Stjórnmál eru leiðinleg og koma mér ekki við Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 26. ágúst 2021 10:01 Þetta heyrir maður mjög oft þegar talið berst að stjórnmálum. Fólki finnst stjórnmálaumræða leiðinleg, flókin og óskiljanleg. Mörgum finnst þeir líka hafa engin raunveruleg áhrif eða völd yfir stjórnmálunum og þar af leiðandi sé best að vera ekkert að skipta sér af þeim enda skipti stjórnmálin eða stjórnmálamennirnir sér ekkert af þeim. Það gæti hins vegar varla verið fjarri sannleikanum. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem snýr að okkar daglega lífi. Í gegnum stjórnmálin er ákveðið eftir hvaða lögum okkur er ætlað að lifa og hver lífskjör okkar eru. Stjórnmálin ráða því hvaða vöruúrval er í búðunum sem við verslum í, hvað við þurfum að borga af húsnæðinu okkar, hvort við höfum aðgang að heilsugæslu og læknum, hvað það kostar að setja eldsneyti á bílinn, hvaða menntun er í boði fyrir börnin okkar og hvort við fáum öldrunarþjónustu við hæfi svo við getum átt áhyggjulaust ævikvöld. Svona væri lengi hægt að telja. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem þú gerir hvort sem þér líkar það betur eða verr. Þess vegna er það nauðsynlegt að allir skipti sér af stjórnmálunum. Lýðræðið virkar ekki nema sem flestir taki þátt, kynni sér hvað fólk og flokkar standa fyrir og kjósi samkvæmt því sem það tengir best við. Kjósi með hjartanu eins og stundum er sagt. Allir stjórnmálamenn eru óheiðarlegir svikarar. Þetta heyrist líka stundum sagt og þarf af leiðandi skipti engu máli hvað sé kosið og því sé best að sleppa því. Ég get vel skilið að fólki finnist það oft á tíðum en með virkri þátttöku sem flestra kjósenda er hægt að veita fólki sem er í stjórnmálum aðhald. Það er hreint og beint skylda kjósenda og þeirra hlutverk að veita þeim sem hafa orðið uppvísir að óheiðarleika að kjósa þá burt. Það versta sem gerist og hefur því miður lengi viðgengist er að kjósendur fari að styðja ákveðinn flokk eða framboð eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt, sama hvernig gengur. Munurinn er sá að það skiptir engu máli fyrir lífskjör fólks hvernig uppáhalds íþróttaliðinu þeirra gengur en öllu máli hvaða ákvarðanir eru teknar af stjórnmálaflokknum eða stjórnmálamönnunum sem það styður. „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ágætt dæmi um það þegar fólk styður í blindi ákveðin stjórnmálaflokk eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt er samtal sem ég átti við kunningja minn á eftirlaunaaldri varðandi stjórnmál, en í því samtali varpaði hann fram þessari yfirlýsingu hér fyrir ofan. Ég sagðist skilja að hann og einhverjir af hans kynslóð hefðu á einhverjum tíma átt samleið með sjálfstæðisflokknum en sem ellilífeyrisþegi gæti það varla átt við lengur og minnti hann á bréfið fræga frá Bjarna Ben í aðdraganda kosninganna 2013 þar sem Bjarni lofaði ellilífeyrisþegum öllu fögru í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Fram á þennan dag hafi efndirnar hins vegar verið litlar sem engar og mörgum ellilífeyrisþegum finnst þeir hafa verið illa sviknir. Hann horfði á mig í smástund, fékk sér sopa af kaffinu sínu, lagði svo frá sér bollann, leit í augun á mér og endurtók blákalt: „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“. Ég vissi varla hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Gefum okkur sjálfum og framtíðinni tækifæri. Nú þegar rétt um mánuður er fram að næstu alþingiskosningum langar mig að hvetja alla kjósendur að gefa sér tíma til að setja sig inn í stjórnmálaumræðuna og mynda sér skoðun á því sem hinir ólíku flokkar og frambjóðendur standa fyrir. Mig langar að hvetja fólk til að skipta sér af stjórnmálunum og láta vilja sinn í ljós, gefa sjálfu sér, börnunum sínum og framtíðinni tækifæri. Ég trúi á frelsi, mannréttindi, jöfn tækifæri og réttlæti fyrir alla. Þess vegna er ég í stjórnmálum. Á hvað trúir þú og í hvernig samfélagi vilt þú búa? Höfundar skipa 3. sæti Viðreisn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þetta heyrir maður mjög oft þegar talið berst að stjórnmálum. Fólki finnst stjórnmálaumræða leiðinleg, flókin og óskiljanleg. Mörgum finnst þeir líka hafa engin raunveruleg áhrif eða völd yfir stjórnmálunum og þar af leiðandi sé best að vera ekkert að skipta sér af þeim enda skipti stjórnmálin eða stjórnmálamennirnir sér ekkert af þeim. Það gæti hins vegar varla verið fjarri sannleikanum. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem snýr að okkar daglega lífi. Í gegnum stjórnmálin er ákveðið eftir hvaða lögum okkur er ætlað að lifa og hver lífskjör okkar eru. Stjórnmálin ráða því hvaða vöruúrval er í búðunum sem við verslum í, hvað við þurfum að borga af húsnæðinu okkar, hvort við höfum aðgang að heilsugæslu og læknum, hvað það kostar að setja eldsneyti á bílinn, hvaða menntun er í boði fyrir börnin okkar og hvort við fáum öldrunarþjónustu við hæfi svo við getum átt áhyggjulaust ævikvöld. Svona væri lengi hægt að telja. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem þú gerir hvort sem þér líkar það betur eða verr. Þess vegna er það nauðsynlegt að allir skipti sér af stjórnmálunum. Lýðræðið virkar ekki nema sem flestir taki þátt, kynni sér hvað fólk og flokkar standa fyrir og kjósi samkvæmt því sem það tengir best við. Kjósi með hjartanu eins og stundum er sagt. Allir stjórnmálamenn eru óheiðarlegir svikarar. Þetta heyrist líka stundum sagt og þarf af leiðandi skipti engu máli hvað sé kosið og því sé best að sleppa því. Ég get vel skilið að fólki finnist það oft á tíðum en með virkri þátttöku sem flestra kjósenda er hægt að veita fólki sem er í stjórnmálum aðhald. Það er hreint og beint skylda kjósenda og þeirra hlutverk að veita þeim sem hafa orðið uppvísir að óheiðarleika að kjósa þá burt. Það versta sem gerist og hefur því miður lengi viðgengist er að kjósendur fari að styðja ákveðinn flokk eða framboð eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt, sama hvernig gengur. Munurinn er sá að það skiptir engu máli fyrir lífskjör fólks hvernig uppáhalds íþróttaliðinu þeirra gengur en öllu máli hvaða ákvarðanir eru teknar af stjórnmálaflokknum eða stjórnmálamönnunum sem það styður. „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ágætt dæmi um það þegar fólk styður í blindi ákveðin stjórnmálaflokk eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt er samtal sem ég átti við kunningja minn á eftirlaunaaldri varðandi stjórnmál, en í því samtali varpaði hann fram þessari yfirlýsingu hér fyrir ofan. Ég sagðist skilja að hann og einhverjir af hans kynslóð hefðu á einhverjum tíma átt samleið með sjálfstæðisflokknum en sem ellilífeyrisþegi gæti það varla átt við lengur og minnti hann á bréfið fræga frá Bjarna Ben í aðdraganda kosninganna 2013 þar sem Bjarni lofaði ellilífeyrisþegum öllu fögru í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Fram á þennan dag hafi efndirnar hins vegar verið litlar sem engar og mörgum ellilífeyrisþegum finnst þeir hafa verið illa sviknir. Hann horfði á mig í smástund, fékk sér sopa af kaffinu sínu, lagði svo frá sér bollann, leit í augun á mér og endurtók blákalt: „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“. Ég vissi varla hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Gefum okkur sjálfum og framtíðinni tækifæri. Nú þegar rétt um mánuður er fram að næstu alþingiskosningum langar mig að hvetja alla kjósendur að gefa sér tíma til að setja sig inn í stjórnmálaumræðuna og mynda sér skoðun á því sem hinir ólíku flokkar og frambjóðendur standa fyrir. Mig langar að hvetja fólk til að skipta sér af stjórnmálunum og láta vilja sinn í ljós, gefa sjálfu sér, börnunum sínum og framtíðinni tækifæri. Ég trúi á frelsi, mannréttindi, jöfn tækifæri og réttlæti fyrir alla. Þess vegna er ég í stjórnmálum. Á hvað trúir þú og í hvernig samfélagi vilt þú búa? Höfundar skipa 3. sæti Viðreisn í Suðurkjördæmi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun