Fullyrða að Ronaldo sé launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 16:02 Ronaldo á EM í sumar. Alex Livesey/Getty Images Það er meira an aðeins nostalgía eða sú þrá að koma Manchester United aftur í hóp bestu liða Evrópu sem dró Cristiano Ronaldo „heim“ til Manchester, heim á Old Trafford. Portúgalinn fær einnig ágætlega borgað fyrir að spila með félaginu. Síðustu dagar hafa verið einkar áhugaverðir þegar horft er til Manchester-borgar í Englandi. Ofurstjarnan Cristiano Ronaldo virtist um stund vera á leið frá Juventus til Manchester City en ákvað svo að skrifa undir hjá sínu gamla félagi, Manchester United. Stuðningsfólk Man United virtist vart vita hvert það ætlaði er fréttirnar bárust enda Ronaldo enn goðsögn hjá félaginu. Hann var aðalmaðurinn bakvið það að liðið vann Meistaradeild Evrópu árið 2008 og komst í úrslit ári síðar. Ronaldo er nú snúinn aftur á Old Trafford en ástæðurnar eru margar. Hann er vissulega aðdáandi félagsins, langar að koma því aftur á toppinn en hann fær einnig ágætlega vel borgað fyrir þjónustu sína. Raunar er það svoleiðis að Ronaldo er launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt heimildum Telegraph Sport. Talið er að hinn 36 ára gamli Ronaldo fái meira en 560 þúsund pund á viku fyrir að spila með Manchester United. Það er upphæðin sem Alexis Sanchez fékk á sínum tíma hjá félaginu. Forráðamenn Man Utd vonast þó til að Ronaldo standi sig betur en Sanchez sem stóð engan veginn undir væntingum. Raphaël Varane, samherji Ronaldo hjá Man Utd, var um stutta stund launahæstur með 400 þúsund pund á viku en Ronaldo hefur skotið honum ref fyrir rass. Hvorugur þeirra er þó nálægt Lionel Messi í launum en hann fær slétta milljón punda á viku fyrir að spila með París Saint-Germain. Cristiano Ronaldo has completed his medical as new Manchester United player in Portugal. The contract has been signed. Deal until June 2023. Visa process started. #MUFCHis salary could change depending on the many add-ons included in the contract with Man Utd. #Ronaldo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2021 Ronaldo skrifaði undir tveggja ára samning við Manchester United með möguleika á ári til viðbótar að því loknu. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort hann sé peninganna virði. Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið einkar áhugaverðir þegar horft er til Manchester-borgar í Englandi. Ofurstjarnan Cristiano Ronaldo virtist um stund vera á leið frá Juventus til Manchester City en ákvað svo að skrifa undir hjá sínu gamla félagi, Manchester United. Stuðningsfólk Man United virtist vart vita hvert það ætlaði er fréttirnar bárust enda Ronaldo enn goðsögn hjá félaginu. Hann var aðalmaðurinn bakvið það að liðið vann Meistaradeild Evrópu árið 2008 og komst í úrslit ári síðar. Ronaldo er nú snúinn aftur á Old Trafford en ástæðurnar eru margar. Hann er vissulega aðdáandi félagsins, langar að koma því aftur á toppinn en hann fær einnig ágætlega vel borgað fyrir þjónustu sína. Raunar er það svoleiðis að Ronaldo er launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt heimildum Telegraph Sport. Talið er að hinn 36 ára gamli Ronaldo fái meira en 560 þúsund pund á viku fyrir að spila með Manchester United. Það er upphæðin sem Alexis Sanchez fékk á sínum tíma hjá félaginu. Forráðamenn Man Utd vonast þó til að Ronaldo standi sig betur en Sanchez sem stóð engan veginn undir væntingum. Raphaël Varane, samherji Ronaldo hjá Man Utd, var um stutta stund launahæstur með 400 þúsund pund á viku en Ronaldo hefur skotið honum ref fyrir rass. Hvorugur þeirra er þó nálægt Lionel Messi í launum en hann fær slétta milljón punda á viku fyrir að spila með París Saint-Germain. Cristiano Ronaldo has completed his medical as new Manchester United player in Portugal. The contract has been signed. Deal until June 2023. Visa process started. #MUFCHis salary could change depending on the many add-ons included in the contract with Man Utd. #Ronaldo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2021 Ronaldo skrifaði undir tveggja ára samning við Manchester United með möguleika á ári til viðbótar að því loknu. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort hann sé peninganna virði.
Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira