Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um mál KSÍ, en líkt og fram hefur komið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður nú síðdegis. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður okkar, er stödd við Laugardalshöll og mun greina frá nýjustu tíðindum í beinni útsendingu.

Þá verður áfram fjallað um mál hjúkrunarfræðings sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp.

Einnig segjum við frá því að víðtækar falsanir skilríkja gætu heyrt sögunni til nú þegar stafræn ökuskírteini verða tekin gild á skemmtistöðum landsins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×