Komust ekki að niðurstöðu um uppruna veirunnar Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2021 10:41 TIlgátur eru um að kórónuveiran hafi sloppið af Veirufræðistofnuninni í Wuhan í slysi. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað að leyfa alþjóðlegum sérfræðingum að rannsaka málið nánar. Vísir/EPA Bandarísku leyniþjónustunni tókst ekki að komast til botns í því hvernig nýtt afbrigði kórónurveirunnar barst fyrst í menn. Í skýrslu sem hún skilaði Joe Biden Bandaríkjaforseta er engin afgerandi niðurstaða um hvort að veiran hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn eða hvort hún hafi sloppið af rannsóknastofu. Biden fól leyniþjónustustofnunum sínum að rannsaka uppruna kórónuveirunnar og gaf þeim níutíu daga til að skila sér skýrslu um niðurstöðurnar í maí. Sú ákvörðun kom í kjölfar mikilla vangaveltna og samsæriskenninga um allt frá því að veiran hefði fyrir mistök sloppið af rannsóknastofum Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan-héraði eða hún væri sýklavopn sem Kínastjórn hefði vísvitandi sigað á mannkynið. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar að leyniþjónustan hafi ekki komist að neinni endarlegri niðurstöðu um uppruna veirunnar þrátt fyrir að hún hafi farið yfir mikið magn gagna sem lá fyrir og leitað að nýjum vísbendingum. Sérfræðingar hafa talið líklegast að nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 hafi fyrst borist úr dýrum í menn í Wuhan í Kína síðla árs 2019. Þvergirðingsháttur og ógegnsæi kínverskra stjórnvalda kynti þó undir tilgátum um að uppruni veirunnar hefði verið annar. Donald Trump, forveri Biden í embætti, var einn þeirra sem hellti olíu á eldinn með því að fullyrða að veiran hefði borist af tilraunastofu og kenna Kínverjum um heimsfaraldurinn. Leynd ríkir enn yfir skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar en til stendur að birta hluta hennar opinberlega á næstunni. Dreifa samsæriskenningum um að veiran sé bandarísk að uppruna New York Times segir að vísindamenn hafi frá upphafi haft efasemdir um rannsókn leyniþjónustunnar. Það sé frekar á þeirra færi að greina nákvæman uppruna veirunnar en slík rannsókn gæti tekið fleiri ár, ekki þá þrjá mánuði sem Biden gaf leyniþjónustunni til að kanna málið. Kommúnistastjórnin í Peking, sem hefur neitað að leyfa alþjóðlegum rannsakendum að kafa dýpra í uppruna veirunnar, brást við rannsókn Biden með því að dreifa samsæriskenningum um að veiran hefði í raun og veru sloppið af tilraunastofu Bandaríkjahers í Maryland-ríki. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína vísaði ítrekað til þeirrar kenningar í opinberri ræðu í vikunni og málgagn Kommúnistaflokksins hóf undirskriftasöfnun á netinu til að krefjast þess að bandaríska tilraunastofan yrði rannsökuð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kína Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Biden fól leyniþjónustustofnunum sínum að rannsaka uppruna kórónuveirunnar og gaf þeim níutíu daga til að skila sér skýrslu um niðurstöðurnar í maí. Sú ákvörðun kom í kjölfar mikilla vangaveltna og samsæriskenninga um allt frá því að veiran hefði fyrir mistök sloppið af rannsóknastofum Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan-héraði eða hún væri sýklavopn sem Kínastjórn hefði vísvitandi sigað á mannkynið. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar að leyniþjónustan hafi ekki komist að neinni endarlegri niðurstöðu um uppruna veirunnar þrátt fyrir að hún hafi farið yfir mikið magn gagna sem lá fyrir og leitað að nýjum vísbendingum. Sérfræðingar hafa talið líklegast að nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 hafi fyrst borist úr dýrum í menn í Wuhan í Kína síðla árs 2019. Þvergirðingsháttur og ógegnsæi kínverskra stjórnvalda kynti þó undir tilgátum um að uppruni veirunnar hefði verið annar. Donald Trump, forveri Biden í embætti, var einn þeirra sem hellti olíu á eldinn með því að fullyrða að veiran hefði borist af tilraunastofu og kenna Kínverjum um heimsfaraldurinn. Leynd ríkir enn yfir skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar en til stendur að birta hluta hennar opinberlega á næstunni. Dreifa samsæriskenningum um að veiran sé bandarísk að uppruna New York Times segir að vísindamenn hafi frá upphafi haft efasemdir um rannsókn leyniþjónustunnar. Það sé frekar á þeirra færi að greina nákvæman uppruna veirunnar en slík rannsókn gæti tekið fleiri ár, ekki þá þrjá mánuði sem Biden gaf leyniþjónustunni til að kanna málið. Kommúnistastjórnin í Peking, sem hefur neitað að leyfa alþjóðlegum rannsakendum að kafa dýpra í uppruna veirunnar, brást við rannsókn Biden með því að dreifa samsæriskenningum um að veiran hefði í raun og veru sloppið af tilraunastofu Bandaríkjahers í Maryland-ríki. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína vísaði ítrekað til þeirrar kenningar í opinberri ræðu í vikunni og málgagn Kommúnistaflokksins hóf undirskriftasöfnun á netinu til að krefjast þess að bandaríska tilraunastofan yrði rannsökuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kína Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira