Viðskipti innlent

Bein út­sending: Peninga­stefnu­nefnd rök­styður hækkun stýri­vaxta

Eiður Þór Árnason skrifar
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og varaformaður.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og varaformaður. Vísir/Vilhelm

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%.

Klukkan 9:30 hefst vefútsending þar sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar og ágústhefti Peningamála sem kom út í morgun.

Í tilkynningu frá bankanum segir að efnahagshorfur hafi batnað frá fyrri spá bankans.

„Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í ágústhefti Peningamála eru horfur á 4% hagvexti í ár sem er 0,9 prósentum meiri vöxtur en spáð var í maí. Vegur þar þungt örari fjölgun ferðamanna í sumar en gert var ráð fyrir. Atvinnuleysi hefur hjaðnað meira en spáð var þótt það sé enn mikið og slakinn í þjóðarbúskapnum minnkað hraðar.

Verðbólga mældist 4,4% á öðrum fjórðungi ársins en var 4,3% í júlí. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var tekin 19. maí þegar stýrivextir bankans hækkuðu um 0,25 prósentur í 1 prósent. 


Tengdar fréttir

Seðlabankinn hækkar stýrivexti

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×