Komin aftur til Íslands frá Afganistan: „Framtíðin er dökk“ Atli Ísleifsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 26. ágúst 2021 14:45 Fjölskyldan dvelur nú á sóttkvíarhóteli í Þórunnartúni. „Framtíðin er dökk. Hún er ekki björt, en við sjáum til hvað gerist,“ segir Fazal Omar sem flúði frá afgönsku höfuðborginni Kabúl með fjölskyldunni og kom til Íslands fyrr í vikunni. Fazal ræddi við fréttastofu fyrir utan sóttkvíarhótel í Þórunnartúni í Reykjavík um tvöleytið í dag. Hann dvelur nú þar ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2001 þegar hann flúði frá Afganistan í kjölfar uppgangs talibana í landinu. Hann hefur starfað í Afganistan að friðaruppbyggingu fyrir samökin DHSA síðustu misserin. Aðspurður um hvernig fjölskyldan hafi hagað málum eftir að talibanar lögðu Kabúl undir sig nú segir hann það hafa verið mjög erfitt. „Þegar þeir komu fórum við ekki út. Höfðum hljótt. Ég sagðist vinna að friðaruppbyggingu í landinu.“ Fazal segir fjölskylduna hafa fylgst með fréttum á meðan þau hafi verið í samskiptum við starfsmenn utanríkisráðuneytisins á meðan færis var beðið að komast úr landi. Hann hafi hafið vinnu við að komast úr landi í júlí og er hann mjög þakklátur starfsmönnum ráðuneytisins fyrir þeirra vinnu og aðstoð. Fazal Omar fyrir utan sótthvíarhótel í Þórunnartúni í dag.Vísir/Sigurjón Hann segir börnin að vissu leyti hrygg að hafa þurft að yfirgefa vini sína í Kabúl og það umhverfi sem þau þekkja. „En þegar þau sjá hvernig ástandið er þar þá róast þau. Þegar talibanarnir komu þá gátum við ekki sofið í tvær, þrjár nætur.“ Nánar verður rætt við Fazal Omar í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30. Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Fazal ræddi við fréttastofu fyrir utan sóttkvíarhótel í Þórunnartúni í Reykjavík um tvöleytið í dag. Hann dvelur nú þar ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2001 þegar hann flúði frá Afganistan í kjölfar uppgangs talibana í landinu. Hann hefur starfað í Afganistan að friðaruppbyggingu fyrir samökin DHSA síðustu misserin. Aðspurður um hvernig fjölskyldan hafi hagað málum eftir að talibanar lögðu Kabúl undir sig nú segir hann það hafa verið mjög erfitt. „Þegar þeir komu fórum við ekki út. Höfðum hljótt. Ég sagðist vinna að friðaruppbyggingu í landinu.“ Fazal segir fjölskylduna hafa fylgst með fréttum á meðan þau hafi verið í samskiptum við starfsmenn utanríkisráðuneytisins á meðan færis var beðið að komast úr landi. Hann hafi hafið vinnu við að komast úr landi í júlí og er hann mjög þakklátur starfsmönnum ráðuneytisins fyrir þeirra vinnu og aðstoð. Fazal Omar fyrir utan sótthvíarhótel í Þórunnartúni í dag.Vísir/Sigurjón Hann segir börnin að vissu leyti hrygg að hafa þurft að yfirgefa vini sína í Kabúl og það umhverfi sem þau þekkja. „En þegar þau sjá hvernig ástandið er þar þá róast þau. Þegar talibanarnir komu þá gátum við ekki sofið í tvær, þrjár nætur.“ Nánar verður rætt við Fazal Omar í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.
Afganistan Tengdar fréttir Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Íslensku fjölskyldurnar þrjár allar komnar heim frá Afganistan Þrjár íslenskar fjölskyldur sem dvalið hafa í Afganistan eru komnar heilar á höldnu heim til Íslands. Fólkið komst frá Afganistan með flugi sem stjórnvöld í Danmörku og Finnlandi skipulögðu. 24. ágúst 2021 18:05