Ronaldo hefur fengið samningstilboð frá Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2021 14:55 Cristiano Ronaldo á Evrópumótinu í sumar. Robert Michael/Getty Images Hlutirnir gerast hratt á gervihnattaröld. Í gær var staðfest að Cristiano Ronaldo vildi yfirgefa ítalska félagið Juventus. Í kjölfarið bárust fregnir að hann væri á leið til Manchester City en nú stefnir allt í að Portúgalinn sé á leiðinni „heim“ á Old Trafford. Það stefnir í að hinn 36 ára gamli Cristiano Ronaldo sé á leiðinni til Manchester United á nýjan leik. Eftir að hafa ákveðið að yfirgefa Juventus virtist sem Ronaldo væri á leið í ljósbláa hluta Manchester-borgar en nú hefur dæmið heldur betur snúist við. Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Ronaldo hjá Man Utd, ku hafa hringt í kappann í morgunsárið og sannfærði Skotinn Ronaldo um að nú væri rétti tíminn til að klæðast rauðri treyju Manchester United á nýjan leik. United have submitted a contract offer to Cristiano Ronaldo after he spoke to Sir Alex Ferguson this morning. #mufc— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 27, 2021 Cristiano Ronaldo told to Jorge Mendes he s open to join Manchester United for incredible comeback. Contract to be sent in the next hours - Man Utd discussing with Cristiano and Mendes deal until June 2023. #MUFCManchester City have never sent an official proposal.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2021 Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, gaf Ronaldo undir fótinn á blaðamannafundi sínum í dag er hann var spurður út í mögulega endurkomu Portúgalans. „Við höfum alltaf verið í góðu sambandi. Bruno [Fernandes] hefur líka rætt við hann og hann veit hvað okkur finnst um hann. Ef hann fer einhvern tímann frá Juventus veit hann að við erum hér,“ sagði Solskjær. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mínútum og virðist aðeins tímaspursmál hvenær Ronaldo verður tilkynntur sem leikmaður Manchester United. Stærsta spurningin er hvort Edinson Cavani verði tilbúinn að láta treyju númer 7 af hendi þegar Ronaldo mætir. Nú rétt í þessu var staðfest að Ronaldo hafi fengið samningstilboð upp á 25 milljónir evra frá Manchester United. Um er að ræða tveggja ára samning. Samþykki Ronaldo kaup og kjör þar Man Utd að borga Juventus svipaða upphæð og þá ætti allt að vera klappað og klárt. BREAKING: Juventus have received an offer worth 25m from #MUFC for Cristiano Ronaldo, according to Sky in Italy.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 27, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
Það stefnir í að hinn 36 ára gamli Cristiano Ronaldo sé á leiðinni til Manchester United á nýjan leik. Eftir að hafa ákveðið að yfirgefa Juventus virtist sem Ronaldo væri á leið í ljósbláa hluta Manchester-borgar en nú hefur dæmið heldur betur snúist við. Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Ronaldo hjá Man Utd, ku hafa hringt í kappann í morgunsárið og sannfærði Skotinn Ronaldo um að nú væri rétti tíminn til að klæðast rauðri treyju Manchester United á nýjan leik. United have submitted a contract offer to Cristiano Ronaldo after he spoke to Sir Alex Ferguson this morning. #mufc— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 27, 2021 Cristiano Ronaldo told to Jorge Mendes he s open to join Manchester United for incredible comeback. Contract to be sent in the next hours - Man Utd discussing with Cristiano and Mendes deal until June 2023. #MUFCManchester City have never sent an official proposal.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2021 Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, gaf Ronaldo undir fótinn á blaðamannafundi sínum í dag er hann var spurður út í mögulega endurkomu Portúgalans. „Við höfum alltaf verið í góðu sambandi. Bruno [Fernandes] hefur líka rætt við hann og hann veit hvað okkur finnst um hann. Ef hann fer einhvern tímann frá Juventus veit hann að við erum hér,“ sagði Solskjær. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mínútum og virðist aðeins tímaspursmál hvenær Ronaldo verður tilkynntur sem leikmaður Manchester United. Stærsta spurningin er hvort Edinson Cavani verði tilbúinn að láta treyju númer 7 af hendi þegar Ronaldo mætir. Nú rétt í þessu var staðfest að Ronaldo hafi fengið samningstilboð upp á 25 milljónir evra frá Manchester United. Um er að ræða tveggja ára samning. Samþykki Ronaldo kaup og kjör þar Man Utd að borga Juventus svipaða upphæð og þá ætti allt að vera klappað og klárt. BREAKING: Juventus have received an offer worth 25m from #MUFC for Cristiano Ronaldo, according to Sky in Italy.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 27, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira