Draumaferill Atla Freys hjá Hugo Boss, Prada og Hermès Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Frosti Logason skrifa 24. ágúst 2021 13:48 Atli Freyr Sævarsson hefur starfað í þrjátíu ár í tískubransanum og þar af sem stjórnandi hjá nokkrum af stærstu tískuhúsum heims. Ísland í dag „Þetta hafa ekki eingöngu verið kampavínsboð og tískusýningar,“ segir Atli Freyr Sævarsson um feril sinn innan tískubransans. Atli Freyr Sævarsson hefur verið búsettur erlendis stærsta hluta ævi sinnar vegna vinnu. Hann ólst upp í Reykjavík og eftir að hafa starfað í tískuvöruverslun foreldra sinna, hjá Sævari Karli í Bankastræti í nokkur ár bauðst honum staða hjá alþjóðlega stórfyrirtækinu Hugo Boss í Hamburg í Þýskalandi. „Ég unni mér vel strax en var alltaf áfram í mjög góðu sambandi við Ísland. Ég bara ílengdist í raun og veru.“ Atli Freyr fluttist út tvítugur að aldri og ætlaði fyrst bara að vera í sex mánuði en hlutirnir æxluðust þannig að hann hefur síðastliðinn þrjátíu ár búið og starfað í Evrópu þar sem hann hefur unnið hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum heims á sviði alþjóðlegrar tísku. Frosti Logason hitti Atla Frey þegar hann var í heimsókn á Íslandi um daginn og fengum hann til að segja okkur frá ferli sínum og hvernig það var að fara í raun beint frá Verslunarskólanum í að starfa fyrir flottu stórfyrirtæki eins og Hugo Boss. „Það voru bara tækifæri sem birtust og ég elti það, það voru mjög spennandi verkefni sem ég komst í.“ Snýst um að finna það rétta Hann hefur í gegnum tíðina verið í mörgum áhugaverðum verkefnum og það má segja að hann hafi strax í upphafi kastað sér beint í djúpu laugina þegar hann tók þátt í að koma á fót einni alvinsælustu fatalínu Hugo Boss í seinni tíð. Auk þess að starfa til langs tíma hjá Hugo Boss, Prada og Hermès tók Atli sig líka til og menntaði sig í heimspeki í Þýskalandi. Hann lauk þar meistaragráðu frá Háskólanum í Dusseldorf en þegar verkefnin urðu stærri og Atli var farinn að gegna áhrifameiri stjórnunarstöðum innan tískubransans bætti hann líka við sig MBA gráðu frá Háskólanum í Mannheim. „Þetta er á margan hátt draumaferill. Ég hef alltaf unað mér vel og hef alltaf verið lengi á hverjum stað. Ég hef fundið stuðning og fundið möguleika til að nota mína kunnáttu og mennta mig meira.“ Við sem heima sitjum og horfum utanfrá tengjum tískubransann að miklu leiti við mikinn glamúr, tískusýningar og súpermódel. Líf hans hefur samt ekki verið ein stór veisla með öllu ríka og fræga fólkinu þó að hann þekki vel að sitja á fremsta bekk á tískuviðburðum, flakka um tískuvikur í stórborgum og mæta í kampavínsboð. „Þetta snýst um að finna það rétta fyrir kúnnana okkar og kaupa inn langt á undan sölutímanum. Hugurinn er þó oftast við reksturinn og næstu skref þó að það fylgi starfinu að hitta fólk og mæta á viðburði.“ Já fötin skapa manninn og allt það en hvað sem því líður hefur Atli á öllum þessum árum starfað náið með stjórnendum af mörgum stærstu tískumerkjum heims sem hann segir að séu eins og allar aðrar manneskjur, mismunandi í viðkynningu og umgengni. Atli starfaði fyrir franska lúxusvörurisann Hermès til margra ára og var þá sölustjóri fyrir merkið í allri Norður Evrópu. Þá var hann einnig stjórnandi hjá Dorothee Schumacher og leiddi markaðssetningu þess í nokkur ár, þannig að Atli hefur komið víða við. Hann segir tískuheiminn hafa þróast mikið og breyst á þeim þrjátíu árum síðan hann byrjaði að starfa í honum og segir hann að stærsta breytingin sé í rauninni sú hve bransinn sé orðinn miklu meira fjármálavæddari en hann var áður. Atli hefur á undanförnum árum breytt örlítið um kúrs á sínum ferli og er nú farinn að sinna meiri kennslu og þjálfun annarra stjórnanda. Hann lærði markþjálfun og stofnaði sitt eigið fyrirtæki á því sviði auk þess sem hann hóf nýverið störf við hina mjög svo virtu AMD stofnun í Dusseldorf. AMD stendur fyrir Akademíu tísku og hönnunar en þar kennir hann námskeið á meistarastigi í stjórnun smásölu innan tískubransans. Tíska og hönnun Ísland í dag Tengdar fréttir Flugferð með RAX: Upplifði algjört skilningsleysi þegar eldgosið hófst „Maður veit aldrei hvaða ljósmynd lifir, en það eru nokkrar sem lifa og eignast sjálfstætt líf,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem hefur flogið af stað í öllum veðrum og vindum að mynda helstu viðburði Íslandssögunnar síðastliðin fjörutíu ár. 23. ágúst 2021 15:30 Útieldhús, bar og draumagarður í Hafnarfirði Útieldhús hafa þvílíkt verið að slá í gegn að undanförnu. Í ævintýralegum garði í Hafnarfirði hefur garðhönnuðurinn Eva Ósk Guðmundsdóttir, hannað og smíðað bæði bar og eldhús sem er eins og eyja og algjört augnakonfekt. 20. ágúst 2021 10:31 Eins og að vera nöguð að innan: „Ég hélt að mér yrði alltaf illt í maganum“ Veronika Kristín Jónasdóttir byrjaði að finna fyrir magaverkjum árið 2006, hún lýsir verkjunum þannig að það hafi verið eins og einhver væri að naga hana að innan. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Atli Freyr Sævarsson hefur verið búsettur erlendis stærsta hluta ævi sinnar vegna vinnu. Hann ólst upp í Reykjavík og eftir að hafa starfað í tískuvöruverslun foreldra sinna, hjá Sævari Karli í Bankastræti í nokkur ár bauðst honum staða hjá alþjóðlega stórfyrirtækinu Hugo Boss í Hamburg í Þýskalandi. „Ég unni mér vel strax en var alltaf áfram í mjög góðu sambandi við Ísland. Ég bara ílengdist í raun og veru.“ Atli Freyr fluttist út tvítugur að aldri og ætlaði fyrst bara að vera í sex mánuði en hlutirnir æxluðust þannig að hann hefur síðastliðinn þrjátíu ár búið og starfað í Evrópu þar sem hann hefur unnið hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum heims á sviði alþjóðlegrar tísku. Frosti Logason hitti Atla Frey þegar hann var í heimsókn á Íslandi um daginn og fengum hann til að segja okkur frá ferli sínum og hvernig það var að fara í raun beint frá Verslunarskólanum í að starfa fyrir flottu stórfyrirtæki eins og Hugo Boss. „Það voru bara tækifæri sem birtust og ég elti það, það voru mjög spennandi verkefni sem ég komst í.“ Snýst um að finna það rétta Hann hefur í gegnum tíðina verið í mörgum áhugaverðum verkefnum og það má segja að hann hafi strax í upphafi kastað sér beint í djúpu laugina þegar hann tók þátt í að koma á fót einni alvinsælustu fatalínu Hugo Boss í seinni tíð. Auk þess að starfa til langs tíma hjá Hugo Boss, Prada og Hermès tók Atli sig líka til og menntaði sig í heimspeki í Þýskalandi. Hann lauk þar meistaragráðu frá Háskólanum í Dusseldorf en þegar verkefnin urðu stærri og Atli var farinn að gegna áhrifameiri stjórnunarstöðum innan tískubransans bætti hann líka við sig MBA gráðu frá Háskólanum í Mannheim. „Þetta er á margan hátt draumaferill. Ég hef alltaf unað mér vel og hef alltaf verið lengi á hverjum stað. Ég hef fundið stuðning og fundið möguleika til að nota mína kunnáttu og mennta mig meira.“ Við sem heima sitjum og horfum utanfrá tengjum tískubransann að miklu leiti við mikinn glamúr, tískusýningar og súpermódel. Líf hans hefur samt ekki verið ein stór veisla með öllu ríka og fræga fólkinu þó að hann þekki vel að sitja á fremsta bekk á tískuviðburðum, flakka um tískuvikur í stórborgum og mæta í kampavínsboð. „Þetta snýst um að finna það rétta fyrir kúnnana okkar og kaupa inn langt á undan sölutímanum. Hugurinn er þó oftast við reksturinn og næstu skref þó að það fylgi starfinu að hitta fólk og mæta á viðburði.“ Já fötin skapa manninn og allt það en hvað sem því líður hefur Atli á öllum þessum árum starfað náið með stjórnendum af mörgum stærstu tískumerkjum heims sem hann segir að séu eins og allar aðrar manneskjur, mismunandi í viðkynningu og umgengni. Atli starfaði fyrir franska lúxusvörurisann Hermès til margra ára og var þá sölustjóri fyrir merkið í allri Norður Evrópu. Þá var hann einnig stjórnandi hjá Dorothee Schumacher og leiddi markaðssetningu þess í nokkur ár, þannig að Atli hefur komið víða við. Hann segir tískuheiminn hafa þróast mikið og breyst á þeim þrjátíu árum síðan hann byrjaði að starfa í honum og segir hann að stærsta breytingin sé í rauninni sú hve bransinn sé orðinn miklu meira fjármálavæddari en hann var áður. Atli hefur á undanförnum árum breytt örlítið um kúrs á sínum ferli og er nú farinn að sinna meiri kennslu og þjálfun annarra stjórnanda. Hann lærði markþjálfun og stofnaði sitt eigið fyrirtæki á því sviði auk þess sem hann hóf nýverið störf við hina mjög svo virtu AMD stofnun í Dusseldorf. AMD stendur fyrir Akademíu tísku og hönnunar en þar kennir hann námskeið á meistarastigi í stjórnun smásölu innan tískubransans.
Tíska og hönnun Ísland í dag Tengdar fréttir Flugferð með RAX: Upplifði algjört skilningsleysi þegar eldgosið hófst „Maður veit aldrei hvaða ljósmynd lifir, en það eru nokkrar sem lifa og eignast sjálfstætt líf,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem hefur flogið af stað í öllum veðrum og vindum að mynda helstu viðburði Íslandssögunnar síðastliðin fjörutíu ár. 23. ágúst 2021 15:30 Útieldhús, bar og draumagarður í Hafnarfirði Útieldhús hafa þvílíkt verið að slá í gegn að undanförnu. Í ævintýralegum garði í Hafnarfirði hefur garðhönnuðurinn Eva Ósk Guðmundsdóttir, hannað og smíðað bæði bar og eldhús sem er eins og eyja og algjört augnakonfekt. 20. ágúst 2021 10:31 Eins og að vera nöguð að innan: „Ég hélt að mér yrði alltaf illt í maganum“ Veronika Kristín Jónasdóttir byrjaði að finna fyrir magaverkjum árið 2006, hún lýsir verkjunum þannig að það hafi verið eins og einhver væri að naga hana að innan. 18. ágúst 2021 12:31 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Flugferð með RAX: Upplifði algjört skilningsleysi þegar eldgosið hófst „Maður veit aldrei hvaða ljósmynd lifir, en það eru nokkrar sem lifa og eignast sjálfstætt líf,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem hefur flogið af stað í öllum veðrum og vindum að mynda helstu viðburði Íslandssögunnar síðastliðin fjörutíu ár. 23. ágúst 2021 15:30
Útieldhús, bar og draumagarður í Hafnarfirði Útieldhús hafa þvílíkt verið að slá í gegn að undanförnu. Í ævintýralegum garði í Hafnarfirði hefur garðhönnuðurinn Eva Ósk Guðmundsdóttir, hannað og smíðað bæði bar og eldhús sem er eins og eyja og algjört augnakonfekt. 20. ágúst 2021 10:31
Eins og að vera nöguð að innan: „Ég hélt að mér yrði alltaf illt í maganum“ Veronika Kristín Jónasdóttir byrjaði að finna fyrir magaverkjum árið 2006, hún lýsir verkjunum þannig að það hafi verið eins og einhver væri að naga hana að innan. 18. ágúst 2021 12:31