Selja hundrað hús í nágrenni Rómaborgar á 150 krónur Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2021 14:16 Maenza að næturlagi. Comune di Maenza Bæjarfélög á Ítalíu reyna nú í auknum mæli að selja yfirgefin hús á eina evru til að draga að framtakssama kaupendur. Fram að þessu hefur rýmingarsalan einna helst einskorðast við einangruð þorp fjarri höfuðborginni en breyting var á því þegar bæjaryfirvöld í Maenza tilkynntu að þau ætluðu að feta sömu leið. Maenza er fyrsti bærinn í héraðinu Latíum á Mið-Ítalíu til að bjóða vanrækt steinhús til sölu á það sem samsvarar um 150 íslenskum krónum. Um þrjú þúsund manns búa í sveitarfélaginu sem er staðsett í Monti Lepini-fjallgarðinum, um 90 mínútna bílferð frá Róm. Vill lífga upp á bæinn Claudio Sperduti, bæjarstjóri Maenza, segir að verkefnið sé liður í endurfæðingu heimabæjar síns. Markmiðið sé að blása nýju lífi í þögul öngstræti í samstarfi við núverandi eigendur húsanna. „Við erum að taka eitt skref í einu. Þegar fjölskyldur setja sig í samband við okkur og afhenda okkur gömlu húsin þá auglýsum við þau á vefsíðunni okkar,“ segir Sperduti í samtali við CNN. Þá geta bæjarstarfsmenn einnig reynt að finna aðrar eignir sem passa við lýsingu áhugasamra. Bærinn vonast til að um hundrað vanræktar fasteignir muni með þessu ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Sumar þeirra eru í það mikilli niðurníðslu að talið er að nálægum vegfarendum stafi hætta af þeim. Fyrstu húsin í Maenza eru komin í sölu og getur fólk lýst yfir áhuga á þeim fram til 28. ágúst. Til stendur að bæta við fleiri eignum á skrá eftir að viðræðum lýkur við fleiri eigendur. Þurfa að klára endurbætur á þremur árum Þeir einstaklingar sem festa kaup á eign fyrir eina evru skuldbinda sig til að klára að gera hana upp á næstu þremur árum. Þá þurfa nýir eigendur að leggja fram 5.000 evra innborgun, eða um 745 þúsund krónur, sem þeir fá endurgreidda að loknum endurbótum. Áhugasömum er gert að afhenda bæjaryfirvöldum ítarlega verkáætlun þar sem fram kemur hvort til standi að innrétta húsið sem heimili, gistiheimili, verslun eða veitingastað. Þess er ekki krafist að nýir eigendur setjist að í bænum en ef margir hafa áhuga á tiltekinni eign njóta tilvonandi íbúar forgangs. Einnig er horft til þess hvenær kaupendur hyggjast ljúka endurbótum. Sperduti bæjarstjóri segir að ólíkt mörgum öðrum ítölskum bæjum og þorpum sé salan í Maenza ekki tilraun til að stöðva fólksfækkun. Þess í stað sé meginmarkmiðið að koma í veg fyrir að fasteignasalar og braskarar kaupi gömlu húsin í gróðaskyni. „Þetta er ekki deyjandi borg, fólk býr enn í gamla hverfinu en það þarfnast endurbóta og þarf nýtt súrefni.“ Ítalía Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Maenza er fyrsti bærinn í héraðinu Latíum á Mið-Ítalíu til að bjóða vanrækt steinhús til sölu á það sem samsvarar um 150 íslenskum krónum. Um þrjú þúsund manns búa í sveitarfélaginu sem er staðsett í Monti Lepini-fjallgarðinum, um 90 mínútna bílferð frá Róm. Vill lífga upp á bæinn Claudio Sperduti, bæjarstjóri Maenza, segir að verkefnið sé liður í endurfæðingu heimabæjar síns. Markmiðið sé að blása nýju lífi í þögul öngstræti í samstarfi við núverandi eigendur húsanna. „Við erum að taka eitt skref í einu. Þegar fjölskyldur setja sig í samband við okkur og afhenda okkur gömlu húsin þá auglýsum við þau á vefsíðunni okkar,“ segir Sperduti í samtali við CNN. Þá geta bæjarstarfsmenn einnig reynt að finna aðrar eignir sem passa við lýsingu áhugasamra. Bærinn vonast til að um hundrað vanræktar fasteignir muni með þessu ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Sumar þeirra eru í það mikilli niðurníðslu að talið er að nálægum vegfarendum stafi hætta af þeim. Fyrstu húsin í Maenza eru komin í sölu og getur fólk lýst yfir áhuga á þeim fram til 28. ágúst. Til stendur að bæta við fleiri eignum á skrá eftir að viðræðum lýkur við fleiri eigendur. Þurfa að klára endurbætur á þremur árum Þeir einstaklingar sem festa kaup á eign fyrir eina evru skuldbinda sig til að klára að gera hana upp á næstu þremur árum. Þá þurfa nýir eigendur að leggja fram 5.000 evra innborgun, eða um 745 þúsund krónur, sem þeir fá endurgreidda að loknum endurbótum. Áhugasömum er gert að afhenda bæjaryfirvöldum ítarlega verkáætlun þar sem fram kemur hvort til standi að innrétta húsið sem heimili, gistiheimili, verslun eða veitingastað. Þess er ekki krafist að nýir eigendur setjist að í bænum en ef margir hafa áhuga á tiltekinni eign njóta tilvonandi íbúar forgangs. Einnig er horft til þess hvenær kaupendur hyggjast ljúka endurbótum. Sperduti bæjarstjóri segir að ólíkt mörgum öðrum ítölskum bæjum og þorpum sé salan í Maenza ekki tilraun til að stöðva fólksfækkun. Þess í stað sé meginmarkmiðið að koma í veg fyrir að fasteignasalar og braskarar kaupi gömlu húsin í gróðaskyni. „Þetta er ekki deyjandi borg, fólk býr enn í gamla hverfinu en það þarfnast endurbóta og þarf nýtt súrefni.“
Ítalía Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira