Ronaldo hefur fengið samningstilboð frá Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2021 14:55 Cristiano Ronaldo á Evrópumótinu í sumar. Robert Michael/Getty Images Hlutirnir gerast hratt á gervihnattaröld. Í gær var staðfest að Cristiano Ronaldo vildi yfirgefa ítalska félagið Juventus. Í kjölfarið bárust fregnir að hann væri á leið til Manchester City en nú stefnir allt í að Portúgalinn sé á leiðinni „heim“ á Old Trafford. Það stefnir í að hinn 36 ára gamli Cristiano Ronaldo sé á leiðinni til Manchester United á nýjan leik. Eftir að hafa ákveðið að yfirgefa Juventus virtist sem Ronaldo væri á leið í ljósbláa hluta Manchester-borgar en nú hefur dæmið heldur betur snúist við. Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Ronaldo hjá Man Utd, ku hafa hringt í kappann í morgunsárið og sannfærði Skotinn Ronaldo um að nú væri rétti tíminn til að klæðast rauðri treyju Manchester United á nýjan leik. United have submitted a contract offer to Cristiano Ronaldo after he spoke to Sir Alex Ferguson this morning. #mufc— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 27, 2021 Cristiano Ronaldo told to Jorge Mendes he s open to join Manchester United for incredible comeback. Contract to be sent in the next hours - Man Utd discussing with Cristiano and Mendes deal until June 2023. #MUFCManchester City have never sent an official proposal.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2021 Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, gaf Ronaldo undir fótinn á blaðamannafundi sínum í dag er hann var spurður út í mögulega endurkomu Portúgalans. „Við höfum alltaf verið í góðu sambandi. Bruno [Fernandes] hefur líka rætt við hann og hann veit hvað okkur finnst um hann. Ef hann fer einhvern tímann frá Juventus veit hann að við erum hér,“ sagði Solskjær. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mínútum og virðist aðeins tímaspursmál hvenær Ronaldo verður tilkynntur sem leikmaður Manchester United. Stærsta spurningin er hvort Edinson Cavani verði tilbúinn að láta treyju númer 7 af hendi þegar Ronaldo mætir. Nú rétt í þessu var staðfest að Ronaldo hafi fengið samningstilboð upp á 25 milljónir evra frá Manchester United. Um er að ræða tveggja ára samning. Samþykki Ronaldo kaup og kjör þar Man Utd að borga Juventus svipaða upphæð og þá ætti allt að vera klappað og klárt. BREAKING: Juventus have received an offer worth 25m from #MUFC for Cristiano Ronaldo, according to Sky in Italy.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 27, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira
Það stefnir í að hinn 36 ára gamli Cristiano Ronaldo sé á leiðinni til Manchester United á nýjan leik. Eftir að hafa ákveðið að yfirgefa Juventus virtist sem Ronaldo væri á leið í ljósbláa hluta Manchester-borgar en nú hefur dæmið heldur betur snúist við. Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Ronaldo hjá Man Utd, ku hafa hringt í kappann í morgunsárið og sannfærði Skotinn Ronaldo um að nú væri rétti tíminn til að klæðast rauðri treyju Manchester United á nýjan leik. United have submitted a contract offer to Cristiano Ronaldo after he spoke to Sir Alex Ferguson this morning. #mufc— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) August 27, 2021 Cristiano Ronaldo told to Jorge Mendes he s open to join Manchester United for incredible comeback. Contract to be sent in the next hours - Man Utd discussing with Cristiano and Mendes deal until June 2023. #MUFCManchester City have never sent an official proposal.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2021 Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, gaf Ronaldo undir fótinn á blaðamannafundi sínum í dag er hann var spurður út í mögulega endurkomu Portúgalans. „Við höfum alltaf verið í góðu sambandi. Bruno [Fernandes] hefur líka rætt við hann og hann veit hvað okkur finnst um hann. Ef hann fer einhvern tímann frá Juventus veit hann að við erum hér,“ sagði Solskjær. Hlutirnir hafa gerst hratt á undanförnum mínútum og virðist aðeins tímaspursmál hvenær Ronaldo verður tilkynntur sem leikmaður Manchester United. Stærsta spurningin er hvort Edinson Cavani verði tilbúinn að láta treyju númer 7 af hendi þegar Ronaldo mætir. Nú rétt í þessu var staðfest að Ronaldo hafi fengið samningstilboð upp á 25 milljónir evra frá Manchester United. Um er að ræða tveggja ára samning. Samþykki Ronaldo kaup og kjör þar Man Utd að borga Juventus svipaða upphæð og þá ætti allt að vera klappað og klárt. BREAKING: Juventus have received an offer worth 25m from #MUFC for Cristiano Ronaldo, according to Sky in Italy.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 27, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira