Árétta auglýsingaskyldu eftir að 23 voru ráðnir án auglýsingar Eiður Þór Árnason skrifar 26. ágúst 2021 11:09 Dómsmálaráðherra sækir Hæstarétt heim. Hæstiréttur Alls hafa 23 verið ráðnir í störf aðstoðarmanna dómara í Hæstarétti án auglýsingar frá árinu 2006. Allir aðstoðarmennirnir luku lagaprófi frá lagadeild Háskóla Íslands. Dómsmálaráðuneytið hefur beðið dómarasýsluna um að árétta auglýsingaskyldu starfanna við forstöðumenn dómstóla. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samkvæmt lögum og reglum fjármála- og efnahagsráðherra ber að auglýsa störf við Hæstarétt laus til umsóknar en tilteknar undanþágur eru veittar frá því, svo sem ef störf eru tímabundin vegna sérstakra ástæðna. Í svari dómsmálaráðherra segir að það beri að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara nema undanþágur eigi við. Dómsmálaráðuneytið hefur ritað dómarasýslunni erindi og farið þess á leit að stofnunin árétti auglýsingaskylduna. Andrés Ingi vakti nýverið máls á því að Hæstiréttur hafi auglýst starf aðstoðarmanns dómara laust til umsóknar eftir að hann spurðist fyrir um málið. Í vetur spurði ég hve oft hefði verið auglýst eftir aðstoðarmönnum hæstaréttardómara.Svarið: Aldrei.Í dag birtist auglýsing eftir aðstoðarmanni hæstaréttardómara í blöðunum. Kannski sú fyrsta í sögunni.Svona geta fyrirspurnir ýtt við kerfinu! pic.twitter.com/LBhqFPtV51— Andrés Ingi (@andresingi) August 21, 2021 Margir dómarar starfað samhliða við lagadeildir Andrés Ingi óskaði einnig eftir upplýsingum um hversu margir hæstaréttardómarar væru starfsmenn lagadeilda. Hafa þeir verið allavega fjórir frá árinu 2006. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, hefur verið í 49% starfshlutfalli við lagadeild Háskóla Íslands frá því að hann var skipaður dómari við réttinn árið 2012. Karl Axelsson hefur frá skipun árið 2015 verið í 20 eða 25% starfshlutfalli við lagadeild HÍ. Björg Thorarensen hefur sömuleiðis verið í 25% starfshlutfalli við lagadeildina frá því hún var skipuð í nóvember í fyrra en mun láta af því starfi 31. ágúst næstkomandi. Ása Ólafsdóttir var frá nóvember í fyrra til lok maí á þessu ári í 15% starfshlutfalli við sömu lagadeild, að því er fram kemur í svari ráðherra. Aðrir dómarar hafa ekki verið í föstu starfshlutfalli við lagadeildir en einhverjir þeirra munu hafa tekið að sér tilfallandi stundakennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur beðið dómarasýsluna um að árétta auglýsingaskyldu starfanna við forstöðumenn dómstóla. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samkvæmt lögum og reglum fjármála- og efnahagsráðherra ber að auglýsa störf við Hæstarétt laus til umsóknar en tilteknar undanþágur eru veittar frá því, svo sem ef störf eru tímabundin vegna sérstakra ástæðna. Í svari dómsmálaráðherra segir að það beri að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara nema undanþágur eigi við. Dómsmálaráðuneytið hefur ritað dómarasýslunni erindi og farið þess á leit að stofnunin árétti auglýsingaskylduna. Andrés Ingi vakti nýverið máls á því að Hæstiréttur hafi auglýst starf aðstoðarmanns dómara laust til umsóknar eftir að hann spurðist fyrir um málið. Í vetur spurði ég hve oft hefði verið auglýst eftir aðstoðarmönnum hæstaréttardómara.Svarið: Aldrei.Í dag birtist auglýsing eftir aðstoðarmanni hæstaréttardómara í blöðunum. Kannski sú fyrsta í sögunni.Svona geta fyrirspurnir ýtt við kerfinu! pic.twitter.com/LBhqFPtV51— Andrés Ingi (@andresingi) August 21, 2021 Margir dómarar starfað samhliða við lagadeildir Andrés Ingi óskaði einnig eftir upplýsingum um hversu margir hæstaréttardómarar væru starfsmenn lagadeilda. Hafa þeir verið allavega fjórir frá árinu 2006. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, hefur verið í 49% starfshlutfalli við lagadeild Háskóla Íslands frá því að hann var skipaður dómari við réttinn árið 2012. Karl Axelsson hefur frá skipun árið 2015 verið í 20 eða 25% starfshlutfalli við lagadeild HÍ. Björg Thorarensen hefur sömuleiðis verið í 25% starfshlutfalli við lagadeildina frá því hún var skipuð í nóvember í fyrra en mun láta af því starfi 31. ágúst næstkomandi. Ása Ólafsdóttir var frá nóvember í fyrra til lok maí á þessu ári í 15% starfshlutfalli við sömu lagadeild, að því er fram kemur í svari ráðherra. Aðrir dómarar hafa ekki verið í föstu starfshlutfalli við lagadeildir en einhverjir þeirra munu hafa tekið að sér tilfallandi stundakennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent