Þetta tilkynnti forstjóri Airbnb á Twitter í dag og sagði hann þetta framlag fyrirtækisins til að bregðast við stærstu mannúðarkrísu okkar tíma.
„Ég vona að þetta verði öðrum leiðtogum fyrirtækja innblástur til að gera slíkt hið sama. Við höfum engan tíma að missa,“ skrifaði Brian Chesky, forstjóri Airbnb, í Twitter þræði.
I hope this inspires other business leaders to do the same. There s no time to waste.
— Brian Chesky (@bchesky) August 24, 2021
Boðið tekur þegar gildi og segir fyrirtækið að það sé nú í samstarfi við góðgerðarsamtök til að aðstoða þá sem mest þurfa.
Airbnb og Chesky greiða fyrir gistinguna en þá er jafnframt hægt að leggja verkefninu lið í gegn um Flóttamannasjóð Airbnb.