Á leið til Ítalíu en með NBA klásúlu í samningnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 10:31 Jón Axel í leik með Phoenix Suns í sumardeild NBA körfuboltans. Phoenix Suns Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Furtitudo Bologna í efstu deild á Ítalíu í vetur. Hann er þó með NBA klásúlu í samningi sínum við félagið ef lið Vestanhafs skyldu hafa samband. Jón Axel var í viðtali á Karfan.is þar sem hann fór yfir veru sína í sumardeild NBA körfuboltans og komandi tímabil. Eftir gott tímabil með Fraport Skyliners í efstu deild Þýskalands var Grindvíkingurinn í leikmannahóp Phoenix Suns í sumardeild NBA körfuboltans. Þó ekki sé um leiki í NBA-deildinni sjálfri að ræða fann Jón Axel mikinn mun á leikjunum í Las Vegas – þar sem sumardeildin fór fram – og í Evrópu. Hann fann sérstaklega fyrir því hvað dómarar leyfa mikla snertingu þegar leikmenn fara upp í sniðskot og fráköst. „Svo er þriggja stiga línan náttúrulega töluvert lengri en í Evrópu,“ sagði hann einnig. Jón Axel í baráttunni gegn Cleveland Cavaliers.Phoenix Suns „Ég held það hafi hjálpað mér gríðarlega sem leikmanni að sjá hvað ég þarf að vinna í til þess að komast á þetta getustig. Einnig að sjá bara hversu mikið það þarf að leggja í þetta. Í sumardeildinni vorum við upp í íþróttahúsi í sex til átta klukkutíma á dag að æfa, lyfta og jafna okkur,“ sagði Grindvíkingurinn um veru sína í Las Vegas. Gæti opnað stærri dyr í framtíðinni „Þetta opnaði klárlega miklu stærri dyr fyrir mig. Ég spilaði fyrir framan öll 30 liðin sem eru í NBA-deildinni í Vegas og æfði með Phoenix Suns í níu daga ásamt því að spila fimm leiki með þig svo þeir sáu mest af mér en ef þú stendur þig þarna þá heillar það hin liðin líka.“ LOOK OUT BELOW! pic.twitter.com/2wBWxsL9mY— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Jón Axel segist vera í viðræðum við nokkur lið í NBA-deildinni í dag en hvort það komi eitthvað út úr því er annað mál. Hann segir að það mikilvægasta núna sé að spila vel í vetur og þá gæti það opnað enn stærri dyr þegar fram líða stundir. Þó hann hafi ekki skoraði mikið í sumardeildinni þá telur hann það ekki hafa skemmt fyrir möguleikum sínum að spila í NBA-deildinni einn daginn. „Það er enginn að fara skora 20-30 stig að meðaltali nema hann sé fyrsti valréttur í nýliðavalinu. Maður þarf að sýna að maður geti lært, gert litlu hlutina rétt. Sspila vörn er aðalmálið og svo hreyfa boltann frekar en að vera einspila eða hanga of lengi á honum.“ RISE UP! pic.twitter.com/6RSCAuDbGV— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Með klásúlu í samningnum á Ítalíu „Ef eitthvað skyldi gerast í vetur þá er allavega með möguleika á því að fylgja því eftir. Þannig það eru bara bjartir og spennandi tímar framundan hjá mér.“ Þá kvaðst Jón Axel vera spenntur fyrir því að vinna undir þjálfara Bologna en sá þjálfaði Jón Arnór Stefánsson - „geitina sjálfa“ eins og Jón Axel orðaði það - í Róm á sínum tíma. „Jón Arnór hafði aðeins góða hluti að segja um hann þannig ég er spenntur að læra eins mikið frá honum og ég get,“ sagði Jón Axel Guðmundsson að endingu í viðtali við Karfan.is. Körfubolti NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Jón Axel var í viðtali á Karfan.is þar sem hann fór yfir veru sína í sumardeild NBA körfuboltans og komandi tímabil. Eftir gott tímabil með Fraport Skyliners í efstu deild Þýskalands var Grindvíkingurinn í leikmannahóp Phoenix Suns í sumardeild NBA körfuboltans. Þó ekki sé um leiki í NBA-deildinni sjálfri að ræða fann Jón Axel mikinn mun á leikjunum í Las Vegas – þar sem sumardeildin fór fram – og í Evrópu. Hann fann sérstaklega fyrir því hvað dómarar leyfa mikla snertingu þegar leikmenn fara upp í sniðskot og fráköst. „Svo er þriggja stiga línan náttúrulega töluvert lengri en í Evrópu,“ sagði hann einnig. Jón Axel í baráttunni gegn Cleveland Cavaliers.Phoenix Suns „Ég held það hafi hjálpað mér gríðarlega sem leikmanni að sjá hvað ég þarf að vinna í til þess að komast á þetta getustig. Einnig að sjá bara hversu mikið það þarf að leggja í þetta. Í sumardeildinni vorum við upp í íþróttahúsi í sex til átta klukkutíma á dag að æfa, lyfta og jafna okkur,“ sagði Grindvíkingurinn um veru sína í Las Vegas. Gæti opnað stærri dyr í framtíðinni „Þetta opnaði klárlega miklu stærri dyr fyrir mig. Ég spilaði fyrir framan öll 30 liðin sem eru í NBA-deildinni í Vegas og æfði með Phoenix Suns í níu daga ásamt því að spila fimm leiki með þig svo þeir sáu mest af mér en ef þú stendur þig þarna þá heillar það hin liðin líka.“ LOOK OUT BELOW! pic.twitter.com/2wBWxsL9mY— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Jón Axel segist vera í viðræðum við nokkur lið í NBA-deildinni í dag en hvort það komi eitthvað út úr því er annað mál. Hann segir að það mikilvægasta núna sé að spila vel í vetur og þá gæti það opnað enn stærri dyr þegar fram líða stundir. Þó hann hafi ekki skoraði mikið í sumardeildinni þá telur hann það ekki hafa skemmt fyrir möguleikum sínum að spila í NBA-deildinni einn daginn. „Það er enginn að fara skora 20-30 stig að meðaltali nema hann sé fyrsti valréttur í nýliðavalinu. Maður þarf að sýna að maður geti lært, gert litlu hlutina rétt. Sspila vörn er aðalmálið og svo hreyfa boltann frekar en að vera einspila eða hanga of lengi á honum.“ RISE UP! pic.twitter.com/6RSCAuDbGV— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Með klásúlu í samningnum á Ítalíu „Ef eitthvað skyldi gerast í vetur þá er allavega með möguleika á því að fylgja því eftir. Þannig það eru bara bjartir og spennandi tímar framundan hjá mér.“ Þá kvaðst Jón Axel vera spenntur fyrir því að vinna undir þjálfara Bologna en sá þjálfaði Jón Arnór Stefánsson - „geitina sjálfa“ eins og Jón Axel orðaði það - í Róm á sínum tíma. „Jón Arnór hafði aðeins góða hluti að segja um hann þannig ég er spenntur að læra eins mikið frá honum og ég get,“ sagði Jón Axel Guðmundsson að endingu í viðtali við Karfan.is.
Körfubolti NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira