Trúlofaðist æskuástinni og stakk svo af til Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. ágúst 2021 07:00 Dani Rhodes hefur komið sterk inn í lið Þróttar. stöð 2 Bandaríska knattspyrnukonan Dani Rhodes hefur slegið í gegn með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm deildarleikjum og eitt mark í einum bikarleik, en hún segist aldrei gleyma vikunni þegar hún ákvað að koma til Íslands. „Það var í raun sama dag og ég hætti hjá liðinu sem ég æfði með í Bandaríkjunum. Umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og sagði að það væri lið á Íslandi sem vantaði framherja, einhver hefði meiðst og þau vildu fá bandarískan framherja,“ sagði Dani Rhodes í samtali við Henry Birgi á Stöð 2. Dani er uppalin í Wisconsin en hún lék með Chicago Red Stars áður en hún ákvað að koma til Íslands. Hún segist hafa verið að leita að tækifæri til að spila í Evrópu. „Þetta var sama dag og ég var að leita að tækifæri og mig langaði að spila einhversstaðar í Evrópu. Það gekk upp og þetta var tveggja og hálfs mánaðar samningur. Það var nógu stuttur samningur til að ég væri til í tuskið,“ sagði Dani. Dani skorar fyrir Þrótt gegn Þór/KA.vísir/hulda margrét „Þetta kom á síðustu stundu og ég kom fimm dögum eftir ákvörðunina. Ég var spennt fyrir þessu og ég þekkti nokkrar stelpur sem spila í deildinni og höfðu gaman af svo ég ákvað að grípa tækifærið.“ Dani segist einnig vera opin fyrir því að koma aftur á næsta ári og spila á Íslandi. „Já, ég myndi tvímælalaust taka það til athugunar. Ég er ekki lokuð fyrir neinu og ég vil halda áfram að spila fótbolta. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar þá er ég opin fyrir því.“ Aðeins nokkrum dögum áður en Dani kom til Íslands trúlofaðist hún æskuástinni sinni. Unnusti hennar heiti T.J. Watt og spilar með Pittsburgh Steelers í NFL deildinni í amerískum fótbolta. Dani segist varla hafa séð sinn heittelskaða síðan hún trúlofaðist honum. Dani trúlofaðist T.J. Watt skömmu áður en hún fór til Íslands.getty/Ian Johnson „Þetta var villt vika, alger klikkun. Ég trúlofaðist fjórum dögum áður en ég kom hingað og ég skrifaði undir samninginn tveim dögum þar áður svo það var brjálað að gera þessa viku. Ég hef ekki enn getað fagnað þessu því ég byrjaði strax að pakka niður og kom svo til Íslands,“ sagði Dani. „Ég verð bara að fagna þegar ég kem aftur heim. En þetta var æðisleg vika því ég skrifaði ndir samninginn, trúlofaðist og kom svo hingað. Þetta hefur verið æðislegt, mjög spennandi og ég er spennt að fara heim og fagna með fjölskyldunni eftir smá tíma.“ Viðtalið við Dani Rhodes má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík NFL Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
„Það var í raun sama dag og ég hætti hjá liðinu sem ég æfði með í Bandaríkjunum. Umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og sagði að það væri lið á Íslandi sem vantaði framherja, einhver hefði meiðst og þau vildu fá bandarískan framherja,“ sagði Dani Rhodes í samtali við Henry Birgi á Stöð 2. Dani er uppalin í Wisconsin en hún lék með Chicago Red Stars áður en hún ákvað að koma til Íslands. Hún segist hafa verið að leita að tækifæri til að spila í Evrópu. „Þetta var sama dag og ég var að leita að tækifæri og mig langaði að spila einhversstaðar í Evrópu. Það gekk upp og þetta var tveggja og hálfs mánaðar samningur. Það var nógu stuttur samningur til að ég væri til í tuskið,“ sagði Dani. Dani skorar fyrir Þrótt gegn Þór/KA.vísir/hulda margrét „Þetta kom á síðustu stundu og ég kom fimm dögum eftir ákvörðunina. Ég var spennt fyrir þessu og ég þekkti nokkrar stelpur sem spila í deildinni og höfðu gaman af svo ég ákvað að grípa tækifærið.“ Dani segist einnig vera opin fyrir því að koma aftur á næsta ári og spila á Íslandi. „Já, ég myndi tvímælalaust taka það til athugunar. Ég er ekki lokuð fyrir neinu og ég vil halda áfram að spila fótbolta. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar þá er ég opin fyrir því.“ Aðeins nokkrum dögum áður en Dani kom til Íslands trúlofaðist hún æskuástinni sinni. Unnusti hennar heiti T.J. Watt og spilar með Pittsburgh Steelers í NFL deildinni í amerískum fótbolta. Dani segist varla hafa séð sinn heittelskaða síðan hún trúlofaðist honum. Dani trúlofaðist T.J. Watt skömmu áður en hún fór til Íslands.getty/Ian Johnson „Þetta var villt vika, alger klikkun. Ég trúlofaðist fjórum dögum áður en ég kom hingað og ég skrifaði undir samninginn tveim dögum þar áður svo það var brjálað að gera þessa viku. Ég hef ekki enn getað fagnað þessu því ég byrjaði strax að pakka niður og kom svo til Íslands,“ sagði Dani. „Ég verð bara að fagna þegar ég kem aftur heim. En þetta var æðisleg vika því ég skrifaði ndir samninginn, trúlofaðist og kom svo hingað. Þetta hefur verið æðislegt, mjög spennandi og ég er spennt að fara heim og fagna með fjölskyldunni eftir smá tíma.“ Viðtalið við Dani Rhodes má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík NFL Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira