Barn lést þegar eldflaug var skotið við flugvöllinn í Kabúl Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 13:42 Liðsmenn talibana standa vörð við flugvöllinn í Kabúl. Þeir hafa tekið völdin í borginni og bíða aðeins eftir að Bandaríkjamenn og bandalagsþjóðir þeirra yfirgefi landið endanlega á þriðjudag. AP/Wali Sabawoon Lögreglustjóri í Afganistan fullyrðir að barn hafi látist þegar eldflaug var skotið á hús í hverfi norðvestur af flugvellinum í Kabúl í dag. Talibanar segja að loftárás Bandaríkjahers hafi stöðvað sjálfsmorðsprengjutilræðismann. Takmarkaðar fregnir hafa borist af sprengingunni sem varð barninu að bana og ekki er ljóst hvort að hún tengist loftárás Bandaríkjahers. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mikill hvellur hafi heyrst við flugvöllinn sem var vettvangur blóðbaðs á fimmtudag þegar liðsmaður Ríkis íslams sprengdi sig í loft upp og varð um 180 manns að bana. AP-fréttastofan hefur eftir Rashid, lögreglustjóra í Kabúl, að eldflaugin hafi lent á byggingu í hverfi í nágrenni flugvallarins og að barn hafi látið lífið. Bandaríkjaher svaraði hryðjuverkaárásinni á fimmtudag með því að fella tvo liðsmenn Ríkis íslams í drónaárás á aðfaranótt laugardags. Í kjölfarið vöruðu bandarísk yfirvöld við því að hætta væri á frekari hryðjuverkum í Kabúl á meðan Bandaríkin og aðrar vestrænar þjóðir ljúka brottflutningi fólks. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum innan Bandaríkjastjórnar að önnur hernaðaraðgerð hafi átt sér stað gegn liðsmönnum Ríkis íslams í dag, að þessu sinni í Kabúl. Talsmaður talibana fullyrðir að Bandaríkjaher hafi stöðvað sjálfsmorðsárásarmann í farartæki sem hafi ætlað að ráðast á flugvöllinn. Bifreiðin hafi verið full að sprengiefni. Afganistan Tengdar fréttir Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að reynt verði að fremja aðra hryðjuverkaárás í Kabúl á næstu sólarhringum. Hann boðar áframhaldandi loftárásir á Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem felldi á annað hundrað manns á fimmtudag. 29. ágúst 2021 07:13 Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. 28. ágúst 2021 07:55 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Takmarkaðar fregnir hafa borist af sprengingunni sem varð barninu að bana og ekki er ljóst hvort að hún tengist loftárás Bandaríkjahers. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mikill hvellur hafi heyrst við flugvöllinn sem var vettvangur blóðbaðs á fimmtudag þegar liðsmaður Ríkis íslams sprengdi sig í loft upp og varð um 180 manns að bana. AP-fréttastofan hefur eftir Rashid, lögreglustjóra í Kabúl, að eldflaugin hafi lent á byggingu í hverfi í nágrenni flugvallarins og að barn hafi látið lífið. Bandaríkjaher svaraði hryðjuverkaárásinni á fimmtudag með því að fella tvo liðsmenn Ríkis íslams í drónaárás á aðfaranótt laugardags. Í kjölfarið vöruðu bandarísk yfirvöld við því að hætta væri á frekari hryðjuverkum í Kabúl á meðan Bandaríkin og aðrar vestrænar þjóðir ljúka brottflutningi fólks. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum innan Bandaríkjastjórnar að önnur hernaðaraðgerð hafi átt sér stað gegn liðsmönnum Ríkis íslams í dag, að þessu sinni í Kabúl. Talsmaður talibana fullyrðir að Bandaríkjaher hafi stöðvað sjálfsmorðsárásarmann í farartæki sem hafi ætlað að ráðast á flugvöllinn. Bifreiðin hafi verið full að sprengiefni.
Afganistan Tengdar fréttir Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að reynt verði að fremja aðra hryðjuverkaárás í Kabúl á næstu sólarhringum. Hann boðar áframhaldandi loftárásir á Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem felldi á annað hundrað manns á fimmtudag. 29. ágúst 2021 07:13 Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. 28. ágúst 2021 07:55 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að reynt verði að fremja aðra hryðjuverkaárás í Kabúl á næstu sólarhringum. Hann boðar áframhaldandi loftárásir á Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem felldi á annað hundrað manns á fimmtudag. 29. ágúst 2021 07:13
Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. 28. ágúst 2021 07:55