Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2021 10:07 Hópurinn sem mun standa að gerð Áramótaskaupsins í ár. RÚV Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár. Frá þessu segir í tilkynningu frá RÚV, en tökur hefjast í nóvember og sér Republik um framleiðsluna. Haft er eftir Reyni Lyngdal leikstjóra að hann og teymið séu mjög upp með okkur að vera treyst fyrir Skaupinu 2021. Að vinna skaup sé fyrst og fremst mjög skemmtileg og gefandi vinna með frábæru og fyndnu fólki. „Ég er í skýjunum með höfundahópinn sem mun vinna þetta með mér í ár. Þetta er svo svakalega klárt og gott fólk úr ólíkum áttum og stemmningin í hópnum frábær. Skaup er í grunnina svo furðulegt fyrirbæri. Skemmtiþáttur sem á helst að höfða til allra, stinga á kýlum og vera svakalega fyndinn. Við munum leggja okkur öll fram við að gera árinu skil í gríni og söng. Nálgunin er að einhverju leyti svipuð í ár þó að atburðir ársins leggi alltaf tóninn. Ég legg mikið upp úr því að mismunandi raddir höfundanna fái að skína í gegn. Við nálgumst grínið útfrá fólkinu, þjóðarsálinni og stemningunni í landi á árinu. Það sem er kannski frábrugðið milli ára er að maður finnur fyrir aðeins meiri óþreyju í samfélaginu á meðan á sama tíma í fyrra var mjög sterk stemmning fyrir sameiningu og að klára þetta saman. Þar spilar meðal annars 4. bylgja Covid inn í og svo er þetta kosningaár sem setur alltaf annan tón í þjóðarpúlsinn. Varðandi leikaraval þá er það alltaf undir skrifunum hvernig það þróast og hverjir verða með, ég hef lagt mikið upp úr því að hafa leikarahópinn sem fjölbreytastan og hafa sem flesta með innan þess ramma. Nú a sem okkur er gefinn. Ég hlakka mikið til að takast á við skaupið í ár.“ Klippa: Ísland í dag - Svona var Skaupið árið 2020 Góðar viðtökur Þá er haft eftir Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra sjónvarps, að RÚV hafi verið hæstánægð með Reyni og framleiðslufyrirtækið Republik síðustu tvö ár. „Skaupið hefur heppnast gríðarlega vel hjá þeim og hlotið frábærar viðtökur almennings. Við erum þess vegna afar glöð með að þau taki þetta krefjandi verkefni að sér þriðja árið í röð. Skaupið er okkar vinsælasta dagskrárefni ár hvert og við höfum fundið fyrir því sérstaklega nú á þessum skrýtnu tímum að það er mikilvægt fyrir þjóðina að það sé vel og fagmannlega gert. Þess vegna er gott að setja þetta verkefni í hendurnar á fólki sem við treystum og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Við hlökkum mikið til að bjóða þjóðinni upp á afrakstur þessa frábæra fólks á Gamlárskvöld.“ Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar kveða upp dóm sinn um Skaupið Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu hafa verið vel tekið. 1. janúar 2021 10:04 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá RÚV, en tökur hefjast í nóvember og sér Republik um framleiðsluna. Haft er eftir Reyni Lyngdal leikstjóra að hann og teymið séu mjög upp með okkur að vera treyst fyrir Skaupinu 2021. Að vinna skaup sé fyrst og fremst mjög skemmtileg og gefandi vinna með frábæru og fyndnu fólki. „Ég er í skýjunum með höfundahópinn sem mun vinna þetta með mér í ár. Þetta er svo svakalega klárt og gott fólk úr ólíkum áttum og stemmningin í hópnum frábær. Skaup er í grunnina svo furðulegt fyrirbæri. Skemmtiþáttur sem á helst að höfða til allra, stinga á kýlum og vera svakalega fyndinn. Við munum leggja okkur öll fram við að gera árinu skil í gríni og söng. Nálgunin er að einhverju leyti svipuð í ár þó að atburðir ársins leggi alltaf tóninn. Ég legg mikið upp úr því að mismunandi raddir höfundanna fái að skína í gegn. Við nálgumst grínið útfrá fólkinu, þjóðarsálinni og stemningunni í landi á árinu. Það sem er kannski frábrugðið milli ára er að maður finnur fyrir aðeins meiri óþreyju í samfélaginu á meðan á sama tíma í fyrra var mjög sterk stemmning fyrir sameiningu og að klára þetta saman. Þar spilar meðal annars 4. bylgja Covid inn í og svo er þetta kosningaár sem setur alltaf annan tón í þjóðarpúlsinn. Varðandi leikaraval þá er það alltaf undir skrifunum hvernig það þróast og hverjir verða með, ég hef lagt mikið upp úr því að hafa leikarahópinn sem fjölbreytastan og hafa sem flesta með innan þess ramma. Nú a sem okkur er gefinn. Ég hlakka mikið til að takast á við skaupið í ár.“ Klippa: Ísland í dag - Svona var Skaupið árið 2020 Góðar viðtökur Þá er haft eftir Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra sjónvarps, að RÚV hafi verið hæstánægð með Reyni og framleiðslufyrirtækið Republik síðustu tvö ár. „Skaupið hefur heppnast gríðarlega vel hjá þeim og hlotið frábærar viðtökur almennings. Við erum þess vegna afar glöð með að þau taki þetta krefjandi verkefni að sér þriðja árið í röð. Skaupið er okkar vinsælasta dagskrárefni ár hvert og við höfum fundið fyrir því sérstaklega nú á þessum skrýtnu tímum að það er mikilvægt fyrir þjóðina að það sé vel og fagmannlega gert. Þess vegna er gott að setja þetta verkefni í hendurnar á fólki sem við treystum og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Við hlökkum mikið til að bjóða þjóðinni upp á afrakstur þessa frábæra fólks á Gamlárskvöld.“
Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar kveða upp dóm sinn um Skaupið Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu hafa verið vel tekið. 1. janúar 2021 10:04 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Netverjar kveða upp dóm sinn um Skaupið Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu hafa verið vel tekið. 1. janúar 2021 10:04