Innlent

Ís­lensku fjöl­skyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afgan­istan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjölskyldurnar þrjár sem voru staddar í Afganistan eru nú allar komnar aftur heim til Íslands.
Fjölskyldurnar þrjár sem voru staddar í Afganistan eru nú allar komnar aftur heim til Íslands. EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen

Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Fyrsta fjölskyldan komst frá Afganistan um helgina með flugi ásamt nokkrum vandamönnum sem dönsk stjórnvöld skipulögðu frá Afganistan. Flogið var í gegnum Islamabad í Pakistan til Keflavíkur og lenti fjölskyldan loks á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt.

Hinar tvær fjölskyldurnar komu hingað til landsins núna síðdegis eftir að hafa komist með flugi frá Kabúl í Afganistan til Tbilisi í Georgíu og þaðan til Finnlands, með flugi sem finnsk stjórnvöld skipulögðu.

Allir meðlimir fjölskyldnanna þriggja eru ýmist með íslenskan ríkisborgararétt eða með dvalarleyfi hér á landi. Fólkið hefur nú gengist undir skimun vegna Covid-19 og fór svo í sóttkví við komuna til landsins.


Tengdar fréttir

Taka við allt að 120 flótta­mönnum frá Afgan­istan

Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×