Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 22:31 Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst á vormánuðum 2018 bréf frá föður þolanda landsliðsmanns í knattspyrnu, sem hann svaraði um hæl. Vísir/Vilhelm Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í kvöldfréttum RÚV í kvöld að hún hafi haustið 2017 orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu. Málið var tilkynnt til lögreglu um leið en þegar ekkert hafði komið út úr því sex mánuðum síðar gafst faðir Þórhildar upp og hafði samband við KSÍ þar sem hann greindi formanni og starfsmönnum félagsins frá kærunni sem væri til rannsóknar hjá lögreglu. Í bréfinu gagnrýndi faðir Þórhildar það að leikmaðurinn skyldi enn vera í liðinu og á leið að spila á vináttulandsleik Íslands og Perú vorið 2018, sem hann sjálfur ætti miða á. Þar sem hann vildi ekki horfa á „manninn sem réðist“ á dóttur hans „leika sér með bolta“ hygðist hann ekki mæta á leikinn. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, svaraði bréfi föðurins og sagðist ekki hafa vitað af málinu en tæki það alvarlega. Faðirinn hafði þá sent sama bréfið á Guðna Th. Jóhannesson, forseta, sem svaraði um hæl. „Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm,“ segir í svari forsetans, sem birt var í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þar segir hann jafnframt að hann hafi haft samband við Guðna Bergsson. „Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er,“ segir í svari Guðna. Þá tók forsetinn fram að föðurnum væri sjálfsagt að hafa samband við sig aftur teldi hann það heillavænlegt „þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum við nafna minn Bergsson.“ Hér að neðan má lesa bréf Guðna í heild sinni. Kæri x, Ég fékk afrit af tölvupósti þínum til Knattspyrnusambands Íslands, valins starfsfólks þess og formanns, og líka skeyti til mín um sama efni. Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm. Ég hafði samband við Guðna Bergsson. Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er. Þér er sjálfsagt að hafa samband aftur ef þú telur það heillavænlegt, þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum áfram við nafna minn Bergsson. Með kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands KSÍ Kynferðisofbeldi Forseti Íslands Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31 „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 „Ég er bara þjálfarinn þeirra og þeir eru leikmenn undir okkar stjórn“ Eiður Smári Guðjohnsen segir snúið að taka þátt í að velja og þjálfa syni sína. Hann segir þó að þegar komi að þeim hafi aðalþjálfari landsliðsins, Arnar Þór Viðarsson, úrslitavald. 26. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í kvöldfréttum RÚV í kvöld að hún hafi haustið 2017 orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu. Málið var tilkynnt til lögreglu um leið en þegar ekkert hafði komið út úr því sex mánuðum síðar gafst faðir Þórhildar upp og hafði samband við KSÍ þar sem hann greindi formanni og starfsmönnum félagsins frá kærunni sem væri til rannsóknar hjá lögreglu. Í bréfinu gagnrýndi faðir Þórhildar það að leikmaðurinn skyldi enn vera í liðinu og á leið að spila á vináttulandsleik Íslands og Perú vorið 2018, sem hann sjálfur ætti miða á. Þar sem hann vildi ekki horfa á „manninn sem réðist“ á dóttur hans „leika sér með bolta“ hygðist hann ekki mæta á leikinn. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, svaraði bréfi föðurins og sagðist ekki hafa vitað af málinu en tæki það alvarlega. Faðirinn hafði þá sent sama bréfið á Guðna Th. Jóhannesson, forseta, sem svaraði um hæl. „Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm,“ segir í svari forsetans, sem birt var í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þar segir hann jafnframt að hann hafi haft samband við Guðna Bergsson. „Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er,“ segir í svari Guðna. Þá tók forsetinn fram að föðurnum væri sjálfsagt að hafa samband við sig aftur teldi hann það heillavænlegt „þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum við nafna minn Bergsson.“ Hér að neðan má lesa bréf Guðna í heild sinni. Kæri x, Ég fékk afrit af tölvupósti þínum til Knattspyrnusambands Íslands, valins starfsfólks þess og formanns, og líka skeyti til mín um sama efni. Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm. Ég hafði samband við Guðna Bergsson. Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er. Þér er sjálfsagt að hafa samband aftur ef þú telur það heillavænlegt, þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum áfram við nafna minn Bergsson. Með kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands
Kæri x, Ég fékk afrit af tölvupósti þínum til Knattspyrnusambands Íslands, valins starfsfólks þess og formanns, og líka skeyti til mín um sama efni. Fyrst bið ég þig að skila góðum kveðjum frá mér til dóttur þinnar, með þeirri ósk að það ofbeldi sem þú lýsir valdi henni ekki viðvarandi tjóni á sál eða líkama. Ég vona að hún bugist ekki, heldur beri höfuðið hátt; af lestri lýsingar þinnar má dæma að hún gerði ekkert rangt og á ekki að lifa með nokkurs konar samviskubit eða skömm. Ég hafði samband við Guðna Bergsson. Hann tjáði mér að hann hefði verið í sambandi við þig og ég vænti þess að það samtal haldi áfram, að réttur farvegur verði fundinn og réttar ákvarðanir teknar. Ég bið þig að skilja að ég má ekki blanda mér með beinum hætt í mál sem eru til rannsóknar hjá lögreglu eða segja hlutaðeigandi beinlínis fyrir verkum. Almennt segi ég hins vegar að ég vil frekar standa með þolendum en gerendum í ofbeldismálum af hvaða tagi sem er. Þér er sjálfsagt að hafa samband aftur ef þú telur það heillavænlegt, þótt ég leyfi mér að nefna að brýnast er að þú eigir í samskiptum áfram við nafna minn Bergsson. Með kveðju, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands
KSÍ Kynferðisofbeldi Forseti Íslands Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31 „Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04 „Ég er bara þjálfarinn þeirra og þeir eru leikmenn undir okkar stjórn“ Eiður Smári Guðjohnsen segir snúið að taka þátt í að velja og þjálfa syni sína. Hann segir þó að þegar komi að þeim hafi aðalþjálfari landsliðsins, Arnar Þór Viðarsson, úrslitavald. 26. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Þolanda landsliðsmanns var boðinn þagnarskyldusamningur Ung kona sem var beitt kynferðisofbeldi af leikmanni karlalandsliðsins segir formann Knattspyrnusambands Íslands hafa verið meðvitaðan um brotið. Formaðurinn segist ekki hafa verið meðvitaður um að brotið hafi verið af kynferðislegum toga. 27. ágúst 2021 19:31
„Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. 26. ágúst 2021 12:04
„Ég er bara þjálfarinn þeirra og þeir eru leikmenn undir okkar stjórn“ Eiður Smári Guðjohnsen segir snúið að taka þátt í að velja og þjálfa syni sína. Hann segir þó að þegar komi að þeim hafi aðalþjálfari landsliðsins, Arnar Þór Viðarsson, úrslitavald. 26. ágúst 2021 11:01