„Við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. ágúst 2021 07:00 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum finnur ekki fyrir dvínandi trausti almennings í garð stofnunarinnar til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Nýlegar mælingar benda til þess að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda sé minna en áður. Víðir telur að ágreiningur um aðgerðir geti spilað þar inn í. „Það sem okkur fannst áhugavert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið, hvað traustið hefur verið mikið,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi frá því í fyrradag að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda hefði aldrei mælst minna, frá upphafi faraldursins. Þar sögðust 28 prósent aðspurðra treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn, 37 prósent mjög vel og 22 prósent frekar vel. „Traustið er mjög mikið enn þá en auðvitað hefur það sveiflast. Við höfum séð það allan tímann og það hefur verið í takt við umræðuna. Þegar menn eru samtaka og sammála um hvað við erum að gera mælist traustið hátt, þegar menn eru ósammála og ekki alveg vissir hvaða leið á að fara, þá minnkar það. Ég held að það sé bara eðlilegt. Eins og við höfum sagt allan tímann, þessi umræða er bara holl og góð og þetta er bara gott fyrir okkur, að sjá hvernig þetta fer, og brýnir okkur til að halda áfram góðri upplýsingamiðlun og fá fólk til að skilja hvað við erum að gera.“ „Það eru allir rosalega þreyttir“ Víðir segir almannavarnir þó ekki finna það í störfum sínum að traustið fari dvínandi. Allt samstarf við almenning sé gott. Verklag sé þó alltaf til skoðunar og farið hafi verið yfir niðurstöður könnunarinnar til þess að athuga hvort eitthvað mætti gera betur. Almannavarnir eru víðar en í umræðu um faraldurinn. Iðulega eru gefnar út hættuviðvaranir vegna gróðurelda, eldsumbrota og ýmissa annarra hluta. Víðir segir það alveg möguleika að fólk sé hreinlega farið að verða leitt á stofnuninni. „Það gæti alveg verið hluti af þessu. Það eru allir rosalega þreyttir og þetta er búið að vera erfitt ár fyrir alla. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið, þannig að við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum. Það getur alveg verið hluti af þessu,“ segir Víðir. Hann segir mikilvægt að almannavarnir haldi áfram að vinna að þessum málum. „Vera með alla hluti uppi á borðum, segja þá eins og þá eru, svo fólk trúi því sem við erum að segja. Við felum ekkert og segjum allt. Það er eina leiðin til þess að skapa sér traust. Það verður bara að koma í ljós hvort það þurfi eitthvað nýtt, en ég held að leiðin liggi bara áfram þó við getum örugglega skerpt okkur eitthvað.“ Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Það sem okkur fannst áhugavert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið, hvað traustið hefur verið mikið,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi frá því í fyrradag að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda hefði aldrei mælst minna, frá upphafi faraldursins. Þar sögðust 28 prósent aðspurðra treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn, 37 prósent mjög vel og 22 prósent frekar vel. „Traustið er mjög mikið enn þá en auðvitað hefur það sveiflast. Við höfum séð það allan tímann og það hefur verið í takt við umræðuna. Þegar menn eru samtaka og sammála um hvað við erum að gera mælist traustið hátt, þegar menn eru ósammála og ekki alveg vissir hvaða leið á að fara, þá minnkar það. Ég held að það sé bara eðlilegt. Eins og við höfum sagt allan tímann, þessi umræða er bara holl og góð og þetta er bara gott fyrir okkur, að sjá hvernig þetta fer, og brýnir okkur til að halda áfram góðri upplýsingamiðlun og fá fólk til að skilja hvað við erum að gera.“ „Það eru allir rosalega þreyttir“ Víðir segir almannavarnir þó ekki finna það í störfum sínum að traustið fari dvínandi. Allt samstarf við almenning sé gott. Verklag sé þó alltaf til skoðunar og farið hafi verið yfir niðurstöður könnunarinnar til þess að athuga hvort eitthvað mætti gera betur. Almannavarnir eru víðar en í umræðu um faraldurinn. Iðulega eru gefnar út hættuviðvaranir vegna gróðurelda, eldsumbrota og ýmissa annarra hluta. Víðir segir það alveg möguleika að fólk sé hreinlega farið að verða leitt á stofnuninni. „Það gæti alveg verið hluti af þessu. Það eru allir rosalega þreyttir og þetta er búið að vera erfitt ár fyrir alla. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið, þannig að við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum. Það getur alveg verið hluti af þessu,“ segir Víðir. Hann segir mikilvægt að almannavarnir haldi áfram að vinna að þessum málum. „Vera með alla hluti uppi á borðum, segja þá eins og þá eru, svo fólk trúi því sem við erum að segja. Við felum ekkert og segjum allt. Það er eina leiðin til þess að skapa sér traust. Það verður bara að koma í ljós hvort það þurfi eitthvað nýtt, en ég held að leiðin liggi bara áfram þó við getum örugglega skerpt okkur eitthvað.“
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira