Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 09:15 Stefán Alexander Ljubicic skaut HK upp úr fallsæti. Vísir/Hulda Margrét Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. Í Lautinni í Árbænum voru Blikar í heimsókn. Heimamenn hafa átt betri daga og segja má að Breiðablik sé í sjöunda himni eftir ótrúlegan 7-0 sigur sem skaut þeim á topp deildarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvívegis, Kristinn Steindórsson, Viktor Karl Einarsson, Davíð Örn Atlason og Árni Vilhjálmsson skoruðu eitt hver og þá varð Ólafur Kristófer Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Klippa: Fylkir 0-7 Breiðablik Í Kaplakrika voru Víkingar í heimsókn. Nikolaj Hansen – hver annar? – kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með einu af glæsilegri mörkum sumarsins. Það dugði þó ekki til og fór það svo að leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga. Klippa: FH 1-2 Víkingur Leiknir Reykjavík komst óvænt yfir gegn KR þegar Daníel Finns Matthíasson skoraði á 66. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði varamaðurinn – og vinstri bakvörðurinn – Kristinn Jónsson. Hann var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hann tryggði KR mikilvægan 2-1 sigur. Klippa: KR 2-1 Leiknir R. HK vann mikilvægan 1-0 sigur á Keflavík í Kórnum. Stefán Alexander Ljubicic skoraði eina markið í síðari hálfleik en Keflavík missti mann af velli snemma leiks. Marley Blair sló þá til Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar og fékk beint rautt spjald í kjölfarið. Klippa: HK 1-0 Keflavík KA vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur á ÍA þökk sé mörkum Bjarna Aðalsteinssonar, Jakobs Snæs Árnasonar og Hallgríms Mar Steingrímssonar. Klippa: KA 3-0 ÍA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Í Lautinni í Árbænum voru Blikar í heimsókn. Heimamenn hafa átt betri daga og segja má að Breiðablik sé í sjöunda himni eftir ótrúlegan 7-0 sigur sem skaut þeim á topp deildarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvívegis, Kristinn Steindórsson, Viktor Karl Einarsson, Davíð Örn Atlason og Árni Vilhjálmsson skoruðu eitt hver og þá varð Ólafur Kristófer Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Klippa: Fylkir 0-7 Breiðablik Í Kaplakrika voru Víkingar í heimsókn. Nikolaj Hansen – hver annar? – kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með einu af glæsilegri mörkum sumarsins. Það dugði þó ekki til og fór það svo að leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga. Klippa: FH 1-2 Víkingur Leiknir Reykjavík komst óvænt yfir gegn KR þegar Daníel Finns Matthíasson skoraði á 66. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði varamaðurinn – og vinstri bakvörðurinn – Kristinn Jónsson. Hann var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hann tryggði KR mikilvægan 2-1 sigur. Klippa: KR 2-1 Leiknir R. HK vann mikilvægan 1-0 sigur á Keflavík í Kórnum. Stefán Alexander Ljubicic skoraði eina markið í síðari hálfleik en Keflavík missti mann af velli snemma leiks. Marley Blair sló þá til Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar og fékk beint rautt spjald í kjölfarið. Klippa: HK 1-0 Keflavík KA vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur á ÍA þökk sé mörkum Bjarna Aðalsteinssonar, Jakobs Snæs Árnasonar og Hallgríms Mar Steingrímssonar. Klippa: KA 3-0 ÍA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira