Beygja, brekka, blindhæð, brú... Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 25. ágúst 2021 13:00 Á hverju hausti þegar skólarnir hefjast klóra ýmsir sér í kollinum yfir því hvaðan allt þetta fólk komi sem skyndilega virðist fylla götur bæjanna. Umferðin þyngist en innan fárra vikna finnur hún sér farveg og ökumenn breyta ferðaháttum sínum til að reyna að sneiða hjá mestu teppunum. Spá um íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu sýnir að næstu áratugi á fólki eftir að fjölga mjög með tilheyrandi álagi á gatnakerfið. Umferðin tekur þó breytingum ár frá ári. Hjól, jafnt rafknúin sem fótstigin, verða sífellt algengari allan ársins hring og rafmagnshlaupahjól eru nú við hvert fótmál. Þetta eru jákvæðar breytingar á samgöngumenningu okkar, fyrir lýðheilsu, loftslag og umhverfi, auk þess sem þeim fylgir mikill þjóðhagslegur sparnaður. Upp eru að vaxa nýjar kynslóðir sem líta ekki á bifreið sem jafn sjálfsagðan hlut sinnar daglegu tilveru og okkur er tamt sem eldri erum. Íslenska leiðin var sú að taka bílpróf sem allra næst sautján ára afmælisdeginum og þótti hálfskringilegt ef fullorðið fólk sinnti ekki um að næla sér í ökuréttindi. Þeir tímar eru óðum að breytast. Borgarlína, sem Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur lengi lagt áherslu á, jafnt í landsmálum sem á sveitarstjórnarstigi, mun með þéttu og öflugu leiðakerfi á höfuðborgarsvæðinu ýta enn frekar undir og styðja við breytta umferðarmenningu. Þessi ánægjulega þróun felur þó í sér nýjar og mögulega óvæntar áskoranir. Umferðarmenningin er orðin flóknari en svo að nauðsynleg kunnátta snúist um að kunna að fara um gangandi eða keyrandi. Öllum sem ferðast um í samfélaginu er mikilvægt að kunna góð skil á umferðarreglum og lögum. Samfélagið hefur til þessa treyst því að flest ungmenni læri í gegnum ökunám sitt að fara um á farartæki. Breytt samgöngumenning og nýtt gildismat unga fólksins kallar líklega á að við hugsum það upp á nýtt. Ein leið væri að færa hluta umferðarkennslunnar inn í skólakerfið í enn meiri mæli en nú þegar er gert. Slík fræðsla yrði jafnframt að vera á forsendum fleiri samgöngutækja en einkabílsins til að laga okkur að breyttum veruleika. Tökum fjölbreyttum ferðamátum fagnandi en styðjum um leið við fræðslu og þekkingu fólks til að ferðast öruggt. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Umferðaröryggi Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Á hverju hausti þegar skólarnir hefjast klóra ýmsir sér í kollinum yfir því hvaðan allt þetta fólk komi sem skyndilega virðist fylla götur bæjanna. Umferðin þyngist en innan fárra vikna finnur hún sér farveg og ökumenn breyta ferðaháttum sínum til að reyna að sneiða hjá mestu teppunum. Spá um íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu sýnir að næstu áratugi á fólki eftir að fjölga mjög með tilheyrandi álagi á gatnakerfið. Umferðin tekur þó breytingum ár frá ári. Hjól, jafnt rafknúin sem fótstigin, verða sífellt algengari allan ársins hring og rafmagnshlaupahjól eru nú við hvert fótmál. Þetta eru jákvæðar breytingar á samgöngumenningu okkar, fyrir lýðheilsu, loftslag og umhverfi, auk þess sem þeim fylgir mikill þjóðhagslegur sparnaður. Upp eru að vaxa nýjar kynslóðir sem líta ekki á bifreið sem jafn sjálfsagðan hlut sinnar daglegu tilveru og okkur er tamt sem eldri erum. Íslenska leiðin var sú að taka bílpróf sem allra næst sautján ára afmælisdeginum og þótti hálfskringilegt ef fullorðið fólk sinnti ekki um að næla sér í ökuréttindi. Þeir tímar eru óðum að breytast. Borgarlína, sem Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur lengi lagt áherslu á, jafnt í landsmálum sem á sveitarstjórnarstigi, mun með þéttu og öflugu leiðakerfi á höfuðborgarsvæðinu ýta enn frekar undir og styðja við breytta umferðarmenningu. Þessi ánægjulega þróun felur þó í sér nýjar og mögulega óvæntar áskoranir. Umferðarmenningin er orðin flóknari en svo að nauðsynleg kunnátta snúist um að kunna að fara um gangandi eða keyrandi. Öllum sem ferðast um í samfélaginu er mikilvægt að kunna góð skil á umferðarreglum og lögum. Samfélagið hefur til þessa treyst því að flest ungmenni læri í gegnum ökunám sitt að fara um á farartæki. Breytt samgöngumenning og nýtt gildismat unga fólksins kallar líklega á að við hugsum það upp á nýtt. Ein leið væri að færa hluta umferðarkennslunnar inn í skólakerfið í enn meiri mæli en nú þegar er gert. Slík fræðsla yrði jafnframt að vera á forsendum fleiri samgöngutækja en einkabílsins til að laga okkur að breyttum veruleika. Tökum fjölbreyttum ferðamátum fagnandi en styðjum um leið við fræðslu og þekkingu fólks til að ferðast öruggt. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar