Viðskipti erlent

Seldi launabónusinn fyrir 95 milljarða króna

Heimir Már Pétursson skrifar
Cook er ekki á flæðiskeri staddur...
Cook er ekki á flæðiskeri staddur... epa/Etienne Laurent

Tim Cook forstjóri Apple hagnaðist um 750 milljónir dollara eða 95 milljarða króna þegar hann seldi fimm milljónir hluta í fyrirtækinu, sem hann fékk sem launauppbót eftir að hafa verið forstjóri Apple í tíu ár.

Cook fékk hlutina samkvæmt samkomuagi sem gert var við hann þegar hann tók við fyrirtækinu af Steve Jobs. 

BBC fréttastofan segir verðið sem Cook fékk fyrir hlutina endurspegla velgengni Apple á hlutabréfamörkuðum í samanburði við önnur fimm hundruð fyrirtæki þar. 

Samkvæmt upplýsingum Apple til Eftirlitsstofnunar bandaríska verðsbréfa og hlutabréfamarkaðarins (SEC) átti Cook rétt á hlutunum þar sem gengi bréfa í Apple hefði hækkað um 191 prósent á síðast liðnum þremur árum. 

Þá var einnig tekið fram að verð hluta í Apple hefði hækkað um 1.200 prósent frá því Cook tók við stjórn Apple fyrir tíu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×