Þórsarar tóku illa í beiðni stuðningssveitar Blika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 15:01 Stuðningsmannasveit Breiðabliks gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu nýverið. Vísir/Hafliði Breiðfjörð Stuðningsfólk Þórs Akureyrar hefur lítinn áhuga á að styðja lið Breiðabliks í leiknum gegn KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Svo virðist sem bæjarstoltið toppi ríginn sem ríkir á milli félaganna. Í morgun greindi Vísir frá því að Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, hefði óskað eftir aðstoð við að „tralla“ á Fésbókarsíðunni „Ég er Þórsari.“ Um er að ræða lokaða síðu þar sem stuðningsfólk Þórs ræðir málefni félagsins, svona öllu jafna. Ef til vill reiknuðu meðlimir Kópacabana að erkióvinir KA væru til í að rétta þeim hjálparhönd í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en svo er aldeilis ekki. Á samfélagsmiðlinum Twitter má sjá skjáskot af hinum ýmsum svörum sem bárust eftir að beiðnin var lögð fram. Það er nokkuð ljóst að Þórsarar hafa lítinn áhuga á að gerast grænir þó ekki sé nema eina kvöldstund. „Þetta mun ég aldrei gera þó svo að ég sé Þórsari. Ég vona að KA vinni þennan leik og komist nær Evrópusæti,“ segir einn. „Allir á völlinn og styðja KA. Tek það fram að ég er Þórsari,“ segir annar. „Þetta finnst mér skammarleg bón,“ segir sá þriðji. „Þótt við séum Þórsarar og erum sífellt að keppa við þá um að vera besta lið bæjarins þá erum við ekki slíkir skíthælar að við mætum á þeirra völl til að styðja utan bæjarlið. Það er öllum Akureyringum til góðs að íþróttafélögunum á Akureyri gangi vel, hvort sem það er KA, Þór eða Skautafélagið. Gangi ykkur allt í haginn Breiðabliksmenn. Þið eruð með frábært lið og þurfið ekki að leita liðsinnis Þórsara,“ sagði sá fjórði og uppskar átta „Like.“ Follow up. Óhætt að segja að tilboðið glæsta er ekki að skora. Þakka góðum vini sem sendi mér. pic.twitter.com/OJXAtIlEZq— Gunni Nella (@gunni_nella) August 24, 2021 Stórleikur KA og Breiðabliks er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17.50 og leikurinn tíu mínútum síðar, klukkan 18.00. Hann verður svo gerður upp með öðrum leikjum kvöldsins í Pepsi Max Stúkunni sem hefst klukkan 20.00. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik KA Þór Akureyri Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Í morgun greindi Vísir frá því að Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, hefði óskað eftir aðstoð við að „tralla“ á Fésbókarsíðunni „Ég er Þórsari.“ Um er að ræða lokaða síðu þar sem stuðningsfólk Þórs ræðir málefni félagsins, svona öllu jafna. Ef til vill reiknuðu meðlimir Kópacabana að erkióvinir KA væru til í að rétta þeim hjálparhönd í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en svo er aldeilis ekki. Á samfélagsmiðlinum Twitter má sjá skjáskot af hinum ýmsum svörum sem bárust eftir að beiðnin var lögð fram. Það er nokkuð ljóst að Þórsarar hafa lítinn áhuga á að gerast grænir þó ekki sé nema eina kvöldstund. „Þetta mun ég aldrei gera þó svo að ég sé Þórsari. Ég vona að KA vinni þennan leik og komist nær Evrópusæti,“ segir einn. „Allir á völlinn og styðja KA. Tek það fram að ég er Þórsari,“ segir annar. „Þetta finnst mér skammarleg bón,“ segir sá þriðji. „Þótt við séum Þórsarar og erum sífellt að keppa við þá um að vera besta lið bæjarins þá erum við ekki slíkir skíthælar að við mætum á þeirra völl til að styðja utan bæjarlið. Það er öllum Akureyringum til góðs að íþróttafélögunum á Akureyri gangi vel, hvort sem það er KA, Þór eða Skautafélagið. Gangi ykkur allt í haginn Breiðabliksmenn. Þið eruð með frábært lið og þurfið ekki að leita liðsinnis Þórsara,“ sagði sá fjórði og uppskar átta „Like.“ Follow up. Óhætt að segja að tilboðið glæsta er ekki að skora. Þakka góðum vini sem sendi mér. pic.twitter.com/OJXAtIlEZq— Gunni Nella (@gunni_nella) August 24, 2021 Stórleikur KA og Breiðabliks er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17.50 og leikurinn tíu mínútum síðar, klukkan 18.00. Hann verður svo gerður upp með öðrum leikjum kvöldsins í Pepsi Max Stúkunni sem hefst klukkan 20.00. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik KA Þór Akureyri Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira