægan þátt í versnandi einkennum og heilsufarsvandamálum. Þá kunni legusár og ómeðhöndlaðar sýkingar að vera möguleg aðal dánarorsök. Læknar eru sömuleiðis sagðir hafa vanskráð sjúkraskrár, sem gæti flokkast sem lögbrot. Þannig er hvert atriðið á fætur öðru talið upp sem vanræksla og hirðuleysi, auk þess sem HSS er sagt hafa sýnt af sér vanvirðingu við aðstandendur. „Embætti landlæknis álítur að verulega hafi skort á heildaryfirsýn á ástand DJ [Dönu Jóhannsdóttur] og langvarandi misbrestur hafi verið á greiningum, meðferðum og eftirfylgni með DJ og vandamálum hennar. Heilbrigðisþjónustu, sem DJ hlaut, var í afgerandi þáttum verulega ábótavant og að mati embættisins einkenndist hún af skorti á faglegri hæfni ásamt, að því er virðist, áhuga- og metnaðarleysi þeirra sem helst báru ábyrgð á þjónustu til DJ. Heilbrigðisstarfsmenn hafi ekki sinnt því að leita frekari skýringa og meðferðarleiða við umfangsmiklum heilsufarsvandamálum DJ. Afleiðingar voru m.a. að sjúkdómseinkenni voru vangreind og DJ hlaut ekki viðeigandi meðferð,“ segir í skýrslu landlæknis. Mistök að hefja lífslokameðferð Þá telur embættið að ekki hafi aðeins verið um að ræða misbrest á almennri fagmennsku við veitingu heilbrigðisþjónustu, heldur hafi í ákveðnum tilvikum einnig verið um að ræða alvarlega vanrækslu og mistök Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis, sem hafi borið meginábyrgð á læknisfræðilegri meðferð. Enn fremur telur embættið það hafa verið mistök þegar hann hóf lífslokameðferð, án forsenda fyrir slíkri meðferð. Niðurstaða embættisins er afdráttarlaus. „Þá er það álit landlæknis að misbrestur hafi orðið á ákveðnum þáttum í framkvæmd líknar- og lífslokameðferðar, t.a.m. var ákvörðun um að hætta lyfjameðferðum til þess fallin að valda DJ [Dönu Jóhannsdóttur] óþarfa kvölum. Embætti landlæknis telur að í ákveðnum tilvikum hafi háttsemi og framkoma STG [Skúla Tómasar Gunnlaugssonar] gagnvart aðstandendum DJ verið ófagleg og ótilhlýðileg. Sjúkraskráningu STG og þeirra sem hann bar ábyrgð á í starfi sínu, sem yfirlæknir og ábyrgur sérfræðingur, var ábótavant og ekki í samræmi við ákvæði laga um sjúkraskrár.“ Tvær læknar og hjúkrunarfræðingur kærð til lögreglu Fjölskylda Dönu hefur lagt fram kæru á hendur þremur starfsmönnum stofnunarinnar, Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, sem bar ábyrgð á meðferðinni og tveimur öðrum starfsmönnum, lækni og hjúkrunarfræðingi, sem sökuð eru um að hafa brugðist starfsskyldum sínu,. Sex fjölskyldur í heildina hafa fengið réttargæslumenn vegna sams konar mála. Embætti landlæknis hugðist gera úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sértöku tilliti til lífslokameðferða. Stofnunin fór hins vegar fram á að úttektinni yrði frestað og í skriflegu svari upplýsingafulltrúa til fréttastofu segir að í sumar hafi lykilstarfsfólk af sjúkradeild HSS farið í sumarleyfi, auk þess sem sjúkradeildin hafi tekið að sér níu sjúklinga frá Landspítala, sem sé fjörutíu prósenta fjölgun á deildinni. „Í því ljósi þess annríkis, bað HSS um, og fékk, tímabundinn frest, en við búumst við að úttektin haldi áfram með haustinu, eða þegar embættið kallar okkur til,“ segir í svarinu. Þá var beiðni fréttastofu um viðtal hafnað. Skúli Tómas hefur sömuleiðis neitað að tjá sig og kveðst bundinn þagnareið. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Lögreglumál Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26. febrúar 2021 18:30 Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28 Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37 Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Líkt og fréttastofa hefur greint frá er lögreglurannsókn hafin á andláti 73 ára konu, Dönu Kristínar Jóhannsdóttur, sem talin er hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að tilefnislausu. Dana lést í október 2019 eftir ellefu vikur í lífslokameðferð. Í svartri og ítarlegri skýrslu landlæknis vegna málsins eru læknar HSS meðal annars sakaðir um mistök, vanrækslu, hirðuleysi og vanvirðingu – með alvarlegum og endurteknum hætti. Sé niðurstöðukafli sjúkdómsgreininga skoðaður segist landlæknir sammála mati sérfróðs umsagnaraðila og álítur að um faglega vanrækslu og mistök hafi verið að ræða í veitingu heilbrigðisþjónustu á HSS, þar sem alvarlegum, bráðum sjúkdómseinkennum hafi ýmist verið gefinn enginn eða ófullnægjandi gaumur. Læknar hafi látið hjá líða að grípa til viðeigandi rannsókna. Næringarskortur, legusár og ómeðhöndlaðar sýkingar Dætur Dönu sögðu í samtali við fréttastofu í síðustu viku að móðir þeirra hafi augljóslega glímt við mikinn næringarskort á meðan meðferðinni stóð. Landlæknir segist sammála því og lýsir því sem vanrækslu og hirðuleysi í næringarvandamálum, sem hafi mögulega átt mikilvægan þátt í versnandi einkennum og heilsufarsvandamálum. Þá kunni legusár og ómeðhöndlaðar sýkingar að vera möguleg aðal dánarorsök. Læknar eru sömuleiðis sagðir hafa vanskráð sjúkraskrár, sem gæti flokkast sem lögbrot. Þannig er hvert atriðið á fætur öðru talið upp sem vanræksla og hirðuleysi, auk þess sem HSS er sagt hafa sýnt af sér vanvirðingu við aðstandendur. „Embætti landlæknis álítur að verulega hafi skort á heildaryfirsýn á ástand DJ [Dönu Jóhannsdóttur] og langvarandi misbrestur hafi verið á greiningum, meðferðum og eftirfylgni með DJ og vandamálum hennar. Heilbrigðisþjónustu, sem DJ hlaut, var í afgerandi þáttum verulega ábótavant og að mati embættisins einkenndist hún af skorti á faglegri hæfni ásamt, að því er virðist, áhuga- og metnaðarleysi þeirra sem helst báru ábyrgð á þjónustu til DJ. Heilbrigðisstarfsmenn hafi ekki sinnt því að leita frekari skýringa og meðferðarleiða við umfangsmiklum heilsufarsvandamálum DJ. Afleiðingar voru m.a. að sjúkdómseinkenni voru vangreind og DJ hlaut ekki viðeigandi meðferð,“ segir í skýrslu landlæknis. Mistök að hefja lífslokameðferð Þá telur embættið að ekki hafi aðeins verið um að ræða misbrest á almennri fagmennsku við veitingu heilbrigðisþjónustu, heldur hafi í ákveðnum tilvikum einnig verið um að ræða alvarlega vanrækslu og mistök Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis, sem hafi borið meginábyrgð á læknisfræðilegri meðferð. Enn fremur telur embættið það hafa verið mistök þegar hann hóf lífslokameðferð, án forsenda fyrir slíkri meðferð. Niðurstaða embættisins er afdráttarlaus. „Þá er það álit landlæknis að misbrestur hafi orðið á ákveðnum þáttum í framkvæmd líknar- og lífslokameðferðar, t.a.m. var ákvörðun um að hætta lyfjameðferðum til þess fallin að valda DJ [Dönu Jóhannsdóttur] óþarfa kvölum. Embætti landlæknis telur að í ákveðnum tilvikum hafi háttsemi og framkoma STG [Skúla Tómasar Gunnlaugssonar] gagnvart aðstandendum DJ verið ófagleg og ótilhlýðileg. Sjúkraskráningu STG og þeirra sem hann bar ábyrgð á í starfi sínu, sem yfirlæknir og ábyrgur sérfræðingur, var ábótavant og ekki í samræmi við ákvæði laga um sjúkraskrár.“ Tvær læknar og hjúkrunarfræðingur kærð til lögreglu Fjölskylda Dönu hefur lagt fram kæru á hendur þremur starfsmönnum stofnunarinnar, Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, sem bar ábyrgð á meðferðinni og tveimur öðrum starfsmönnum, lækni og hjúkrunarfræðingi, sem sökuð eru um að hafa brugðist starfsskyldum sínu,. Sex fjölskyldur í heildina hafa fengið réttargæslumenn vegna sams konar mála. Embætti landlæknis hugðist gera úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sértöku tilliti til lífslokameðferða. Stofnunin fór hins vegar fram á að úttektinni yrði frestað og í skriflegu svari upplýsingafulltrúa til fréttastofu segir að í sumar hafi lykilstarfsfólk af sjúkradeild HSS farið í sumarleyfi, auk þess sem sjúkradeildin hafi tekið að sér níu sjúklinga frá Landspítala, sem sé fjörutíu prósenta fjölgun á deildinni. „Í því ljósi þess annríkis, bað HSS um, og fékk, tímabundinn frest, en við búumst við að úttektin haldi áfram með haustinu, eða þegar embættið kallar okkur til,“ segir í svarinu. Þá var beiðni fréttastofu um viðtal hafnað. Skúli Tómas hefur sömuleiðis neitað að tjá sig og kveðst bundinn þagnareið.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Lögreglumál Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30 Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26. febrúar 2021 18:30 Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28 Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37 Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. 18. ágúst 2021 19:30
Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. 26. febrúar 2021 18:30
Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28
Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37
Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49
Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31
Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51