Telur Chelsea sigurstranglegt en Liverpool stefna á alla titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2021 16:31 Alisson segir Liverpool stefna á að vinna allt galleríið, Catherine Ivill/Getty Images Alisson, markvörður Liverpool, telur Chelsea eitt sigurstranglegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Hann segir Liverpool samt sem áður stefna á að vinna alla bikara sem í boði eru. Markvörðurinn var til tals á Sky Sport þar sem hann fór yfir stórleik helgarinnar en seinni partinn á laugardag tekur Liverpool á móti Chelsea á Anfield. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og má reikna með hörkuleik. #LFC goalkeeper Alisson Becker thinks Saturday's match with #CFC is an early showdown between two of the leading contenders for the Premier League title. — Sky Sports News (@SkySportsNews) August 26, 2021 Alisson segir meiri ógn stafa af Chelsea í ár en á síðustu leiktíð þar sem Romelu Lukaku er genginn í raðir Chelsea á nýjan leik. Markvörðurinn segir hins vegar að Liverpool-liðið sé einnig sterkara þar sem Virgil van Dijk er snúinn aftur eftir erfið meiðsli. „Hann gefur okkur sjálfstraust með gæðum sínum og áhrifum innan vallar. Hann gefur okkur mjög mikið varnar- og sóknarlega. Í síðasta leik (gegn Burnley) átti hann frábæra sendingu á Harvey Elliott sem bjó til seinna mark leiksins.“ „Ég trúi því að Chelsea sé eitt sigurstranglegasta lið deildarinnar í dag. Þeir sýndu hvað þeir geta með því að sigra Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð,“ sagði Alisson við Sky. „Við vitum hversu sterkir þeir eru en við erum ekki að einblína of mikið á mótherja okkar. Við verðum að einbeita okkur að okkar spilamennsku og gefa allt sem við eigum.“ Liverpool v Chelsea is going to be SOME game #LIVCHE pic.twitter.com/N8A5NG4wEU— NOW Sport (@NOWSport) August 26, 2021 „Auðvitað viljum við vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við viljum vinna Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, FA bikarin og deildarbikarinn. Það ætti að vera markmið fyrir lið eins og okkur,“ sagði Alisson að lokum. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Markvörðurinn var til tals á Sky Sport þar sem hann fór yfir stórleik helgarinnar en seinni partinn á laugardag tekur Liverpool á móti Chelsea á Anfield. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og má reikna með hörkuleik. #LFC goalkeeper Alisson Becker thinks Saturday's match with #CFC is an early showdown between two of the leading contenders for the Premier League title. — Sky Sports News (@SkySportsNews) August 26, 2021 Alisson segir meiri ógn stafa af Chelsea í ár en á síðustu leiktíð þar sem Romelu Lukaku er genginn í raðir Chelsea á nýjan leik. Markvörðurinn segir hins vegar að Liverpool-liðið sé einnig sterkara þar sem Virgil van Dijk er snúinn aftur eftir erfið meiðsli. „Hann gefur okkur sjálfstraust með gæðum sínum og áhrifum innan vallar. Hann gefur okkur mjög mikið varnar- og sóknarlega. Í síðasta leik (gegn Burnley) átti hann frábæra sendingu á Harvey Elliott sem bjó til seinna mark leiksins.“ „Ég trúi því að Chelsea sé eitt sigurstranglegasta lið deildarinnar í dag. Þeir sýndu hvað þeir geta með því að sigra Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð,“ sagði Alisson við Sky. „Við vitum hversu sterkir þeir eru en við erum ekki að einblína of mikið á mótherja okkar. Við verðum að einbeita okkur að okkar spilamennsku og gefa allt sem við eigum.“ Liverpool v Chelsea is going to be SOME game #LIVCHE pic.twitter.com/N8A5NG4wEU— NOW Sport (@NOWSport) August 26, 2021 „Auðvitað viljum við vinna allar keppnir sem við tökum þátt í. Við viljum vinna Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, FA bikarin og deildarbikarinn. Það ætti að vera markmið fyrir lið eins og okkur,“ sagði Alisson að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira