Það dreymir enga um að búa á stofnun Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2021 10:30 Á föstudaginn var haldið Heilbrigðisþing. Þingið í ár fjallaði um framtíðarsýn í þjónustu við eldra fólk. Á þinginu kynnti Halldór S. Guðmundsson skýrslu sína „Virðing og reisn - Samþætt heilbrigðis- og félagsþjónusta fyrir eldra fólk“. Skýrslan hefur legið frammi í drögum á samráðsgátt stjórnvalda síðan í júní síðastliðnum. Skýrslan er vel unnin og stórgóð og full ástæða til að hvetja fólk til að lesa hana. Þingið vakti töluverða athygli og er það vel. Þeim sem ná háum aldri fjölgar, hópurinn verður fjölbreyttari og væntingar hans til þjónustu breytast. „Áhyggjulaust ævikvöld“ og „setjast í helgan stein“ verða ekkert endilega aðalmarkmiðin, heldur þátttaka í samfélaginu á eigin forsendum og eftir atvikum stuðningur samfélagsins við það. Of stofnanamiðuð Á Íslandi höfum við alltof lengi verið stofnanamiðuð þegar kemur að þjónustu við eldra fólk. Sennilega liggur hluti vandans í því að við höfum tilhneigingu til að byggja úrræði framtíðarinnar á væntingum fortíðar. Í stað þess að miða þjónustuna fram í tímann við það sem gætu verið þarfir barnabarnanna okkar höfum við horft meira til þess að halda áfram að byggja upp eins og foreldrar okkar hefðu viljað. Við höfum byggt upp hjúkrunarheimili sem aðallausnina, þrátt fyrir að allt bendi til þess að ef fólk hefði val myndi það velja aðra kosti. Halldór bendir á þetta í skýrslu sinni og hvernig við getum bætt þjónustu við eldra fólk með stóraukningu í heimaþjónustu. Einkum í sveigjanlegri dagdvöl og dagþjálfun, en einnig í aukinni þjónustu heim eins og heilbrigðisþjónustu og stuðningi við daglegt líf á forsendum notandans. Hann bendir á að hin Norðurlöndin hafa þegar farið þessa leið í mismiklum mæli. Ef við setjum okkur svipuð viðmið gætum við gert enn fleirum kleift að njóta þjónustu heima. Með aukinni heimaþjónustu minnkar þrýstingur á úrræði eins og hjúkrunarheimili, og þannig mun svigrúm til að bæta þjónustu þeirra aukast þar sem fjármagnið fer ekki að stærstum hluta í dýrustu úrræðin, heldur í þá þjónustu sem fólk vill. Það dreymir nefnilega enga um að flytja á stofnun, langflest viljum við búa heima hjá okkur á okkar forsendum. Höfundur er öldrunarlæknir, þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Á föstudaginn var haldið Heilbrigðisþing. Þingið í ár fjallaði um framtíðarsýn í þjónustu við eldra fólk. Á þinginu kynnti Halldór S. Guðmundsson skýrslu sína „Virðing og reisn - Samþætt heilbrigðis- og félagsþjónusta fyrir eldra fólk“. Skýrslan hefur legið frammi í drögum á samráðsgátt stjórnvalda síðan í júní síðastliðnum. Skýrslan er vel unnin og stórgóð og full ástæða til að hvetja fólk til að lesa hana. Þingið vakti töluverða athygli og er það vel. Þeim sem ná háum aldri fjölgar, hópurinn verður fjölbreyttari og væntingar hans til þjónustu breytast. „Áhyggjulaust ævikvöld“ og „setjast í helgan stein“ verða ekkert endilega aðalmarkmiðin, heldur þátttaka í samfélaginu á eigin forsendum og eftir atvikum stuðningur samfélagsins við það. Of stofnanamiðuð Á Íslandi höfum við alltof lengi verið stofnanamiðuð þegar kemur að þjónustu við eldra fólk. Sennilega liggur hluti vandans í því að við höfum tilhneigingu til að byggja úrræði framtíðarinnar á væntingum fortíðar. Í stað þess að miða þjónustuna fram í tímann við það sem gætu verið þarfir barnabarnanna okkar höfum við horft meira til þess að halda áfram að byggja upp eins og foreldrar okkar hefðu viljað. Við höfum byggt upp hjúkrunarheimili sem aðallausnina, þrátt fyrir að allt bendi til þess að ef fólk hefði val myndi það velja aðra kosti. Halldór bendir á þetta í skýrslu sinni og hvernig við getum bætt þjónustu við eldra fólk með stóraukningu í heimaþjónustu. Einkum í sveigjanlegri dagdvöl og dagþjálfun, en einnig í aukinni þjónustu heim eins og heilbrigðisþjónustu og stuðningi við daglegt líf á forsendum notandans. Hann bendir á að hin Norðurlöndin hafa þegar farið þessa leið í mismiklum mæli. Ef við setjum okkur svipuð viðmið gætum við gert enn fleirum kleift að njóta þjónustu heima. Með aukinni heimaþjónustu minnkar þrýstingur á úrræði eins og hjúkrunarheimili, og þannig mun svigrúm til að bæta þjónustu þeirra aukast þar sem fjármagnið fer ekki að stærstum hluta í dýrustu úrræðin, heldur í þá þjónustu sem fólk vill. Það dreymir nefnilega enga um að flytja á stofnun, langflest viljum við búa heima hjá okkur á okkar forsendum. Höfundur er öldrunarlæknir, þingmaður og skipar þriðja sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar