Lífið

Ed Asner er fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Ed Asner ljáði persónunni Carl Fredericksen rödd sína í myndinni Up frá árinu 2009.
Ed Asner ljáði persónunni Carl Fredericksen rödd sína í myndinni Up frá árinu 2009. Getty

Bandaríski leikarinn Ed Asner, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk fréttamannsins Lou Grant í bandarískum sjónvarpsþáttum, er látinn, 91 árs að aldri. Asner gerði einnig garðinn frægan fyrir hlutverk í kvikmyndinni Elf og ljáði aðalpersónu kvikmyndarinnar Up rödd sína.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Asner segir að hann hafi andast í gær.

Persónan Lou Grant birtist fyrst á skjám bandarískra sjónvarpsáhorfenda í þáttunum The Mary Tyler Moore Show á áttunda áratugnum, en Grant starfaði í þáttunum sem ritstjóri blaðsins Los Angeles Tribune. Á árunum 1977 til 1982 birtist persónan Grant aftur í eigin þáttum.

Asner vann til sjö Emmy-verðlauna á ferli sínum og hefur enginn annar karlleikari hlotið fleiri.

Árið 2009 fékk ný kynslóð sjónvarps- og kvikmyndaáhorfenda að kynnast Asner þegar kann talaði fyrir ekkilinn Carl Fredricksen í myndinni Up. Sex árum fyrr hafði hann túlkað sjálfan jólasveininn í myndinni Elf sem skartaði Will Ferrell í aðalhlutverki.

Asner hóf leiklistarferil sinn árið 1955 þegar hann birtist á sviði á Broadway, en árið 1961 fluttist hann til Hollywood og átti þar farsælan feril.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.